Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1994, Síða 20

Frjáls verslun - 01.04.1994, Síða 20
FORSÍÐUGREIN ÞRIÚ FRUMVÖRP UM HLUTAFÉLÖG Á ALÞINGI Nú liggja fyrir þrjú frumvörp á Alþingi um hlutafélög. Frumvörpin verða væntanlega samþykkt í haust. Þau munu styrkja hlutabréfamarkaðinn, blása lífi í frekari útbreiðslu almenn- ingshlutafélaga og gefa hluthöfum, sem eru í minnihluta í félögum, aukna möguleika á að hafa áhrif á skipan stjóma. Þess má geta að frumvörpin eru fram komin til að sam- ræma lög vegna þátttöku ís- lendinga í EES, Evrópska efnahagssvæðinu. Tvö frumvarpanna eru um tvenns konar hlutafélög. Annað er um hlutafélagsform sem hefur ekki verið til hér á landi, svonefnd eignarhluta- félög. Skammstöfun þeirra verður ehf. Þau eru ætluð fyrir litla starfsemi. Hitt frumvarpið skiptir mestu máli í umræðunni um al- menningshlutafélög. Það er breyting á lögum um það hlutafélagaform, sem við þekkjum, enframvegis verð- ur það fyrst og fremst ætlað stórum félögum. Það verður skammstafað hf. Þriðja frumvarpið er um svonefnd evrópsk fjárhags- leg hagsmunafélög. Þetta er ný tegund félaga hér á landi. Þetta félagsform er einkum ætlað einum eða tveimur hagsmuna- aðilum sem vilja eiga með sér virkt samstarf, annað hvort tímabundið eða um óákveðinn tíma, án tillits til landamæra. Það á að koma í veg fyrir vandkvæði vegna mismunandi félags- löggjafar einstakra landa. En hvemig verður réttur minni- hlutans í stórum hlutafélögum auk- inn? Auðveldara verður að fara fram á margfeldiskosningu og sömuleiðis verða allir stjórnamenn kosnir á sama fundi. Orðrétt segir: „Aukinn er réttur minnihluta til að krefjast hlutfalls- kosningar eða margfeldiskosningar við kjör stjórnarmanna félagsins, þ.e. þeir hafa réttinn er ráða yfir minnst !4 hlutafjárins í félögum þar sem hluthaf- ar em 100 eða fleiri í stað 200 eða fleiri.“ Samkvæmt núgildandi hlutafélaga- lögum þurfa hluthafar að ráða yfir minnst Vs hlutafjárins til að geta krafist margfeldiskosningar. í hlutafélögum með 200 og fleiri hluthöfum þarf hins vegar minna hlutfall eða Mo. Megin- breytingin samkvæmt frumvarpinu er því sú að margfeldiskosning verður möguleg í fleiri félögum en áður vegna ákvæðisins um minnst 100 hluthafa í stað 200 áður. Það gefur minnihluta einnig aukna möguleika á að koma fulltrúum sínum í stjórn hlutafélaga að allir stjómar- menn séu kosnir á sama fundi. Auð- veldara er að koma einum manni af níu í stjóm en einum af fimm, svo dæmi sé tekið. Raunar má bæta því við að vilji meirihluti í hlutafélagi draga úr vægi þessarar breytingar getur félagið ákveðið að fækka mönn- um í stjórn. Margfeldiskosning hjálp- ar minnihluta-hluthöfum síður í fá- mennum stjórnum en fjöl- mennum. HLUTHAFAR HAFIÁHRIF í SAMRÆMIVIÐ HLUTAFJÁREIGN í frumvarpinu segir orð- rétt um þann lið að kjósa alla stjórnarmenn á sama fundi. „Er eðlilegt að hluthafar geti haft áhrif í samræmi við hlutafjáreign og nýir hluthaf- ar þá sem fyrst áhrif í sam- ræmi við hlutdeild sína.“ Ennfremur er greint frá nýmæli sem tryggir „að ekki sé unnt að víkja þeim stjóm- armanni frá störfum, sem hlotið hefur kosningu minni- hluta í hlutfalls- eða marg- feldiskosningu nema sam- kvæmt skýrum reglum er tryggi rétt minnihlutans." Þá má geta þess að gerðar eru strangari kröfur um fjölda stjómarmanna en áður. Samkvæmt hlutafélagalögunum frá árinu 1978 var lágmarksfjöldi stjómarmanna fimm. Með breytingu á lögunum árið 1989 var leyfilegt að hafa minnst tvo menn í stjórn hlutafé- laga. Samkvæmt frumvarpinu verður lágmarksfjöldi stjórnarmanna þrír framvegis. Einnig er ákvæði um að bann sé lagt við hömlum á viðskipti með hluti ef hluthafar eru 100 eða fleiri í stað 200 eða fleiri áður. FRUMVÖRP UM HLUTAFÉLÖG 1. Stjórnarmenn í hlutafélagi skulu allir kosn- ir á sama fundi. Þetta gefur minnihluta auk- inn rétt — auðveldara er að koma einum af níu í stjórn en einum af fimm, svo dæmi sé tekið. 2. Aukinn er réttur minnihluta til að krefjast hlutfallskosningar eða margfeldiskosning- ar við kjör stjórnarmanna, þ.e. þeir hafa réttinn er ráða yfir minnst Vio hlutafjárins í félögum þar sem hluthafar eru 100 eða fleiri í stað 200 eða fleiri áður. 3. Stjórnarmenn og framkvæmdastjórar skulu gefa stjóm félagsins skýrslu um hlutabréfa- eign sína í félaginu. Þá skuli þeir síðar gefa skýrslu um kaup og sölu sína á slíkum hlut- um. 4. í frumvarpinu segir orðrétt um þann lið að kjósa alla stjórnarmenn á sama fundi. „Er eðlilegt að hluthafar geti haft áhrif í sam- ræmi við hlutafjáreign sína.“ 20
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.