Helgarpósturinn - 18.05.1995, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 18.05.1995, Blaðsíða 25
IMTCJ pygu R"1 '87 M 'A' I "T 'P'9’51 25 LAUCARDAGUR Sixties aftur á Gauknum. Stefán og Arna Þor- steins saman í dúó-i á Mímisbar, Hótel Sögu á meðan veðurfræðingarnir gera sér glaðan dag í lokahófi í Súlnasalnum. Skriðjöklarnir Raggi sót og kompaní aftur með kombakk á Gauki á Stöng. Björgvin Haildórsson, betur þekktur um allan heim sem Bo, hefur aftur stórsýningu sína „Þó líði ár og öld" eftir frækilegt afrek í frlandi. Að sýningu lokinni skemmta svo Björgvin og Bjarni Ara með Stjórninni. In-bloom með rokkflóru- tónleika og dansleik á Tveimurvinum. Arnar Guðmundsson trúbadúr á Akureyrarhelgi á Fógetanum. Hafrót hefur komið sé haganlega fyrir á Kaffi Reykjavík. Tónlistarskóli Sigur- sveins með síðdegistón- leika á Café Sólon ísland- us. SUMIUUDAGUR SVEITABÖLL Miðgarður, Skagafirði Vinir vors og blóma hefja sveitaballarúntinn með pompi og prakt og nýtt Flúðaefni í farteskinu. Calypso, Vestmannaeyj- um Hljómsveitin Karma leikur bæði kvöldin, það er föstudags- og laugar- dagskvöld. Hljómsveitin hefur bæði að geyma söngkonu og söngvara. Áslákur, Mosfellsbæ Radíus-frændur byrja á túr þar á föstudagskvöld. Margir spá því að baráttan á sveitaballamarkaðnum í ár verði ekki eins hörð og undanfarin sum- ur, þegar Helgi Björns og félagar hans í SSSól voru nánast eina hljómsveitin sem einhverjar sög- ur fóru af. Enda þótt Vinir vors og blóma, Tweety og Sálin hans Jóns míns fái pústið með því að vera valdir í aðalhlutverkin í Eyjum í ár eru meðlimir Milljónamæring- anna, GCD og Ununar, sem ætla einnig að hella sér af fullum krafti út í baráttuna, hvergi bangnir. Af þessum sex hljómsveitum er því spáð að Sálin hans Jóns míns fari með sigur af hólmi enda sé ógerningur að keppa við þá í ljósi þess að Sálin verður hugsanlega í samfloti með fjölmiðlaveldinu Bylgjunni/Stöð 2. An þess að þurfa að fjölyrða um það hefur það ekki lítið auglýsingagildi á annars þessum viðkvæma markaði. Því er ekki að leyna að mikill kurr er í mörgum meðlimum annarra hljómsveita vegna þessarar „sam- vinnu“ og sagði einn sem pósturinn ræddi við þetta ekkert annað er brot á samkeppnislögum: Það ætti að kæra svona lagað. Annar vildi hins vegar meina að Bylgjan og Stöð 2 gerðu ekki gæfumunin þegar upp væri staðið: Eftir stæði hið fornkveðna, einfaldlega „gæð- in á pakkanum" sem í boði er plús ákveðinn skammtur af hinu óút- reiknanlega. SÓL (IM IUÓTT Líkt og flestar sveitaballamark- aðshljómsveitirnar hefur Sálin hans Jóns míns sig til flugs föstu- daginn 26. maí með upptroðslu í Ingólfscafé þar sem hún mun væntanlega gefa tóninn. Daginn eftir liggur leiðin til Akureyrar, en næstu tónleikar hljómsveitarinn- ar verða á Borg í Grímsnesi 2. júní og svo koll af kolli. Skipan sveitar- innar frá „hættinu" fyrir tveimur árum síðan hefur nánast ekkert breyst, nema hvað nýr trymbill er kominn í stað þess gamla sem er svo að segja með öllu óþekktur. Hann heitir Tómas Jóhannesson og spilaði síðast með gríntríói Jóns Leifs. Plata frá hljómsveitinni er væntanleg 10. júní og mun hún bera nafnið Sól um nótt. Að sögn Stefáns Hilmarssonar, söngvara sveitarinnar, er hér um týpíska Sálartónlist að ræða, þótt soul-ar- áhrifa kunni að gæta í einstaka lögum eins og nafn skífunnar gef- ur til kynna. LJEGGJA LAIUD QG LOIUD UIUDIR FOT Margir gera ráð fyrir því að hljómsveitirnar Unun og Tweety komi fást á hæla Sálarinnar, eða fari