Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1995, Qupperneq 40

Frjáls verslun - 01.02.1995, Qupperneq 40
STJORNUN Ekki má falla íþá gryfju að láta einhvern annan um hrósið eða ímynda sér að „búið sé að hrósa nóg“. Það er ótrúlega útbreiddur misskilningur að stjórnendur eigi fyrst og fremst að hugsa um það sem miður fer í fyrirtækinu, leita mistaka og jafnvel refsa fyrir þau. Slík vinnubrögð verða fljótt niðurdrepandi og draga úr frumkvæði og sköpunargleði. að skapa sterka liðsheild sem sameig- inlega stefnir að ákveðnu marki. Þannig höfum við í huga að verið sé að ná saman liði siguvegara, nokkurs konar sérsveit þar sem valinn maður skipar sérhvert rúm og geta hvers og eins nýtist til fulls. TÍU BOÐORÐ TIL AÐ GERA STARFSMENN AÐ SIGURVEGURUM Við höfum dregið hugmyndir okkar saman í 10 grundvallarreglur eða „boðorð“. Vitaskuld þarfnast hver regla nánari útskýringa og dýptar. Höfundar líta einmitt á það sem fag- legt hlutverk sitt að útfæra þessar reglur, gera þær skiljanlegar og leið- beina fólki við að útfæra þær á raun- hæfan hátt. Við munum hér á eftir flalla um hvert „boðorð“ fyrir sig. ÞJÁLFAÐU UPP HÆFNIÞÍNA í MANNLEGUM SAMSKIPTUM Stjómun er fag. Það er vandasamt verk að skapa öfluga liðsheild. Hér reynir á stjórnandann eða leiðtogann. Það virðist stundum hafa gleymst þegar valið er í stjómunarstöður hvaða hæfileikar skipta mestu máli í fari stjómenda, hvert hlutverk þeirra sé í raun og veru. Oft er litið til próf- gráðu og fagþekkingar í þessu sam- bandi en mikilvægir þættir verða út- undan, enda stutt síðan þekkingu á þessu sviði fleygði fram. Þá eiginleika, sem skipta, að okkar áliti, einna mestu máli, má flokka und- ir hæfni í mannlegum samskiptum. Góður hópstjóri þarf að hafa gott inn- sæi sem byggir á persónu- og félags- þroska. Þessa eiginleika má þjálfa upp og það ættu allir metnaðarfullir stjórnendur að gera. Hæfnin til að skapa gott andrúmsloft í kringum sig er hér lykilatriði, stjórnendur verða að líta á sjálfa sig sem fyrirmyndir á vinnustað, gefa jákvæðan tón, sýna með eigin hegðun hvemig samskipti þeir vilji hafa á sínum vinnustað. VELDU AÐEINS ÞANN BESTA í HVERJA STÖÐU Valinn maður í hverju rúmi. í at- vinnulífmu gildir það ekki síður en í hópíþróttum að rétt sé valið í hverja stöðu. Auðvitað á meginreglan að vera sú að aðeins sá besti komist í hverja stöðu, það sé eina sjónarmiðið sem gildi. Hér skiptir máli þjálfun í að skilgreina vel hvaða hlutverk hver og einn eigi að hafa og ekki síður að hafa næmt auga fyrir eiginleikum og getu þeirra sem til greina koma í starfið. SETTU RAUNHÆF MARKMIÐ Skýr, meðvituð markmið. Til að ná árangri verða menn að setja sér raun- hæf markmið. Mikilvægt er að allir liðsmenn séu meðvitaðir um tak- markið og leiðirnar að því. Þetta krefst samstillingar, ræða þarf málin og upplýsingar þurfa að fá greiðan að- gang til allra. Tiltölulega einfalt getur verið að setja mælanleg markmið, t.d. um sölu- eða framleiðsluaukn- ingu. En til að tryggja árangur þarf að ríkja samkomulag um „mannlega þáttinn", þ.e. hvaða reglur gildi í hópnum, hvernig þeir vilji tryggja góðan starfsanda, hvernig brugðist skuli við frávikum, tekið á ágreiningi o.fl. þ.h. BYGGÐU UPP SJÁLFSTRAUST í STAÐ ÞESS AÐ BRJÓTA NIÐUR Uppfylla þarfir liðsmanna fyrir þjálfunogþroska. Heimurinn breytist hratt og það skynja starfsmenn. Til að byggja upp sjálfstraust manna þarf að sjá þeim fyrir tækifærum til endur- menntunar. Stöðugt þarf að vinna úr nýjum hugmyndum, auk þess sem aukin menntun og ný þekking kemur í veg fyrir stöðnun og „kulnun“ meðal starfsfólks. Með þessu móti kemur fyrirtækið þeim boðum til starfs- manna að þekking sé mikils metin og fylgst sé með þeim. LEGGÐU Á ÞIG VINNUVIÐ AÐ VARÐVEITA LIÐSANDANN Varðveita liðsandann. Réttur liðs- andi skilar árangri og því þarf stöðugt að viðhalda honum. Öllum þarf að vera ljóst að það er hluti af vinnu þeirra að varðveita rétt hugarfar. Starfsmenn þurfa því að hittast reglu- lega til að vinna með þennan þátt og halda honum meðvituðum. Það að varðveita góðan liðsanda krefst stöð- ugrar vinnu, hann kemur ekki af sjálfu sér og deyr auðveldlega sé honum ekki sinnt. EKKI FYLLAST HRÆÐSLU ÞÓTT UNDIRMAÐUR SÝNIMIKLAGETU Leyfa einstaklingum að njóta sín. Þó að mikilvægt sé að líta á hópinn sem heild má ekki gleyma einstakl- ingnum. Mikilvægt er að virkja helst til fulls hæfni hvers og eins án þess að til árekstra komi. Skilgreina þarf hlut- verk hvers og eins. Allir þurfa að vita til hvers er ætlast af þeim. Hér skiptir þroski stjórnenda máli, hæfnin til að gleðjast yfir velgengni annarra, það að fyllast ekki öfund eða hræðslu þó að einhver sýni mikla getu eða styrk. 40
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.