Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2000, Síða 23

Frjáls verslun - 01.07.2000, Síða 23
Við Borgartún 20 koma sjö menn saman á hverjum morgni klukkan hálfníu og halda fund sem stendur yfir í klukkustund. Farið er yfir verkefni dagsins og fjárfest- ingar - sem og það sem gerðist daginn áður. Þetta eru nafn- kunnir starfsmenn fjárfestingarfélagsins Gildingar; þeir Þórður Magnússon, Heimir Haraldsson, Arni Oddur Þórðar- son, Magnús Magnússon, Andri Sveinsson, Bjarni Þórður Bjarnason auk Olgu Sverrisdóttur, ritara. Segja má að félag- inu hafi lostið niður eins og eldingu í íslenskt Ijármálalíf, svo mikla athygli vakti stofnun félagsins hinn 7. júní sl. sem og hið mikla hlutafé þess, eða um 7,1 milljarður, en það er með því mesta sem þekkist í íslenskum fyrirtækjum. Allir eru starfsmennirnir hluthafar - mjög misstórir þó - og tengjast þeir, ijölskyldur þeirra og þeim skyldir aðilar, fyrirtækj- um sem eiga um fimmtung í félaginu; eða að andvirði um 1,4 milljarða. Starfsmennirnir leggja því stóran hluta eigna sinna inn í félagið; nánast allt undir. Gilding er hvorki banki né verð- bréfafyrirtæki og veitir enga almenna ijármálaþjónustu. Það á því engan viðskiptavin í hefðbundinni merkingu þess orðs. Það leggur áherslu á Jjárfestingar í skuldabréfum og fyrirtækjum á Islandi og í Evrópu. Hlutaféð verður allt inngreitt í beinhörðum peningum. Um sex jaihar mánaðarlegar greiðslur er að ræða og hefur helming- ur hlutaijárins þegar verið greiddur inn en lokagreiðslan verð- ur 1. desember nk. Félagið ætlar sér hins vegar mun meira fé til ijárfestinga en hlutaféð, það hyggst verða með um 13 millj- arða króna að láni að jafnaði á næstu misserum þannig að efna- hagsreikningur félagsins verði í kringum 20 milljarða þegar fé- lagið verður komið á fullt ról. Gilding stefiiir að skráningu á verðbréfamarkaði hér á landi eða erlendis innan fárra ára. Helsta markmið félagsins er að ná 25% árlegri arðsemi eiginijár sem þýðir þreföldun á núverandi eiginfé á fimm árum. Næst 25% arðsemi við núverandi aðstæður? Þetta er metnað- arfullt markmið um ávöxtun. En næst það eins og verðbréfa- markaðurinn lítur út núna? „Við gerum okkur góðar vonir um það,“ segja framkvæmdasijóri og stjórnarformaður félagsins, þeir Heimir Haraldsson og Þórður Magnússon - en eftir fyrstu skrefin er félagið komið vel af stað í fjáríeslingum. „Verð hlutabréfa á Verðbréfaþingi hefur að jafnaði lækkað verulega frá því það reis hæst um miðjan febrúar og fyrirtæki sem eru á leið á markað taka mið af því verði. En spurningin er auðvitað sú hvort verð bréfa eigi almennt eftir að lækka frekar. Því er erfitt að svara. Oft heíúr það líka lítið upp á sig að alhæfa um markaðinn, betra er að skoða hvert fyrirtæki fyrir sig og meta hlutabréfaverð þess og vaxtatækifæri," segir Heimir. Hátt verð en tækifæri fyrir hendi Þórður bætir við: „Raunar sýn- ist okkur verðið á íslenska markaðnum enn nokkuð hátt í sam- anburði við erlenda markaði. Hins vegar eru, hafa verið, og munu verða veruleg tækifæri á íslenska hlutabréfamarkaðnum. Það eru alltaf félög inni sem eru á tiltölulega hagstæðu verði. Feðgarnir, Þórður ogArni Oddur, tengjast Eignarhaldsfélaginu Eyri sem er annar tveggja stœrstu hluthafanna, með 8,82% hlut. Heimir Haralds- son á hlutafélagið Safn ehf. sem á 3,70% hlut. Bjarni Þórður tengist Xaþata S.A sem á 3,14% en þetta er félag sem er m.a. í eigu þeirra brœðra Bjarna Þórðar, Stefáns og Júlíusar Bjarnasona. Magnús Magn- ússon tengist Bergstöðum sf. sem á 2,03% hlut í Gildingu, Andri Sveins- son ogJjölskylda hans á 1,59% hlut. Andri Sveinsson, 29 ára viðskiþtafræðingur, var erlendis þegar hóþ- myndin var tekin. Hann er lykilstarfsmaður hjá Gildingu og einn eigenda fyrirtœkisins. Ennfremur eru oft á tíðum miklar sveiflur í verði hlutabréfa og hægt er að notfæra sér það ef rétt er spáð í spilin. Þá er hagkerf- ið okkar að róast og þenslan að minnka. Um stundarsakir verð- ur hagvöxturinn e.tv. rólegri en í Evrópu. Hins vegar byggir at- vinnulíf okkar Islendinga á sterkum grunni og það mun skila sér í áframhaldandi framförum og vexti efnahagslífsins. Mörg tæki- færi blasa við - og víða eru sóknarfæri hérlendis að okkar mati.“ 22 stærstu hluthafar Gildingar Eignarhaldsfélagið Eyrir ehf......................... 8,82% Þorsteinn Vilhelmsson, f.h. fjárfesta................ 8,82% Kristján Guðmundsson hf., f.h. fjárfesta............. 7,05% Lífeyrissjóðurinn Framsýn............................ 4,23% Fjárfestingarsjóður Búnaðarbankans hf................ 4,23% Óháði fjárfestingarsjóðurinn hf...................... 4,23% Safn ehf. og dótturfélög............................. 3,70% Xapata S.A........................................... 3,14% Elfar Aðalsteinsson, f.h. fjárfesta.................. 3,00% Jón Helgi Guðmundsson, f.h. fjárfesta................ 2,82% Lífeyrissjóður sjómanna.............................. 2,12% IsoportS.A........................................... 2,12% Bergstaðirsf......................................... 2,03% Búnaðarbanki íslands hf.............................. 1,76% Frjálsi fjárfestingarbankinn hf...................... 1,76% Samvinnulífeyrissjóðurinn ........................... 1,76% Hlutabréfasjóður Búnaðarbankans hf................... 1,76% Kaupfélag Árnesinga.................................. 1,76% Íslandsbanki-FBA hf.................................. 1,76% Kaupþing hf.......................................... 1,76% Landsbankinn Fjárfesting hf.......................... 1,76% Mallard S.A./Össur Kristinsson....................... 1,76% Vátryggingafélag íslands hf.......................... 1,76% Samtals............................................. 73,92% Aðrir hluthafar..................................... 26,08% 23
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.