Helgarpósturinn - 18.05.1995, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 18.05.1995, Blaðsíða 12
12 HVAÐ KLIKKAÐI? Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir: „Það er greinilega einhver brotalöm á liðinu. Ég held að leikmennirnir séu of stressaðir og ekki nógu agaðir í heildina. Þeir þola ekki þetta álag þó þar séu undantekning- ar eins og Geir Sveinsson sem er leikmaður á heims- mælikvarða." Margrét Frímannsdótt- ir: „Ef við miðum okkur við þessar milljónaþjóðir þá finnst mér strákarnir okkar hafa staðið sig nokkuð vel en þeir mættu hafa meira úthald." Rósa Ingólfsdóttir: „Það vantar ungmennafé- lagsandann í íþróttir, það er kominn einhver plast- tónn í þetta. Heimsmeist- aramótið var ómarkvisst skipulagt frá upphafi til enda og þar með var sál- fræðipunkturinn í lama- sessi en hann er uppi- staða keppnisandans sem er aðall íþróttanna." Þórarinn V. Þórarins- son : „Ég veit það ekki. Ég hef skoðanir á svo mörgu að ég ætla að áskilja mér rétt til þess að hafa ekki skoðun í þessu máli. Ég er svo skelfilega lítill íþróttamaður, ég er svona stofumaður í þeim efnum og set mig því ekki í dómarastól." Thor Vilhjálmsson: „Hvað segirðu, töpuðum við í kvöld? Vorum við ekki úr leik í gær? Ég get ekki svarað hvað fór úr- skeiðis en þetta er leiðin- legt því þetta eru dugnað- arstrákar." Móeiður Júníusdóttir: „Þó að ég fylgist ekki með handbolta kveikti ég óvart á sjónvarpinu í fyrradag og sá hvar átti sér stað hrikaleg auðmýking. Hvað klikkaði? Ég held að þetta strandi alltaf á sama punktinum; Við erum bara 250 þúsund manna þjóð að berjast við þjóðir sem hafa úr mörgum tugum milljónum manna að velja. Það er bara rugl og vitleysa að ætlast til þess að við höfum eitthvað í svona þjóðir. Fólk verður bara að sætta sig við það. Þorsteinn Pálsson, dómsmálaráðherra, og Sólveig Pétursdóttir, aþingismaður og formaður allsherjarnefndar fóru í fyrra í rándýra boðsferð í boði Sjóvár-Almennra trygginga. Ferð þessi gefur gagnrýni Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæstaréttarlögmanns á óeðlileg tengsl Þorsteins og Sólveigar við tryggingafélögin byr undir báða vængi I ágúst á síðasta ári fóru Þor- steinn Pálsson dómsmálaráðherra og eiginkona hans, Ingibjörg Rafnar, Sólveig Pétursdóttir, alþingismaður og formaður allsherjarnefndar, og eiginmaður hennar, Kristinn Björns- son, forstjóri Skeljungs, ásamt Hall- dóri Blöndal og eiginkonu í þriggja daga rándýra laxveiðiferð í Kjarrá í Borgarfirði í boði tryggingafélags- ins Sjóvár-Almennra. I för með þeim voru Einar Sveinsson og Sigur- jón Pétursson, framkvæmdastjóri og aðstoðarframkvæmdarstjóri tryggingafélagsins, ásamt mökum. Þessi laxveiðiferð er sérlega at- hyglisverð í ljósi gagnrýni sem kom fram í erindi Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæstaréttarlög- manns á hendur Þorsteini Pálssyni og Sólveigu Pétursdóttir á almenn- um félagafundi Lögmannafélags ís- lands í síðustu viku, en Jón Steinar sakaði þar Þorstein og Sólveigu um að láta fjölskyldutengsl við tryggingarfélögin hafa áhrif á við- brögð sín við athugasemdum við efni skaðabótalaganna. Þorsteinn brást hinn versti við þessum orðum Jóns og kallaði hana einhverja grófustu pólitísku árás sem hann hefði orðið fyrir. Sólveig brást að sama skapi ókvæða við og sagði Jón Steinar fara með rakalausar dylgjur. FJÖL5KYLDUTEIUGSL I VEGI FYRIR AL- MANIUAHAGSMUNUM Inntak erindis Jóns voru athuga- semdir fimm hæstaréttarlög- manna við skaðabótalög, sem sett voru árið 1993, og viðbrögð stjórn- valda við þessum athugcisemdum. Jón Steinar var ómyrkur í máli í er- indi sínu og undraði sig meðal ann- ars á því hversu langan tíma þing- menn allsherjarnefndar, sem hefur með málið að gera, hafa tekið sér til þess að fjalla um athugasemd- irnar. Jón Steinar telur þennan seinagang ekki einleikinn og sagði í erindi sínu