Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1998, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.02.1998, Blaðsíða 22
örður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, er valdamesti ein- staklingurinn í íslensku við- skiptalífi, að mati Fijálsrar verslunar sem hefur valið 10 áhrifamestu menn- ina í viðskiptalífmu á Islandi. Áhrif í krafti fjármagns - og það að vilja hafa áhrif á gang mála - voru fyrst og fremst lögð til grundvallar við gerð listans. Næstu fjórir menn á listanum eru Benedikt Sveinsson, stjórnarformað- ur Sjóvá-Almennra, Geir Magnússon, forstjóri Olíufélagsins, Axel Gíslason, forstjóri VIS, og Indriði Pálsson, stjórnarformaður Eimskips og Skelj- ungs. Akveðið var að stjórnmálamenn kæmu ekki til greina á listann - en ef- laust kynnu margir að halda því fram að Davíð Oddsson forsætisráðherra væri áhrifamesti maðurinn í íslensku við- skiptalífi - svo mikil völd og áhrif hefur hann; ekki síst vegna þess að ríkið er ennþá afar virkur þátttakandi í atvinnu- lífinu - sérstaklega á fjármálamarkaðn- um. Þegar horft er yfir sviðið má halda því fram að völd og áhrif í ís- lensku viðskiptalífi snúist núna fyrst og fremst um kvótann og bankana. Sú skoðun er almennt ríkjandi innan viðskiptalífsins að þeir sem ráði yfir kvótanum í sjávarútvegi verði beinlínis ráðandi í íslensku viðskiptalífi - enda hefur það sýnt sig á undanförnum árum að þar hefur verið tekist á af krafti. Sú barátta hefur kristall- ast í kringum stóru sölufyrirtækin í sjávarútvegi; Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og íslenskar sjávarafúrðir. Þessar blokkir hafa barist - og sú barátta hefur ekki farið fram hjá neinum á undan- förnum árum. STRAUMAR 0G STEFNUR gert upp á milli þeirra Harðar og Bene- dikts. Einn forstjóri sagði einfaldlega þetta: Hörður er „doninn” í íslensku viðskiptalifi! SKOÐUN ALMENNINGS Fijáls verslun kannaði einnig skoð- un almennings á því hver væri áhrifa- mesti einstaklingurinn í viðskiptalífinu. Sú könnun var gerð í endaðan janúar - eða samhliða könnuninni um vinsæl- ustu fyrirtæki landsins. Um 240 manns, af þeim 496 sem tóku þátt í könnuninni, svöruðu spurningunni. Flestir nefndu þá Jóhannes Jónsson í Bónus og Hörð Sigurgestsson. Næstir komu þeir Jón Ólafsson, Skífunni, og Bjarna Armannsson, Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins. I þessari könnun vekur lík- legast mesta athygli að enginn nefndi forystumenn fyrirtækja samvinnu- hreyfingarinnar, eins og Axel Gíslason, forstjóra VIS, Geir Magnússon, for- stjóra Olíufélagsins, Benedikt Sveins- son, forstjóra Islenskra sjávarafurða, og Ólaf Ólafsson, forstjóra og einn helsta hluthafa Samskipa. MEIRA FRELSI - MINNIVÖLD A undanförnum árum hefur frelsi stóraukist í íslensku við- skiptalífi. Aukið frelsi dregur úr völdum og áhrifum bæði stjórn- málamanna og áhrifamanna í viðskiptalífi. Frelsið og samkeppnin í fyrirtækjum hérlendis birtist meðal annars í auknum fjölda útboða; fyrirtæki bjóða út viðskipti og skipta einfaldlega við þann sem býð- ur best hveiju sinni. Þetta þýðir að viðskipti geta færst á milli fyrir- tækja og fyrirtækjahópa í einu vetfangi. Aukin útboð sjást á sviði ol- íuviðskipta, fjármála, trygginga, sölumála og flutninga. Víkjum þá að tíu áhrifamestu mönnum í viðskiptalífinu. AHRIFAMESTUR! Listinn yfir áhrifamestu mennina í viðskiptalífinu er bæði gerð- ur í gamni og alvöru. Það er einu sinni þannig að mikil umræða er jafnan á milli fólks í viðskiptum um það hverjir séu áhrifamestir. Fólk veltir fyrir sér völdum og áhrifum manna - hvort sem það hef- ur einhvern tilgang í sjálfu sér eða ekki. Listinn gefur líka nokkra vísbendingu um tíðarandann í viðskiptalífinu - hvernig straumar og stefnur liggja hverju sinni. Einfaldlega vegna þess að til þess er horft hvernig þessir áhrifamestu menn viðskiptalífsins - sem og fyrirtæki þeirra - hreyfa sig í viðskiptum á markaðnum, eins og í fjárfestingum og markaðsmálum. Enda er það svo að flestir þeirra hafa komið við sögu - og látið til sín taka - í umfangsmestu viðskipt- unum með hlutabréf á undanförnum fimm til tiu árum. SKOÐUN NOKKURRA FRAMKVÆMDASTJÓRA Við gerð listans var haft samband við stjórnendur tíu fyrirtækja - á meðal þeirra hundrað stærstu í landinu - og voru þeir spurðir um áhrifamesta einstaklinginn í viðskiptalífinu. Niðurstaðan úr þeirri könnun er sú að allir nema einn nefndu Hörð Sigurgests- son sem þann áhrifamesta. Almennt var haft á orði að hann væri skörinni hærri en aðrir; hann væri einn í efsta þrepi - en næstur honum kæmi Benedikt Sveinsson, stjórnarformaður Sjóvá-Al- mennra. Sá, sem ekki setti Hörð í efsta sætið, sagðist ekki geta HÖRÐUR SIGURGESTSSON, EIMSKIP Áhrifamesti maður viðskiptalífsins, Hörður Sigurgestsson, 59 ára, hefur verið forstjóri Eimskips, frá árinu 1979 - eða í um nítján ár. Hann er viðskiptafræðingur að mennt og einn þriggja íslend- inga sem útskrifast hafa úr hinum þekkta Wharton háskóla í Bandaríkjunum. Hörður tók við Eimskip á fremur erfiðum tímum þess en rétti það fljótt við. Flestir eru á einu máli um að Hörður eigi mestan þátt í því að hafa gert Eimskip að því stórveldi sem það er í íslensku viðskiptalífi. Eimskip er verðmætasta fyrirtækið á Verðbréfaþingi - markaðsverðmæti þess eru tæpir 19 milljarðar króna. Þess má geta að bókfærður hlutur Eimskips í öðrum félög- um nemur um 3,8 milljörðum - en markaðsvirðið er 7,9 milljarðar. Völd Harðar teygja sig vítt og breitt um viðskiptalífið í gegnum víðtæk hlutabréfakaup Eimskips. Helsta eign Eimskips er 34% hlutur í Flugleiðum - en þar er Hörður stjórnarformaður. Þess má geta að fjárfestingarfélag Eimskips, Burðarás, keypti hlutabréf í Utgerðarfélagi Akureyringa, UA árið 1996 fyrir um 892 milljónir. Þar er Eimskip í blokk með SH og eru þessi fyrirtæki orðin ráð- andi í UA ásamt Hampiðjunni og Skeljungi. UA er stærsti hluthaf- inn í SH. 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.