Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1997, Page 18

Frjáls verslun - 01.04.1997, Page 18
Sérþekking starfsfólksins er dýrmætasta eign fyrirtækisins. SP-Fjármögnun er til húsa við Vegmúla og hér sést starfs- fólkið í hóp á tröppunum. EIGNARLEIGA S □ að er okkur mjög mikilvægt að hafa sparisjóðina sem bakhjarl. Bæði er það gríðarlegur styrkur að viðskipt- um er beint til okkar gegnum sparisjóðina og einnig að við seljum skuldabréf til fjármögn- unar starfsemi okkar og þar hjálpar auðvitað mikið að sparisjóðirnir eru mjög vel kynntir og njóta mikils trausts," sagði Pétur Gunn- arsson hjá SP-Fjármögnun í samtali við Frjálsa verslun. SP-Fjármögnun er eignarleigufyrirtæki í eigu sparisjóðanna. Þetta er ungt fyrirtæki í árum talið því það var stofnað í byrjun árs 1995 þegar nokkrar breytingar urðu á þess- um markaði. Þá sameinuðust Glitnir og Fé- fang og Lind var lögð niður nokkru áður. Þá sáu sparisjóðirnir sér leik á borði og komu inn á markaðinn. „í upphafi voru fjórir starfsmenn hér sem áttu það sameiginlegt að hafa áður starfað Pétur Gunnarsson hjá SP-Fjármögn- un segir að góður orðstír sparisjóð- anna sé mikill sfyrkur, en SP-Fjár- mögnun er í eigu sparisjóðanna. hjá Féfangi. Það var mat manna að hag- kvæmt væri að fjárfesta í þeirri sérþekkingu sem starfsfólk í svona fyrirtæki þarf að hafa. Hér verður að fara saman ákveðin viðskipta- þekking og innsýn í atvinnulífið og þekking á einstökum sviðum þess. Þannig getur fyrir- tækið betur metið áhættu sína og myndað sterkari tengsl við viðskiptavinina." SÉRÞEKKING STARFS- MANNA MIKILVÆG Skipta má starfsemi SP-Fjármögnunar gróflega í tvo flokka. Annars vegar snýr starf- semin að atvinnulífinu þar sem fyrirtækið er að fjármagna kaup á alls kyns atvinnutækj- um, vörubílum, traktorsgröfum, jarðýtum, fiskvinnsluvélum, lyfturum, landbúnaðar- tækjum og prentvélum, svo fátt eitt sé nefnt. „Sérþekking starfsmannanna birtist í því að meta til hvaða atvinnutækja sé vænlegt MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON EZE^SEHI322E1EI3[ 18

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.