að hluti skýringanna á honum væri að finna í því að þeir forsvarsmenn almannahagsmuna sem málið heyrir undir, það er dómsmálaráðherra og formaður allsherjarnefndar Alþingis, tengj- ast forsvarsmönnum vátrygginga- félaganna nánum fjölskyldubönd- um. Þeir væru því augljóslega ekki vel til þess falínir að stjórna við- brögðum stjórnvalda og löggjaf- £ms við ábendingum um misfellur laganna. Viðbrögð þeirra sýndu það ljóslega. í umræðum eftir er- indið spurði einn fundargesta, Siv Friðleifsdóttir, nýkjörinn þingmað- ur Framsóknarflokksins, Jón Stein- ar hvort hann væri að halda því fram að Þorsteinn og Sólveig hefðu unnið gegn almannahagsmunum með því að stuðla að því að málið hefði þróast á þann veg sem það gerði, sem sagt ekkert hefði verið gert í því. Þessari spurningu svar- aði Jón Steinar játandi og benti á að hann gæti ekki ályktað annað miðað við viðbrögð dómsmálaráð- herra við athugasemdum hans og félaga hans. Enn fremur benti liann á að í allsherjarnefndinni væri það formaðurinn sem stýrði viðbrögðum nefndarinnar, meðal annars með því að ákveða hvaða mál væru á dagskrá. ítrekaði Jón að þrátt fyrir að hann væri yfirlýst- ur stuðningsmaður Sjálfstæðis- flokksins hlyti hann að svara |)ví játandi að þessir flokksfélagar hans hefðu ekki gætt almanna- hagsmuna. Fjölskyldutengslinn sem Jón Steinar gerði að umtalsefni í erindi sínun eru í tilfelli Þorsteins þau að bróðir hans, Valgeir Pálsson, starfar sem lögmaður hjá Tryggingu hf. Tengsl Sólveigar við tryggingarfé- lögin liggja í gegnum eiginmann hennar, Kristin Björnsson, for- stjóra Skeljungs, stjórnarmanns í Sjóvá- Almennum og stórs hlut- Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður, hefur gagnrýnt Þorstein Pálsson og Sólveigu Pétursdóttur fyrir að koma í veg fyrir umbætur á skaðabótalög- um. í því sambandi hefur hann bent á fjölskyldu- tengsl þeirra beggja við for- svarsmenn tryggingafélaga. hafa í tryggingarfélaginu. Bæði Þorsteinn og Sólveig vísuðu gagn- rýni Jóns Steinars alfarið á bug, sögðu hana ómaklega og Jóni ósæmandi. VEH9IFERÐ FYRIR ALLT AÐ 180.000 KRONUR A MANN Það veikir hins vegar óneitan- Þorsteinn Pálsson dóms- málaráðherra sér ekkert óeðlilegt við að þiggja boð um laxveiði frá fyrirtæki sem á hagsmuni sína undir ákvörðunum hans. „Ég sé ekkert athugavert við það," sagði hann í samtali við blaðið í gærkvöldi. lega málstað Þorsteins og Sólveig- ar þegar í ljós kemur að þau þiggja dýrar ferðir úr hendi tryggingarfé- lags, sem hefur verulegra hags- muna að gæta í máli sem þau hafa bæði bein áhrif á hvers framgang- ur verður; og það vegna stöðu sinnar meiri áhrif en óbreyttir þingmenn. Eins hljóta upplýsingar um þess ferð að draga verulega úr VEIÐIFELAGAR ÞORSTEIIUS OG SOLVEIGAR I KJARRA Kristinn Björns- son, eiginmað- ur Sólveigar, er stjórnarmaður og hluthafi í Sjóvá-Almenn- um. Einar Sveinsson var gestgjafi hópsins sem framkvæmda- stjóri Sjóvár-AI- mennra. Hann sá ástæðu til að hluthafar bæru kostnaðinn af mörg hundruð þúsund króna veiðiferð fyrir hópinn. Sigurjón Péturs- son, aðstoðar- framkvæmda- stjóri trygg- ingafélagsins, lóðsaði gestina um bakka Kjarr- ár ásamt fram- kvæmdastjór- anum. Halldór Blöndal samgönguráð- herra var í holl- inu þannig að tryggingafélag- ið kostaði lúx- uslaxveiðitúr fyrir tvo ráð- herra í ríkis- stjórninni. Ingibjörg Rafn- ar, lögfræðing- ur og eiginkona Þorsteins, þekktjst boðið um að dvelja í góðu yfirlæti í þrjá daga við Kjarrá. Sólveig Pétursdóttir, alþing- ismaður og formaður alls- herjarnefndar, telur það ekki hafa verið rangt að veiða á kostnað Sjóvár-AI- mennra. „Ég held að það þurfi ekki að vera neitt óeðlilegt við það." trúverðugleika viðbragða dóms- málaráðherra við gagnrýni Jóns Steinars. En á Þorsteini mátti skilja að hann hefði engin tengsl önnur við tryggingafélögin en að bróðir hans væri lögmaður hjá