Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1998, Blaðsíða 70

Frjáls verslun - 01.02.1998, Blaðsíða 70
Guðbergur Bergsson: Faðir og móðir og dulmagn bernskunnar. Forlagið 1997. 0ví aðeins er ævisaga einhvers virði að við, sem hana lesum, sjá- um sögu þjóðarinnar og örlög í nýju ljósi eða hún knýi okkur til að skynja líf okkar og tilveru að nýju. Og slíkar bækur eru fágætar en mjög verðmætar. Nú hefur ein slík bæst við. Meira að segja má fullyrða að Guð- bergur Bergsson bendi á glænýja leið til að greina frá æviferli. Faðir og móð- ir og dulmagn bernskunnar er einstök í sinni röð; enginn íslendingur hefur áður ritað minningar sínar með viðlíka hætti. í e.k. inngangi verks síns segir Guðbergur að ævisögur séu „... ekki til, strangt á litið, því fátt glat- ast jafn algerlega og ævi manns, þannig að aðeins er hægt að færa í letur löngun hans til að varðveita andblæ hennar í orðum.,, í framhaldi af því segir að verkið sé sagnfræðilega rangt en því sé ..ætlað það hlutverk að vera nokkurn veginn rétt, tilfinninga- lega séð, hvað höfundinn varðar." Þvi kallar Guðbergur sögu sína „skáldævisögu”. Þessi orð verða ekki dregin í efa; minningar okkar eru skáld- aðar að nýju í hvert sinn sem þær koma úr djúpunum upp i hug- ann. Eftir lifa hins vegar kenndir sem aldrei gleymast alveg eða breytast þótt allir ytri atburðir umskapist. E.t.v. má segja að kenndirnar taki við þar sem atburðum lauk og skáldi þá að nýju. Skáldævisaga Guðbergs hefst á því að hann kemur í húsið sem er bernskuheimili hans, umgjörð fyrir æskuna og kenndir hennar. Þá bregður svo við að yfir hann færist ró og friður - og syfja. Hann leggst til svefiis og sefur eins og steinn í fyrsta sinni um langt skeið, svefni barnsins. Hann virðist hitta sig sem barn, eða barnið sem blundar í honum, og verða barn að nýju, hinar barnslegu kenndir sækja að. Hann er kominn „heim” eins og fað- ir hans sem fluttist vestur á Snæfellsnes á gamals aldri til að vera heima síðustu árin. Við búum e.t.v. víða á langri ævi en spurning, sem hlýtur að sækja á, er þessi: Hvar eigum við heima? Hvar varð andi okkar til? Það, sem gerir sögu Guðbergs sérstaka og einstaka í röð ævi- sagna, er meðferð hans á efninu. Hver atburður, hversu smár sem hann sýnist, jafnvel einungis tilsvar, verður honum tilefni vangaveltna sem oftar en ekki enda í heimspekilegri niðurstöðu um líf mannanna og örlög. Eg nefni sem dæmi er móðir hans fær- ir manni sínum mat er hann vinnur við smíðar hússins sem verður heimili fjölskyldunnar. Hún tekur syni sfna með og þá þyrstir í að taka á verkfærum föður síns. Þá segir: „Löngun- in var mikil, því að það var sagt að maður gæti drepið bæði sig og aðra [...] svo að þetta voru einstaklega heillandi verkfæri fyrir saklaus börn sem þrá vopn og dráp- stæki ekki til neins sérstaks heldur bara til að drepa það sem er ljótt - hina krakkana.” Og svo kemur nið- urstaðan: „í huga barnsins er sektin alltaf hjá öðr- um. Góð börn eiga sér ekki háleitari hugsjón en þá að fá að ganga milli bols og höfuðs á hinu Þetta er skáldævisa^a illa með heflum, sögum, hömrum, sleggjum og spoijárnum” (28-29). í fýrsta hluta sögunnar er faðirinn í brennidepli, harðjaxl sem á ungum aldri missir föður sinn og er sendur til vandalausra en eignast hníf og spýtu sem eins konar uppbót fyrir fjölskyldu sína, ást föður og móður, losnar tví- tugur úr vistinni og finnur móður sína. Hann er einfari og ólikindatól, á sér engan guð og þarfhast einskis manns. Hann á sér ekkert athvarf á jörðinni utan vinnu, enda fellur hon- um aldrei verk úr hendi. Sögin er hon- um í senn guð og vímugjafi. Slíkur maður verður ekki þeirri kreppu að bráð sem er sögutími verksins. Hins vegar er hann ekki sá faðir sem dreng- ir hans þarfnast. Hann heldur þeim í fjarlægð og ásakar þá sífellt fyrir hyskni og leti. Á sumrin fer þessi alþýðumaður í kaupavinnu til Skálholts og kynnist þar íslenskri yfirstétt sem leyfir sér þann munað að velta fyrir sér stórmálum sem ekki þurfa að þjóna maga og munni, eins og t.d. þvi hver sé höfundur Njálu. Lýsing móðurinnar er nærfærnari og henni tengist fegursti kafli bókarinnar, kaflinn, „Það að lesa bænirnar sínar” er hún leggst upp í rúm með börnum sínum og nánast samsamast þeim og þau henni. Móðirin á sér sögu líkt og faðirinn og hana hrikalega. „Ég vissi [...] eiginlega aldrei hvað ég var sjálf. Nema það að ég var ekki barn." (bls. 37), sem ekki var von. Hún var á barnsaldri gerð ábyrg fyrir húsverkum og uppeldi yngri systkina sinna og auðvelt er að sjá að sálin hefur beðið hnekki. Með dularfullum hætti tel- ur hún hins vegar að hún hafi notið sérréttinda með þessum þrældómi, verið tekin fram yfir systkini sín. Engan þarf að undra þótt slík kona hafi litla samúð með leikjum barna sinna og kalli það að „fiflast”. Báðir foreldrar sögumanns okkar bíða sálartjón í æsku sinni og ná sér aldrei að fullu. Konur fá meiri lýsingar í bók Guðbergs, ekki síst „kerlingarn- ar”. Ógleymanleg með öllu er t.d. lýsing móðurömmunnar sem er slikur dugnaðarforkur að hún getur ekki lokið setningum sem hún byijar á, hvað þá umræðuefnum hveiju sinni. Gesti sína skil- ur hún eftir yfir kaffi en þýtur til verka sinna. I annan stað hefur hún fundið sér sæluheim þar sem blóm og ilmur þeirra ríkir. Þess er ekki að vænta að menningarlíf blómstri við slíkar að- stæður sem Guðbergur lýsir - þótt vitað sér að margir listamenn sóttu staðinn heim. List þeirra náði náttúrlega einungis til fárra, þeirra sem meira máttu sín. Kaldalóns kemur lítíllega við sögu en ekki sem listamaður heldur tanntökumaður, og hann ekki merkilegur á því sviði. Gunnlaugur Scheving málaði eitt sinn mynd af húsi þeirra og þá blasti við öllum að höllin stóð ekki undir nafni, enda hét myndin Skjöld- ótt hús. Þetta er mikil saga og það á ekki að gleypa hana í sig heldur lesa hægt og varlega og læra af. Stíllinn og hið bælda háð, stórfengleg fyndni í bland við nærfærni og ljóðrænu, gera söguna að einstöku verki. SS Faðir og móðir og dulmagn bernskunnar hlaut nýlega íslensku bókmenntaverðlaunin 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.