Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2000, Page 89

Frjáls verslun - 01.10.2000, Page 89
FYRIRTÆKIN Á NETINU Metnaðarfullt starf á Netinu Eftir Gudrúnu Helgu Sigurðardóttur. W Islensk erfðagreining, IE, hefiir metnaðarfulla starfsemi á slóðinni www.decode.is og www.decode.com. Þó að fyrirtæk- ið sé ungt, aðeins fjögurra ára gamalt er vefur þess óvenju langt kominn á þróunarbrautinni. Hann er fróðlegur og aðlað- andi, litríkur og smekklegur, vel skipulagður með nauðsynleg- um upplýsingum um fyrirtækið og starfsemi þess. Fræðslu og kynningu um starfsemi fyrirtækisins er komið á framfæri á ein- faldan og skýran hátt. Forsíðan, eldrauð og smekklega hönnuð. Þessi rnynd í dag og kannski verður ötinur á morgun. Rautf sem eldurinn Forsíðan er vel hönnuð og falleg, eldrauð með mynd, sem virðist vera skipt um reglulega, og einkunnar- orð fyrirtækisins og markmið fara ekki framhjá neinum, þau birtast hvítum stöfum á rauðum grunni. Forsíðan er byggð upp á hefðbundinn hátt með valhnöppum, leit og mynd. Valhnapp- ar eru fáir en skýrir; fyrirtækið, ijárfestar, fréttir, verkefni, ítar- efhi og loks er hægt að fá enska útgáfu á www.decode.com. Þegar smellt er á valhnappa birtist undirefnið og það greinist i undirsíður á skýran og þægilegan hátt. Þannig er til dæmis fjallað um lykilstjórnendur tyrirtækisins undir valhnappnum „fyrirtækið" og í langflestum tilfellum er birt mynd með um- ijöllun um viðkomandi. Textar eru stuttir, skýrir og hnitmiðaðir án þess að vera stutt- aralegir og þeir koma á framfæri nauðsynlegri fræðslu um starf- semi fyrirtækisins, hvort sem það er spurning um rannsóknar- verkefni, gagnagrunninn, sjúkdóma eða annað það ítarefhi sem er í eigu fyrirtækisins eða starfsmanna þess. Þetta er gert án þess að það komi niður á fræðslugildinu, þvert á móti er þetta dæmi um miðlun efnis, sem mörgum gæti þótt illskiljanlegt og leiðinlegt, á auðlesinn, aðlaðandi og skemmtilegan hátt. í gegnum siu Vefur IE gefur ýmsa möguleika fyrir þá sem vilja fylgjast með starfsemi fyrirtækisins, hvort sem það eru Fréttatilkynningar eru birtar á vefnum. Einnig er hœgt að gerast áskrifandi að þeim. íjárfestar, blaðamenn eða áhugamenn um starfsemi fýrirtæk- isins. Notandinn fær ágætis þjónustu og í sumum tilfellum er hann leiddur áfram, l.d. ef hann vill' fylgjast með hluthafa- fundi á Netinu. Þannig er auðvelt að gerast áskrifandi og fá sendar fréttatilkynningar um starfsemi fyrirtækisins. Einnig er hægt að lesa og leita í greinasafni sérfræðinga Islenskrar erfðagreiningar. Hægt er fylgjast með lausum störfum og sækja um starf hjá Islenskri erfðagreiningu og þannig mætti lengi telja. Einn er þó galli á gjöf Njarðar og hann er sá að ekki er hægt að nálgast upplýsingar um einstaka starfsmenn fyrir- tækisins. Aðeins er ljallað um lykilstarfsmenn og því er ekki hægt að forvitnast um starfsmenn í deildum fyrirtækisins eða nálgast netföng þessara starfsmanna á Netinu. Þannig er að- gengi miðstýrt og allur póstur látinn fara í gegnum síu hjá íýrirtækinu.S!] Undir valhnappnum lykilstarfsmenn er hægt að lesa stutt ágrip um helstu stjórnendur fyrirtœkisins. Hér er til dœmis fjallað um Hannes Smárason aðstoðarforstjóra. Ekki eru gefnar upplýsingar um aðra starfsmenn. 89

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.