Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1997, Side 20

Frjáls verslun - 01.04.1997, Side 20
,,Ég er ekki tæknilega sinnuð en hugsa því meira um reksturinn og hvaða aðferðum hægt sé að beita við að reka fyrirtæki,” segir Hildur m.a. í viðtalinu. Mynd. Kristján Maack. Hans Petersen fagnar 90 árum: ÞARFIR VIÐSKIPTAVINA RA Hildur Petersen segir aö slagkraftur fyrirtækisins felist ekki síst í því að láta þarfir viðskiptavina ráða ferðinni - óskirþeirra hafi haldið fyrirtækinu við efnið í 90 ár. runnþjónustan, sem við veitum, er að varðveita minningar fólks. Við reynum bæði að gera fólki það auðvelt og ánægjulegt. Við höfum alla tíð reynt að fylgjast með þörfum viðskiptavinarins og bjóða honum upp á þá þjónustu sem hann þarfnast liverju sinni. Við höfum jaíhíramt reynt að veita honum góða þjónustu með markvis- sum aðgerðum því tengdu,” sagði Hildur Petersen, framkvæmdastjóri Hans Petersen. Fyrirtækið heldur upp á 90 ára afmæli sitt á árinu en í dag starfa u.þ.b. hundrað manns hjá fyrirtækinu. TEXTI: INGIBJÓRG ÓÐINSDÓTTIR 20 Fyrirtækið var stofnað af afa Hildar, Hans P Petersen, árið 1907 og hóf starfsemi sína í Bankastræti 4. Upphaflega var það eingöngu matvöruverslun en Hans færði fljótlega út kvíarnar og fór einnig að selja ljósmyndavörur. Þegar hann lést árið 1938 tók eiginkona hans, Guðrún Petersen, við rekstrinum ásamt sex börnum sínum. Fyrirtækinu var þá skipt upp og faðir Hildar, sem var alnafni afa hennar og elstur systkina sinna, tók við rekstri ljósmyndavöruverslunarinnar. Hildur starfaði þar á sumrin með skóla frá 12 ára aldri, fyrst sem sendill en síðar við hin ýmsu störf.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.