Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2000, Page 53

Frjáls verslun - 01.10.2000, Page 53
Þegar hann gengur um fyrirtœkib hverfa hlutir af borðum. Hann gramsar í handtöskum og hirðir peningaveski og lykla því að þeir koma sér jú vel til að brjótast inn um nóttina... Verðmætin í læsta skúffu Námskeið hafa verið haldin í fyrirtækjum, sem eru með verslanir, t.d. Húsasmiðjunni auk námskeiða í Kringlunni og miðborginni, en lögreglan hefur einnig farið í önnur fyrirtæki og veitt leiðbeiningar þótt ekki hafi beinlínis verið um námskeið að ræða. Guðmundur kannast vel við að inn á borð lögreglunnar berist mál þar sem gengið hefur verið inn í fyrirtæki, gramsað í yfirhöfnum og lyklum hnuplað svo að hægt sé að láta til skarar skríða að nóttu til, öllu fémætu stolið og jafnvel gengið út með heilu tölvurnar um hábjartan dag. „I þessum tilvikum er ekki um annað að ræða en að hringja á lögregluna," segir hann. Að öðru leyti verða viðbrögð starfsmanna að fara eftir aðstæðum. Ef einhver þeirra treystir sér t.d. til þess að hlaupa á eftir þjófnum og stöðva hann þar til lögreglan kemur þá er slíkt ekki útilokað. Guðmundur mælir með því að starfsmenn fyrirtækja skoði öryggi sitt og Guðmundur Gígja, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni í Reykjavík. útilýsing ásamt hæðarmerkingum við útidyr þannig að vitað sé hve hár þjófurinn er. Lögreglan býður upp á námskeið fyrir verslunarmenn og ránsæfingu, þar sem starfsmönnum er m.a. kennl að skrifa niður lýsingu á þjófnum auk þess sem lögreglan ætlast til þess að hvert fyrirtæki hafi sínar eigin reglur um hvernig eigi að bregðast við innan fyrirtækisins ef rán kemur upp, hver eigi að tilkynna það, hvaða yfirmann eigi að kalla á vettvang o.s.frv. Þá er mælst til þess að gerð sé áætlun um áfallahjálp fyrir starfsfólk. Að ífæðslunni lokinni fyllir lögreglan út vottunarblað og límir upp tilkynningu um að á þessum stað séu „varnir gegn vágestum". „Þetta merki táknar að í þessari verslun sé ekkert að hafa,“ segir Guðmundur. aðstæður, fylgist vel með umferð óviðkomandi um vinnustaðinn og gæti þess að skilja ekld verðmæti eftir í yfirhöfn í fatahengi eða hangandi innan á hurð heldur læsi slíkt ofan í skúffu. Þannig sé best að koma í veg fyrir þjófnað á vinnustöðum. Bjallan er eínföld lausn Arni Guðmundsson, deildarstjóri öryggisgæsludeildar hjá Securitas, hefur heyrt af því að þjófar fari inn í fyrirtæki á almennum vinnutíma og beri út verðmæti, t.d. fartölvur, GSM síma, skjávarpa og önnur raftæki. Hann mælir með því að umgengnishættir séu skoðaðir í fyrirtækjum og línur lagðar um hvernig umgengni 53

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.