Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2000, Page 92

Frjáls verslun - 01.10.2000, Page 92
Skenimtilegast er að gefa svokallaðar Magnum flöskur en það eru flöskur sem taka um 1,5 lítra. Vínið í þessum flöskum þroskast betur en í venjulegum flöskum oggeymist mun betur. FV-mynd: Geir Ólafsson Léttvín til jólagjafa Hvað á að gefa miðaldra karli í jólagjöf og hvað þá ef viðkomandi er í stjórn- unarstörfum og sæmilega efnum búinn? Flestír sem komnir eru yfir miðj- an aldur eiga orðið flesta skapaða hluti, það mun vera nokkuð auðveldara að velja heppilegar gjafir fyrir konur. Léttvín verður sífellt vinsælli gjafa- vara enda er vart hægt að hugsa sér betri gjöf, því hún hentar bæði körlum og konum. Undanfarin fimm ár hefur verið vinsælt að gefa körfur með margskonar góðgætí í, svo sem gæsalifur og ostum auk víns. Fyrirtæki sem hyggjast gefa viðskiptavinum sín- um eða starfsfólki gjaíir ættu að huga vel að því hvaða vín eru val- in, vin í matarkörfu þarf að vera vín sem tílbúið er tíl neyslu en ef vínið er gefið eitt og sér má það gjarnan vera vín sem geyma þarf í einhvern tíma. Þá er skemmtílegra að gefá fólki fáar flöskur af góðu víni en margar af meðaldýru eða ódýrara víni. Skemmtíleg- ast er að gefa svokallaðar Magnum flöskur en það eru flöskur sem taka um 1,5 litra. Vínið í þessum flöskum þroskast betur en í venjulegum flöskum og geymist mun betur. Því miður er litíð úr- val af góðum vínum í Magnum flöskum tíl hér, en einstaklingar og fýrirtæki geta snúið sér til umboðsfyrirtækja hinna ýmsu vína sem hér eru á boðstólum og beðið þau um að panta gæðavín í Magnum flöskum. En hvaða vín henta vel til jólagjafa? Það er vita- skuld smekksatriði og fjöldi góðra vina kemur tíl greina. Ég vildi þó mæla með Bordeaux vinunum. Frá Bordeaux koma mörg af bestu vínum heims, vín sem flestír þekkja og kunna að meta. Bordeaux Bordeaux vínin hafa algjöra sérstöðu í vínheiminum. Skilyrði til vín- ræktar eru einstök frá náttúrunnar hendi í héraðinu. Bordeaux vínin eru í stöðugri þróun og gæði þeirra hafa aldrei verið meiri en nú á síðari árum. Flokkunarkerfið frá 1855, þar sem víngerðarhallirnar voru flokkaðar eftir gæðum, hefur svo sannarlega tryggt að Bor- deaux vínin eru jafnan í hæstu mögulegu gæðaflokkum. Vissu- lega eru öll árin ekki jafn góð og hefur það vissulega áhrif á verð Bordeaux vínanna. Mörg hinna bestu Bordeaux vína selj- ast á uppboðum fyrir ótrúlegar fjárhæðir. Sem dæm má nefna að gæðavínið Mouton-Rothschild gaf á timabilinu 1982 til 1997 mun betri ávöxtun en hlutabréf á verðbréfamörkuðum í Evr- ópu. Margir fjárfestar kaupa því mikið magn af hallarvínunum ffá Bordeaux og á það sinn þátt í því hvað þau eru hátt verð- lögð í vínheiminum. Sagt er að í Evrópu kaupi menn Bordeaux vínin til þess að selja þau aftur, Bandaríkjamenn til að safna og monta sig af en Asíubúar kaupi hins vegar vínin til þess að drekka þau. Eins og áður hefur komið fram sveiflast verð Bor- deaux vínanna nokkuð eftir árgöngum. Sem dæmi má nefna að 1984 var mjög dapurt ár og enn má finna flöskur af þessum ár- gangi á tiltölulega lágu verði. Góð ár, eins og t.d. 1989 og 1990, eru nánast að verða uppseld. 1997 var frekar magurt ár í Bor- deaux og þess vegna er mikið framboð af Bordeaux vínum á markaðnum af þessum árgangi. Gœðavínið Mouton-Rothschild gafá tímahilinu 1982 til 1997 mun betri ávöxtun en hlutabréfá verðbréfa- mörkuðum í Evrópu. 92

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.