Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2000, Síða 98

Frjáls verslun - 01.10.2000, Síða 98
Anna Þorsteinsdóttir í verslun sinni, Anas, í verslanamiðstöðinni Firði í Hafnarfirði. „Ahugamálin eru ferðalög, bœði innanlands og utan, “seg- ir hún. FV-Mynd: Geir Olafsson Anna Þorsteinsdóttir, Anas Efdr Vigdísi Stefánsdóttur Anna Þorsteinsdóttir rekur verslunina Anas í verslunarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði. Með fjög- ur börn, eiginmann og jeppa, ásamt rekstri verslunarinnar, hefur Anna hendur sínar full- ar og henni leiðist ekki hæt- ishót. Verslunin Anas er stór og björt, innréttingarnar eru ný- stárlegar og grípa augað. Notaleg tónlist mætir manni og eigandinn, Anna Þor- steinsdóttir, raðar upp vörum og afgreiðir viðskiptavini. „Eg hannaði sjálf innrétt- ingarnar," segir Anna, sem opnaði verslunina fyrir rúmu ári. „Þær hafa vakið nokkra athygli en líta þannig út að fólk telur vörurnar dýrari en þær eru og þess vegna kem- ur það ánægjulega á óvart hve gott verðið er.“ Anna segist flytja inn allar vörur í verslunina sjálf, mest frá dönskum hönnuði sem hún kynntist á ferðum sínum í Danmörku. „Þessi hönnuður hentar mér mjög vel, hún vinnur úr vönduðum efnum og sniðin hjá henni eru góð,“ segir Anna. „Fötin eru svolít- ið öðruvísi en víðast hvar annars staðar en þó þannig að fólk á öllum aldri getur fundið eitthvað við sitt hæfi. Það sem ég ekki get keypt frá þessum hönnuði kaupi ég annars staðar til þess að hafa vörulínuna heildstæða." Komin lil að vera Anna seg- ist eingöngu kaupa inn það sem hún hrífist af sjálf, enda ekki treysta sér til að velja á annan hátt. Það gangi hins vegar nokkuð vel og hún er ánægð með viðtökurnar sem verslunin hefur fengið. Hef- ur enda fest kaup á húsnæð- inu og er komin til að vera í Firði. Með henni í afgreiðsl- unni eru tvær stúlkur sem koma eftir hádegið alla daga en fýrir hádegið seinni hluta vikunnar. „Eg vann í versluninni Elf- ur um 10 ára skeið og þar má segja að ég hafi fundið mína hillu í lífinu," segir Anna. „Mér líkaði þar ákaflega vel og tók þátt í innkaupum er- lendis ásamt dóttur eigand- ans. Þegar verslunin hætti vissi ég að verslunarstörf voru það sem ég vildi starfa við í framtíðinni." Með fjögur börn er þetta talsvert mál, enda segir Anna mikla vinnu liggja að baki og stöðuga. „Eg fór margar ferðir til út- landa á síðasta ári en það voru allt vinnuferðir og held- ur strembnar." Ekið á fjöll Eiginmaður Önnu er Karl Rútsson og þeirra helsta áhugamál er að fara á jökla og fjöll. „Við eigum stóran jeppa sem við förum á um landið eins oft og við getum,“ segir hún. „Því miður eru þær stundir allt of fáar sem við höfum til þess og lítið um sumarfrí síðustu ár. En við höfum gjarnan tekið börnin með okkur og ég man eftir því að eitt sinn fórum við á Vatnajökul, þá með yngsta barnið 9 mánaða. í það skipt- ið stóð mér ekki á sama enda höfðum við daginn áður farið um Bárðarbungu og fest okkur í sprungu. Þetta gekk þó allt vel og sólin skein fal- lega á meðan við ókum um jökulinn. Annars eru áhuga- málin að mestu bundin ferðalögum, bæði innan- lands og utan, og draumur- inn sá að geta skoðað og ferðast um ókunn lönd og haft til þess tíma.“ BD 98
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.