Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1997, Side 83

Frjáls verslun - 01.04.1997, Side 83
Borg sérhæfir sig í smíði glugga og hurða. Sérþjálfaðir starfsmenn og fyrsta flokks tækjabúnaður tryggja gæðin. hverfi þeirra. íbúðirnar eru á tveimur hæðum, eldhús og stofa niðri en tvö herbergi uppi. Ekki eru nein stórverkefni á sviði húsbygginga í takinu eins og er en stærstu verkin, sem Borg vinnur að, eru gluggasmíði í tvær skólabygg- ingar. Annars vegar er viðbygging við íþróttahúsið á Egilsstöðum en hinsvegar endurnýjun glugga í Hrafnagilsskóla í Eyjafirði. „Það er gott að hafa stór verkefni af þessu tagi. Hitt er svo annað mál að við erum með endalaus smáverkefni í gangi. Verkefnin eru næg þó ekkert þeirra sé mjög stórt," segir Pétur en Borgarmenn renna hýru auga til byggingar Norðuráls sem þeirvænta einhverrar þátttöku í. Starfsmenn Borgar eru yfirleitt um 25 og meira en helmingur þeirra eru útlærðir trésmiðir sem er fremur hátt hlutfall miðað við fyrirtæki eins og þetta. Það stendur nær fullbúinn sumarbústaður í hlaðinu á Borg og „Þegar veðrið er gott yfir sumarið margfaldast íbúafjöldinn hér í Borgarfirði og það er almennt reiknað með því að umferðin aukist enn þegar göngin undir Hvalfjörð verða opnuð og vegalengdin styttist." Byggingafélagið Borg sinnir gæðamálum af alúð og er aðili að IGH sem er íslenska glugga- og hurðaeftirlitið sem hefur eftirlit með því að framleiðslan standist settar reglur og staðla. Borg hefur ennfremur hlotið viðurkenningu frá NTR sem er Norræna timburverndarráðið fyr- ir að taka þátt í gæðaeftirliti ráðsins og standast með glæsibrag þær kröfur sem gerðar eru. Borg notar gagnvarnartæki frá danska fyrirtækinu GORI og styðst við B-flokk en í þann flokk falla fullunn- ar tréeiningar til almennra nota utanhúss. Pétur sagði að lokum að bjartsýni ríkti um áframhaldandi rekst- ur, enda sæjust merki um aukna eftirspurn á ýmsum sviðum og framtíð fyrirtækisins sýndist traust og rekstur þess hagkvæmur. RÐIR OG HÚS þegar smíði hans lýkur hefst smíði á öðrum sem þegar er seldur. Sum- arbústaðabyggð er gríðarlega mikil í Borgarfirði og að sögn forráða- manna Borgar fer þýðing þeirra fyrir atvinnulífið I Borgarfirði stöðugt vaxandi. Það þarf að sinna viðhaldi, endurbæta og byggja við bústað- ina og síðast en ekki síst byggja nýja frá grunni. BYGGINGAFÉLAGIÐ BORG HF. Sólbakka 11, Borgamesi. Sími: 437 1482 Fax: 437 1768 83

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.