jafnvel framúr henni ef svo ber undir. Tweety hefur það þó f framyfir Unun að vera ein af flagg- skipum þjóðhátíðarinnar í Eyjum sem hún fær væntanlega nokkra athygli út á. Unun á hins vegar að baki plötu ársins og eitt af mest grípandi popp-pönk lag síðari ára; Lög unga fólsins, sem jafnvel fimm ára krakkar iðuðu í skinninu út af. Þótt Dr. Gunni hafi nýlega lýst því yfir að hann ætlaði ekki að verða að sveskju á sveitaballa- markaðnum bendir allt til þess að sumarið verði harðsnúið hjá þeim enda eftirspurnin töluverð. Svo þurfa þeir að eiga fyrir salti með „tequilanu“ eins og aðrir. Mörg böll eru í sigtinu, en það sem þeg- ar er vitað er dansleikur á Pava- rotti á Akranesi 16. júní. Ekki stendur plötútgáfa fyrir dyrum hjá Unun þótt nokkur ný lög líti dagsins ljós í byrjun sum- ars. Þeir eiga enda enn fullt í fangi með að kynna afurðina Æ sem kemur út á ensku í sumar og verð- ur í framhaldi af því fylgt eftir í Bandaríkjunum. Flest bendir einn- ig til þess að sumarrúntur Ununar á íslandi verði ekki lengri en fram í byrjun ágúst því að líkindum skella Heiða og co sér „á túr“ til Frakklands, en það kemst ekki endanlega á hreint fyrr en eftir helgi. FYRIRTÆKIÐ MILLJ- OIUAMÆRiniGARIUIR Milljónamæringarnir eru til alls vísir sem fyrr, eða hljómsveitin sem átti aðeins að koma fram eitt Þungamiðja sumarsins á sveitaballamarkaðnum, eins og mörg undanfarin ár, er þjóðhátíð í Vestmanna- eyjum. Það þykja því alltaf tíðindi þegar ákveðið er í byrjun sumars — um það bil sem vertíðin er að hefj- ast — hvaða hljómsveitir veljast til þess að deila með sér stóra pallinum í Eyjum. Guðrún Kristjánsdóttir fékk veður af því að það verði hljómsveitirnar Tveety, Vin- ir vors og blóma og Sálin hans Jóns míns. kvöld en hefur verið að undanfar- in þrjú ár. Fyrirséð er að þessi snyrtilega en samt glamourous hljómsveit skipti um söngvara í ágúst því þá hefur Páll Óskar Hjálmtýsson ákveðið að snúa sér að öðrum verkefnum. Að sögn Steingríms Guðmundssonar, slag- verksleikara í Milljónamæringun- um, ætlar hljómsveitin ekki sömu leið og Páll, því sveitin er þegar byrjuð að þreifa fyrir sér með nýj- an söngvara sem væntanlega verður á nýrri plötu með þeim í haust. Nokkur þekkt nöfn eru í sigtinu; enginn trommuleikari heldur þekktir söngvarar. Þeir segjast þegar vera bókaðir fram í ágúst þótt dagsetningarnar lægju ekki fyrir, þar á meðal í Sjallana tvo; á ísafirði og á Akureyri og í Hreðarvatnsskála að sjálfsögðu, enda löngum verið haldin söguleg böll með Milljónamæringunum þar. Endapunkturinn með Páli Óskari sem söngvara verður svo með glamourous balli í Perlunni í byrjun ágúst. TWEETY IUÆR TODMOBILE- VIIUSÆLDUM Hljómsveitin Tweety sem skip- uð er gömlu Todmobile-meðlim- unum, Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni og Andreu Gylfadóttur, hefur tekist það sem fyrrum félögum þeirra í Bong Eyþóri Arnalds hefur ekki, það er, að halda nánast í sömu vinsæidir og Todmobile heitin. Frá því fyrir áramót hefur Tweety farið geist um landið með góðum árangri. Fyrstu böll hljómsveitar- innar úti á landi í nóvember lof- uðu ekki góðu en svo kom hvert „dúndurballið“ á fætur öðru. Eftir mánaðarpásu ætla meðlimir Twe- ety að leggja í heuin með bjartsýni í farteskinu í lok maí á Selfossi þar sem risaball verður með þeim ásamt SSSól og Bubbleflies. í byrj- un júní verður ferðinni heitið til ísafjarðar en helgina þar á eftir er ákveðið að Tweety komi fram á Selfossi og í Stapanum Keflavík. GCD; Þeir Bubbi og