trygging- arfélagi og hann teldi það tæplega geta flokkast sem tengsl. En laxveiðiferð ráðherranna og þingmannanna vekur ekki einung- is spurningar í sambandi við óæskileg tengsl þeirra við trygg- ingarfélögin heldur einnig siðferði- legar spurningar um hvort rétt sé að ráðherrar og þingmenn þiggi boðsferðir á við þessa af einkafyr- irtækjum. Samkvæmt heimildum póstsins kostar dagurinn á stöng í Kjarrá á umræddum tíma um það bil 50.000 krónur. Er þá ekki fæði og húsnæði innifalið í þeirri upj> hæð. Líklegt má telja að hver hjón hafi haft að minnsta kosti yfir einni stöng að ráða þá þrjá daga sem dvalið var við veiðar í ánni. Kostn- aðurinn fyrir hjón hefur því verið um það bil 200.000 krónur með fæði og húsnæði en það þýðir að tryggingafélagið hefur greitt að minnsta kosti 500.000 krónur fyrir skemmtiferð þriggja þingmanna, tveggja sem eru jafnframt ráðherr- ar og maka þeirra. Og er maki Sól- veigar ekki talinn með í þeirri upp- hæð. -JÓN KALDAL Porsteinn Pálsson dómsmálaráðherra: Sóhreig Pétursdóttir: Sé ekkert athugavert við þetta Finnst þér eðlilegt að þingmað- ur og ráðherra þiggi boð á borð við þetta frá einkafyrirtæki? „Já, ég sé ekkert athugavert við það.“ En er þetta eðlilegt í Ijósi þess að þú hefur með mál að gera sem tryggingarfélögin hafa verulegra hagsmuna að gœta í? ,J fyrsta lagi er þetta náttúr: lega löggjöf sem Alþingi setur. í annan stað er þetta fyrst og fremst spurning um iðgjöld. Al- mannahagsmunirnir í þessu eru annars vegar iðgjöld sem al- menningur greiðir og hins vegar bæturnar sem þeir fá sem verða fyrir tjóni. Hagsmunir trygging- arfélaganna eru fólgnir í því að þau, samkvæmt allt öðrum lög- um, eiga að haga iðgjöldum þannig að fyrirtækin skili rekstr- arafgangi. Þannig að þessi lög hafa ekki bein áhrif á afkomu tryggingarfélaganna. Upphæðir bóta hafa ekki áhrif á afkomu fé- laganna vegna þess að bæturnar eru greiddar af iðgjöldum þeirra sem eru tryggðir. Þessi lög snerta því ekki hagsmuni trygg- ingarfélaganna heldur þeirra sem eru tryggðir." Veistu hvernig stendur á því að þér var boðið í þessa ferð? „Nei, ég kann nú ekki skýringar á því.“ Hefur þú þegið fleiri boðsferðir en þessa frá einkafyrirtœkjum? „Það er nú algjörlega mitt per- sónulega mál.“ Veistu hvað ferðin kostaði, á mann? „Nei.“ Nú brást þú mjög harkalega við gagnrýni Jóns Steinars og bentir á að einu tengsl þfn við tryggingar- félögin vœru þau að bróðir þinn starfar hjá Tryggingu hf. Sýnir þessi ferð ekki að þú ert tengdari tryggingarfélögunum en þú vildir vera láta? „Nei, ekki á nokkurn hátt. Ég lít fyrst og fremst svo á að okkur hafi verið þarna boðið vegna persónulegra tengsla og kunn- ingsskapar en ekki vegna tengsia við tryggingarfélagið.“ ■ Ekkert óeðlilegt Finnst þér eðlilegt að þú sern þingmaður og formaður allsherj- arnefndar, þiggir svona boð? „Til að fyrirbyggja allan mis- skilning vil ég greina frá því að við hjónin vorum í hópi nokk- urra helstu stjórnenda Sjóvár- Almennra, en þar á maðurinn minn sæti í stjórn. Með okkur voru góðir gestir, raunar um margt þeir sömu og hafa verið undanfarin ár. Þessi hópur varð til mörgum árum áður en um- ræðan hófst um hin nýju skaða- bótalög og því er þessi umfjöllun málinu víðs fjarri og raunar ekk- ert viðkomandi störfum mínum á Alþingi. Ég ætla ekkert að tjá mig frekar um þetta." Þú vilt sem sagt ekki segja mér hvort þér finnist eðlilegt að þiggja svona ferð? „Ég held að það þurfi ekki að vera neitt óeðlilegt við það. Eins og ég sagði eru þetta ágætis vin- ir okkar sem við höfðum um- gengist löngu áður en þetta mál með skaðabótalögin kom upp.“ Finnst þér gagnrýni Jóns Stein- ars jafn fráleit og áður? „Já, mér finnst þetta ekki koma málinu við. Mér finnst þetta vera mjög gagnrýniverðar ásakanir sem koma fram af hálfu Jóns Steinars." n

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.