Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2000, Síða 16

Frjáls verslun - 01.07.2000, Síða 16
FORSÍÐUGREIN Frumkvöðull Stundum er mikilvægt að vera réttur maður á réttum stað. Þetta byrjaði sem könnunarverkefni fyrir varaforseta alheimsmarkaðssviðs Ford. Eg var beðinn um að kanna hver stefnumótun fyrirtækisins ætti að vera í framtíðinni. Þegar ég var búinn að leggja fram skýrslu var mér sagt að koma tillögum mínum í verk. Það var fyrir tæpum þremur árum. Síðan hef ég byggt upp starfsemi Ford á Netinu og mótað í framhaldi af því ferlana inn- an fyrirtækisins í Bandaríkjunum. Starfsemin byijaði sem deild sem átti að sjá um innkaup og sölu hjá öllum Fordumboðum í Kanada og Bandaríkjunum og þróaðist smám saman í það að verða sjálf- stætt fyrirtæki. Eg sá líka um nýtt sölukerfi á vefnum þar sem viðskiptavinurinn gat fengið bílinn sniðinn að sínum þörfum," segir Þorgeir Ibsen Þorgeirsson. Ford náði forystunni Þorgeir er 34 ára gamall Hafitfirðingur sem hefur náð ótrúlega langt á skömmum tima innan Ford stór- veldisins í Bandaríkjunum. Á aðeins sex mánuðum var hann kominn með stóra deild, 70-80 starfsmenn, og uppbyggingastarf þessa bandaríska stórfyrirtækis á Netinu á sína könnu. En hann brást ekki því trausti sem honum var sýnt Ford fór á undraverð- um hraða úr því að vera h'tt þekkt yfir í það að taka forystuna á Netinu. Þorgeir notaði meðvitaða aðferðafræði til að ná árangri. Hann blandaði saman fólki sem kom utan fyrirtækisins og reyndum starfsmönnum innan úr fyrirtækinu. Nýja fólkið átti að leiða deildina í átt að tæknilausnum og nýjum viðskiptamódelum en reyndu starfsmennirnir áttu að gefa deildinni traust og trú- verðugleika innan fyrirtækisins. Allir voru þessir starfsmenn opnir fyrir breytingum og leiðtogar hver á sínu sviði. Þorgeir beitti líka öðruvísi aðferðum í sínu daglega starfi. Þorgeir byggði uþþ vefFord frá uþþhafi. Slóðin erford.com. 16 Hann beið til dæmis ekki eftir leyfi að ofan heldur notfærði sér svigrúmið til hins ítrasta og lagaði einfaldlega ijár- mála- og starfsmannakerfi Ford að Netinu og þörfum deildarinnar. Ef hann þurfti að ná í aðra stjórnendur þá ræddi hann málin þegar hann hitti þá á göngunum eða hringdi þegar þeir voru á leiðinni heim úr vinnunni frem- ur en að panta fund og bíða. Hann hvatti líka samstarfsmenn sína, sem fljótlega voru orðnir um 100 talsins, til að starfa sjálfstætt og taka fremur ákvarðanir en að bíða eftir því að hann gerði það. Starfsemin varð árangursrík og skotheld. „Þetta hefur verið mjög skemmtileg ganga þar sem við höf- um haft það einstaka tækifæri að breyta stefnumótun og áhersl- um fyrirtækisins. Við gátum haft þau áhrif að kjörferlar fyrir- tækisins breyttust án þess að mikið væri gert úr þvi. Við kom- um til dæmis á beinni sölu til viðskiptavina á Netinu án þess að umboðin væru sett til hliðar. Við spurðum aldrei um leyfi til þess. Við létum bara á það reyna,“ segir hann. Gengið frá bílakaupum á Netinu Deild Þorgeirs hét „eConsu- mer Group“, deild rafrænna viðskipta, og tilheyrði hún einni af helstu viðskiptaeiningunum innan Ford, „Consumer Connect" sem þýða mætti sem tenging við viðskiptavini. I lok síðasta árs var áherslunni breytt og nýtt fyrirtæki stofnað í samstarfi við Trilogy Software frá Austin í Texas. I því sameinast tækni og þekking starfsfólksins úr deildinni sem Þorgeir stýrði. Nýlega var svo tilkynnt um stofnun annars fyrirtækis, Ford Direct, sem er samstarfsverkefni milli Trilogy og ríflega ijögur þúsund bíla- umboða í Bandaríkjunum. Nýja fyrirtækið á að reka forddirectcom, vef þar sem viðskiptavinir geta fengið upplýs- ingar um allt sem við kemur kaupum á bifreiðum Ford og geng- ið frá kaupunum á vefnum. Margur gæti haldið að Netið væri ekki hentugt til bílaviðskipta en Þorgeir segir að það sé þveröf- ugt, á örfáum mínútum geti viðskiptavinir aflað sér nauðsyn- legra upplýsinga og gengið frá bílakaupum í gegnum Netið. „Við vorum sannfærðir um að fólk myndi ekki kaupa bíla á vefnum en við sjáum að stór hluti fólks hikar ekki við að ganga frá viðskiptum sínum með þessum hætti. Um helmingur þeirra sem keyptu bíla í Bandaríkjunum í fyrra notuðu vefinn að ein- hveiju leyti við kaupin. Sex prósent gengu ffá kaupunum og fóru aldrei inn í umboð nema til að taka við lyklunum. í sumum tilvikum var komið með bílinn og hann afhentur heima hjá við- komandi. Um þijú prósent af öllum bílakaupum voru endanlega afgreidd á vefhum. Það er frábært hlutfall en ekki má gleyma því að hluti af þessum viðskiptum eru viðskipti frá fyrirtæki til fyrirtækis þar sem viðskiptavinurinn endurnýjar samninga sjálf- virkt á Netinu," segir hann. Þorgeirlbsen Þorgeirsson er mabur- inn sem byggði upp Ford á Netinu í Bandaríkjunum. Innan fyrirtækisins er litið á hann sem brautryðjanda og pví hefur hann verið fenginn til að leiða uppbyggingu jyrirtækisins á Netinu i Evrópu. Eftír Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Myndin Geir Ólafsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.