Rúnar vita það af fenginni reynslu að það er ekkert nýtt undir sólinni. Unun hefur tekið þá ákvörð- un að breytast í sveskjur á sveitaböllunum. Þorsteinn G. Ólafsson, söngvari hljómsveitarinnar Vina vors og blóma, en sú hljómsveit leggur mikið undir í ar. Hugsanlega mun Tweety taka með sér minni spámenn í brans- anum til þess að hita upp, enda segir Þorvaldur Bjarni það gera böllin meira „powerful“. Sumarið mun verða annasamt hjá Þorvaldi því að auki mun hann sjá um tón- listarstjórnina í Rocky Horror Picture Show, eins og þegar hefur verið greint frá. Engin plötugerð er í bígerð hjá Tweety fyrr en um jólin en nokkur lög eru á leiðinni. VIRKA SEM BÝ LÖG Rúnar Júlíusson og Bubbi Mort- hens ætla sér, eins og aðrir, stóra hluti á sveitaböllum sumarsins og að sögn Rúnar hafa þeir þegar bókað sig í ein 50 gigg á þremur mánuðum. Þá kemur út ný plata með þeim sem ber nafnið Teika þann 1. júní, en Teika ku vísa til þess að þeir séu að teika fortíð- ina, það er að segja þeir byggja tónlist sína á gömlum merg: Þeir vita betur en margir í bransanum að það er ekkert nýtt undir sól- inni. „Þetta munu þó virka sem ný lög,“ sagði Rúni Júl í samtali við blaðið. A föstudaginn eftir rúma viku hefja þeir rúntinn með balli í Pavarotti í Akranesi (gamla hótel- inu) og daginn eftir verða þeir í Njálsbúð. Segir Rúnar ekki loku fyrir það skotið að einhvern tíma í sumar muni Unun birtast þeim eða þeir Unun á einhverju sveita- ballinu enda sérstakir kærleikar á milli Dr. Gunna og Rúna rokks. Þótt ekki sé það ákveðið endan- lega er búist við að GCD muni haldi uppi einhveju „neistaflugi" um verslunarmannahelgina. GREIFAR SAMTÍMAIUS Greifar samtímans; Vinir vors og blóma hafa lagt mikið undir fyrir sumarið. Plata er á leiðinni og ætla þeir eins og flestir að hefja sveitaballarúntinn um þar- næstu helgi, þótt þeir hafi tekið forskot á sæluna um síðustu helgi í Vestmannaeyjum. Hefst ferðin fyrir alvöru í Miðgarði, Skagafirði föstudaginn 26. maí, á jaugardeg- inum leggja þeir svo Ýdali undir sig, en helgina þar á eftir verður stórsveitaball með hljómsveitinni í Logalandi. Þar hafa Vinirnir jafn- an átt við miklar vinsældir að stríða. Eftir því sem næst verður kom- ist eru meðlimir Vina vors í sam- ingaviðræðum við sterkan auglýs- ingaaðila sem mun fylgja þeim eft- ir í sumar. Aðrir sem ætla sér á rúntinn eru Stjórnin en sú sveit byggir enn sjálfsagt á einhverri fornri frægð í sveitum landsins. Og þótt Bong, Bubbleflies, Jet Black Joe og SSSól ætli ekki stóran hring er gert ráð fyrir einu og einu giggi frá þeim í sveitum landsins í sumar. ■ Ingvar Valgeirsson nefna þeir stór-trúbadúr- inn frá Akureyri. Hann skemmtir á Fógetanum. Combóið hennar Ellenar Kristjánsdóttur á Kaffi Reykjavík. KK-band með öllum kynjum og kostum á Gauki á Stöng. Sálin hans Jóns míns, eins og hún mun líta út fullskipuð á sveitaballamarkaðnum í sumar. Að- eins ein breyting hefur orðið frá því er sveitin lagðist í dvala fyrir tveimur árum: nýr trymbill, Tómas Jóhannesson, hefur komið í stað þess gamla. Tweety hefur upp á síðkastið haldið hvert dúndurballið af öðru og ætlar að sögn að halda sama dampi út sumarið. Tweety-meðlimir nú eru auk Andreu og Þorvaldar, Eiður Arnarsson, Máni Svavarsson og Óli Hólm. Páll Óskar og Milljónamæringarnir verða í ágúst NN og Milljónamæringarnir. Þeir verða í Hreðarvatnsskála og á fleiri stöðum og enda í núverandi mynd með lokadansleik í Perlunni.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.