Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2000, Page 47

Frjáls verslun - 01.10.2000, Page 47
imyndarauglýsing fyrst og fremst Auglýsingín er ímyndar- auglýsing sem ætlað er að byggja upp langtímaáhrif fyrir ímynd Húsasmiðjunnar og ætluð er fyrir sjónvarp,“ segir Guðlaugur hjá íslensku auglýsingastofunni. Hugmyndin er sú að myndir úr auglýsingunni verði notaðar í dagblöð, tíma- rit og umhverfisgrafík, ásamt sjónvarpi. I hugmyndavinnunni lagði íslenska auglýsingastofan til að tengja auglýsinguna við síðustu ímyndarauglýsingu Húsasmiðjunnar, sem gerð var árið 1995, og þótti lagið tilvalinn kostur. Ahersla var lögð á að auglýsingin yrði í senn ögrandi og fáguð. Textinn að þessu sinni var huglægur og höfðaði til tilfmninga í stað hlutlægra þátta áður og umhverfið haft „tímalaust“, líkt og í eldri aug- lýsingunni." Thor og Sjón í góðum félagsskap Fjöldi fólks kemur fram í auglýsingunni og nokkrir þekktir einstaklingar þar á meðal. Hægt er að þekkja Thor Vilhjálmsson, Sjón, Dýrleif, Kormák, Ingibjörgu Stefánsdóttur, Finnboga Stefánsson og Daníel Magnússon, svo eitthvað sé nefnt. I allt koma fram milli 20 og 30 einstaklingar, sem hlýtur að teljast óvenjulegt í mynd sem ekki er nema 30 sekúndur að lengd. „Eg ákvað að nota svart/hvítar myndir sem væru í ætt við listrænar ljósmyndir og úr því þróaðist að hafa alla í auglýs- ingunni nakta. A hverri mynd er því aðeins manneskjan ásamt einhveiju af vörum þeim sem í Húsasmiðjunni fást og umhverfið valið með tilliti til efnisins. Við mynduðum á stöð- um sem eru á einhvern hátt sérstakir eða fallegir, til að mynda á listasöfnum og stofnunum þar sem er skemmtilegur arkitektúr til þess að mynda listrænan bakgrunn. Nokkrar myndir voru svo teknar í stúdíói." Samtenging Víð þekkt listaverk Sumar myndanna eru eftir- gerðir af frægum ljósmyndum eða listaverkum. Hægt er að þekkja m.a. Kringlukastarann og málverk Velaces þar sem stúlka liggur í forgrunni og engill heldur á spegli. Þetta ger- ir myndina að mörgu leyti skemmtilega því þeir sem til þekkja hafa gaman af því að skoða og finna samtengingu við þekkt verk. Annað er að myndin er tekin á þreföldum hraða og því hreyfist allt mjög hægt sem myndar stemmningu í myndinni. Filman var unnin í Danmörku þar sem ekki eru til tæki hér á landi til að vinna svart/hvítar myndir á þann hátt sem þurfti til. „Snemma í vor var farið að velta fyrir sér leiðum sem hægt væri að fara en líklega hefur hugmynda- og undirbúnings- vinna tekið um tvo mánuði,“ segir Björn. „Það er alltaf nokk- ur hluti tökunnar sem lendir „á gólfinu", eins og sagt er. Upp- takan sjálf tók íjóra daga og við þurftum oft að vinna á kvöld- in þegar ekki var hægt að mynda að deginum vegna opnun- artíma. Mikill íjöldi fólks kom að gerð myndarinnar, bæði við framleiðslu hennar og á auglýsingastofunni. Eg mundi giska á að ekki færri en tvö hundruð manns hafi unnið við þessa auglýsingu þegar allt er talið.“ B3

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.