Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1998, Blaðsíða 79

Frjáls verslun - 01.02.1998, Blaðsíða 79
hann sjálfan og ástkonu hans í gíslingu og áður en yfir lýkur eru fyrrverandi eiginkona hans, dóttir, framleiðandi og enn fleiri flæktir í netið. Morðingjarnir eru að sjálfsögðu snargeðveikir, en þó ekki ruglaðri en svo, að þeir fá þá bráðgóðu hugmynd að bjarga sér úr klandrinu með því að láta leikstjórann taka sökina á sig. Það á hann að gera með því að gangast við ábyrgð sinni á fólki eins og þeim i ávarpi í beinni sjónvarpsútsendingu. Ohugn- aðurinn nær hámarki, þegar sjónvarpið kemur á staðinn og loka- þáttur uppgjörsins fer fram á sjónvarpsskjám um öll Bandaríkin. Ben Elton er sem sagt að deila á þann skemmtanaiðnað sem makar krókinn á morðæði sjúks fólks. Mætti þó kannski snúa ádrepunni upp á sjálfan hann og spyija, hvort hann sé ekki með leikriti sínu einmitt að kitla hinar lægri hvatir okkar, velta sér upp úr þeim viðbjóði sem hann þykist vera að vinna gegn? Spurning- in er auðvitað og verður klassísk um alla list, sem kemur fram sem raunsæisleg afhjúpun siðferðislegra meinsemda. Elton vel- ur sér efni, sem er líklegt til að skírskota til mikils flölda áhorf- enda og matreiðir það með þeirri einföldu en áhrifaríku frásagn- artækni sem hann hefur lært í bió (og ættuð er að langfeðgatali úr leikhúsinu) og veit að mun kitla góma hinna afþreyingar- þyrstu. En á sama tíma kafnar dramatíkerinn undir prédikaran- um og satíríkernum, sem hæðist grimmt að persónunum jafn- framt því sem hann eys blóði þeirra um sviðið. Guðjón Pedersen tekur í sviðsetningu sinni þá stefnu að iylgja „gamansemi" höfundar mjög eindregið eftir og setur sig ekki úr færi að prjóna við hana eins og hans er von og vísa. Þannig tekst honum að nýta húmor sinn, hugarflug og mynd- skyn, sem eru helstu kostir hans sem leikstjóra. Hann dregur upp ýkta skopmynd af leikstjóran- um og því úr- kynjaða yfir- stéttarpakki, sem hann hef- ur í kringum sig, og morðin- gjarnir fá svip- aða afgreiðslu. Utkoman verð- ur mun líflegri sýning en sú sem ég sá í London á dögun- um, þar sem leik- stjórn og öll sviðsútfærsla bar raunsærra yfir- bragð. Ahinnbóg- inn sýnist mér þessi aðferð ekki þjóna verkinu sjálfu neitt betur; ef nokkuð er eykur hún á það óbragð sem það skilur eftir í munni manns. Frammistaða leikenda var eftir vonum. Eg verð þó að þessu sinni að kvarta undan Ólafi'u Hrönn, sem gerir ekki annað en endurnýta takta, gamalkunna úr áramótaskaupum fyrri ára. Margrét Vilhjálmsdóttir var hins vegar afar góð sem gljápían og fýrirsætan Brooke Daniels. l'i Enginn svikinn í Hlaðvarpanum Svikamylla eftír Anthony Shaffer í Kafiileikhúsinu ic ic 1/2 Leikstjóri: Sigríður Margrét Guðmundsdóttír Leikmynd og búningar: Þórunn E. Sveinsdóttír Háir hefðu víst búist við því, þegar Kaffileikhúsið hóf göngu sína fyrir fáeinum árum, að það ætti eftir að festa sig svo í sessi, að maður gæti naumast hugsað sér leiklistarlíf borgar- innar án þess. Efra loftið í bakhúsi Hlaðvarpans er að vísu ekkert kjörlendi leiklistar, en hvað gerir til, þó að andlit leikenda hverfi stöku sinnum á bak við stoðir, náist á annað borð sú nánd sem vissar leiktegundir fá ekki þrifist án? Velgengni sína á Kaffi- leikhúsið því að þakka, að stjórnendur þess hafa kunnað að nýta sér þennan styrk þess og jafnframt tekist að koma sífellt á óvart með frumlegum uppákomum, sem margar hafa fallið í ágætan jarðveg. Konur hafa þarna löngum borið hita og þunga dagsins, og ekki mun það hafa gerst í sögu leikhússins fyrr en nú, að tveir karlar beri uppi tveggja tíma leiksýningu. Huggun í harmi, að kon- ur eru skrifaðar fyrir leikstjórn og búningagerð. Um trylli Anthony Shaffers, Sleuth, sem nú nefnist Svikamylla og mörgum mun minnisstæður úr frægri kvikmynd, er óþarft að hafa mörg orð. Nóg að segja, að maður verði illa svikinn, streymi spennufíklar landsins ekki í Hlaðvarpann næstu vikur og mánuði. Leikritið sjálft er nokkurn veginn eins pottþétt og hægt er að fara fram á, og frammistaða leikenda dágóð. Það er að vísu mikil vog- un að setja ungan leikara og fremur lítt sjóaðan í burðarhlutverk á móti einum reyndasta stórleikara þjóðarinnar. En það tekst von- um framar, þó að sennilega bitni það verr á leik þess „gamla“ en unga mannsins, Sigurþórs Heimissonar, sem skilar sínum hlut vel, einkum f seinni helmingi leiksins. Am.k. trúi ég því tæpast, að Arnar Jónsson gæti ekki náð meiru út úr hlutverki rit- höfundarins en hann gerir hér, hefði hann mótleikara, sem hann gæti beitt sér gegn af fullum þunga. Arn- ar á hættulega auðvelt með að lýsa þessum íláráða og sjúka manni; hlutverkið er nokkuð til þess fallið að kalla frarn hjá honum gam- alkunna tilgerð, sem getur endað með ofleik, sé leik- stjóri ekki vel á verði (þessarar tilhneigingar gætir t.d. talsvert í leik hans í Poppkorni). Þegar Arnar leikur af full- kominni einlægni, á hann ekki sinn líka meðal íslenskra leikara og því merkilegt, að honum skyldi ekki takast að gera sálarlegt gjald- þrot og hrun rithöfundarins í lokin átakanlegra en raun varð á. En hver veit hvað gerist, þegar frumsýningarhrollurinn er farinn úr mönnum og leikurinn tekinn að slípast, og því er ekki nokkur minnsta ástæða til að spá Svikamyllu Shaffers öðru en löngum líf- dögum í Hlaðvarpanum. S!1 Leikhiísgagniýni Jóns Vidars Jónssonar 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.