Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1997, Page 29

Frjáls verslun - 01.04.1997, Page 29
FORSIÐUEFNI notkun á síðasta ári. Einar segir upplýsingakerfið Fjölni gera það að verkum að brátt verði hægt að fá upplýsingar um fyrirtækið á mun skipulagaðri og fljótlegri hátt en áður sem nýtist til daglegrar stjórnunar. „Þetta verður algjör bylting í upplýsingastreymi og viðbragðsflýti félagsins, bæði hvað varðar upplýsingar um reksturinn sjálfan og ekki síður að því er lýtur að viðskiptavinum og hvað betur megi fara í samskiptum við þá.” Auk þessa halda stjórnendur Olís uppi reglubundnum skoðanakönnunum á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði til að vita hvar fyrirtækið stendur hverju sinni. „Oft er erfið- ara að ná beinum tengslum við einstaklingsmarkaðinn en við heyrum þó reglulega frá okkar viðskiptavinum og telj- um okkur hafa náð miklum árangri í því að viðhalda og bæta ímynd félagsins út á við.” Sem lið í því hefur Olís markað sér þá stefnu að veita landgræðslu- og mannúðar- málum stuðning. Eins og flestir landsmenn vita hefur „Landgræðsluátakið” vakið mikla athygli og hlotið al- menna viðurkenningu, en félagið hlaut m.a. ÍMARK-verð- laun fyrir átakið. Þetta hefur, að sögn Einars, skilað sér í já- kvæðu viðhorfi almennings til félagsins og sfyrkt ímyndar- uppbyggingu þess. „Það, sem e.t.v. kom mér mest á óvart þegar ég kom hér inn, var hvað olíufélögin máttu oft þola óvægna gagnrýni í almennri umræðu án þess að hlustað væri á sanngjarnar og málefnanlegar skýringar. En ástæðan rann mjög fljót- lega upp fyrir mér. Þessi félög eru ofan í vösum almenn- ings einu sinni í viku og því eðlilegt að starfsemin sé litin gagnrýnum augum. Við verðum bara að lifa við það og reyna sífellt að gera betur til að mæta kröfum okkar viðskipta- vina. Eg hef því lagt áherslu á að rækta það viðhorf, jafnt innan- dyra sem utan, að við séum þjón- ustufyrirtæki sem starfar í þágu almennings.” SÓKN ER BESTA VÖRNIN „Þótt það hafi e.t.v. ekki verið ósk þeirra, sem stóðu frammi fyr- ir því á hverjum tíma, er það ekki vafamál að það andstreymi, sem þetta félag hefur mætt í gegnum tíðina, hefur orðið til þess að end- urnýjunin og endurskoðun á stöðunni hefur neytt menn til þess að takast á við framtíðina á nýjum forsendum. Erfiðleikarnir hafa neytt menn til að finna nýjar leiðir til lausnar sem auðvitað hefur best verið gert með nýrri sókn. Það byggist m.a. á mikilli reynslu og þekkingu starfsfólks. Félagið hefur aldrei á sínum 70 ára ferli selt eins mikið elds- neyti og síðastliðin tvö ár auk þess sem það hefur stóraukið sölu á allskyns nýjum vöruflokk- um, bæði á þjónustustöðvunum og til stærri viðskiptavina. Við munum því í framtíðinni leggja meiri áherslu á sölu vara og þjónustu á öðrurn sviðum en í hefðbundinni elds- neytissölu því þar eru vaxtarmöguleikarnir. I dag skilgrein- um við okkur ekki sem olíufélag heldur sem verslunar- og þjónustufyrirtæki sem ætlar að vera leiðandi á því sviði sem það starfar á og bjóða góðar og samkeppnishæfar vör- ur og þjónustu á hverjum tíma.” ÓSANNGJÖRN UMRÆÐA Aðspurður um fullyrðingar um mistök við stjórnun fyr- irtækja hérlendis á undanförnum árum sagði hann tímana m.a. hafa breyst. „Nú búa stjórnendur við meiri menntun og fagþekkingu en áður og oft má rekja góðan árangur fyrirtækja í dag til þess. Það er liðin tíð að menn reki fyrir- tæki á greiðsluflæði og telji sig hagnast þegar þeir eigi inn- stæðu á reikningi. Auðvitað eru þó ijölmörg dæmi um að inenn missi fótanna og sofni á verðinum eða horfi ekki nógu langt fram í tímann. Ég held þó að umræðan á íslandi á síðustu misserum hafi oft verið ósanngjörn í þessu sam- bandi og á misskilningi byggð. Við búum í veiðimannasam- félagi þar sem oft er ekki hægt að sjá ytri aðstæður fyrir og okkur hefur, að mínu mati, tekist að aðlagast breyttum að- stæðum á undraverðan hátt. Hver skyldi t.d. hafa trúað að okkur tækist á nokkrum árum að vinna okkur út úr þeirri gífurlegu skerðingu þjóðartekna sem fólst í minnkun þorskveiða um ríflega 60% á einum áratug. Aðrar þjóðir hafa orðið fyrir mun minni áföllum en gengið erfiðlega að vinna sig út úr þeim.” QZJ 29

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.