Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2000, Page 20

Frjáls verslun - 01.10.2000, Page 20
Um 2,6 til 2,7 milljarðar. Vifilfell. Sagt er ab verðhugmyndir íþeim kaupviðrœðum sem núna standa yfir séu á bilinu 2,6 til 2,7 milljarðar. Um 2,1 til 2,2 milljarðar. Ölgerð Egils SkaUagrímssonar. Íslandsbanki-FBA í samstarfi við Gildingu keypti jyrirtækið nýlega og er kaupverðið sagt hafa verið á bilinu 2,1 til 2,2 milljarðar. FV-mynd: Geir Olajsson Um 1,5 milljarðar. Sól-Víking hefur leikið lykilhlutverk í baráttunni á öl- oggosdrykkja- markaðnum. Markaðsverð fyrirtœkisins er um 1,5 milljarðar um þessar mundir. 300 milljónir króna. Núna er það metið á um 1,5 milljarða. Af þessari sögu leiðir að mjög sterk tengsl hafa verið á milli Vífilfells og Sólar-Víkings. For- stjóri Vífilfells og stjórnarformaður Sólar-Vík- ings eru og hafa verið sami maðurinn. Varla er því hægt að segja að ný blokk sé að myndast á markaðnum með fyrirsjáanlegum samruna Víf- ilfells og Sólar-Víkings. Að vísu munu hvorki Baldvin Vaidimarsson, framkvæmdastjóri Sólar- Víkings, né aðrir stjórnendur innan Sólar-Vík- ings eða Vífilfells vera innanborðs í fjárfestingar- hópi Þorsteins. Það hlýtur að teljast fremur sér- kennilegt Þeir sem þekkja til segja raunar að afar stirt hafi verið á milli Þorsteins og Baldvins um nokkurt skeið og að Þorsteinn hafi hann ekki inni í myndinni í Vífilfells/Sólar-Víkings samsteypunni. Því er meðal annars haldið fram að Baldvin hafi verið viðloðandi tilboð Lands- bankans og EFA í meirihlutann í Sól-Víkingi á dögunum og keppt þannig við Þorstein um fyr- irtækið. Aðrir stjórnendur eru heldur ekki í íjár- festingarhópi Þorsteins en ætla verður að Þor- steinn þurfi að veita þeim kauprétt á hlutabréf- um í fyrirtækinu þegar það fer á markað. Barist um bréfin - sinnuleysi Íslandsbanka-FBA Það gekk ekki samkeppnislaust fyrir sig hjá Kaupþingi hf. á fslandi að ná meirihlutanum í Sól- Víkingi mánudaginn 6. nóvember sl. og er það kapítuli út af fyrir sig. Barist var um bréfin og má fúrðulegt teljast í þeirri baráttu hvað íslands- banki-FBA hafði sig lítið í frammi, nýbúinn að kaupa Ölgerðina, því samlegðaráhrifin væru mun meiri með sameiningu Sólar-Víkings við Öl- gerðina en Vífilfell. Ölgerðin er nýbúin að byggja upp glæsilegt og nýtískulegt brugghús og hefði því með sameiningu getað lagt bjórverksmiðju Sólar-Víkings á Akureyri niður en þar er allur bjór þess bruggaður og fluttur suður á höfuð- borgarsvæðið með lilheyrandi kostnaði. Islands- banki-FBAkom í raun aldrei með formlegt tilboð heldur mun það hafa verið óformlegt og nokkuð háð skifyrðum eftir því sem næst verður komist Vissulega hefði Islandsbanki-FBA tekið nokkra áhættu með því að kaupa meirihlulann í Sól-Vík- ingi því samkeppnisyfirvöld hefðu getað hafiiað sameiningu þess við Ölgerðina. Lögfræðingar skiptast þó algerlega í tvo hópa hvað það snertir. Eitt er víst að samkeppnisyfirvöld gætu ekki haldið því fram að með einum bjórframleiðanda hérlendis ættu neytendur aðeins kost á íslensk- um bjór. Samkeppnin er mikil við erlendar bjór- tegundur. En hvað um það, bæði Kaupþing hf. á íslandi og Landsbankinn í samvinnu við EFA, Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn, komu með tilboð. Þar hafði Kaupþing betur. Þorsteinn mfssti nær af Sól-Vikingi Margir hafa velt því fyrir sér hvort einhverjir raunhæfir 20

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.