Helgarpósturinn - 18.05.1995, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 18.05.1995, Blaðsíða 18
18 BMM Bubbi: „Það á eftir að ríkja glundroði í þessu þjóðfélagi og það eru ekki nema í mesta lagi fimm eða tíu árþangað til." Guðbergur: „Það sem vantar hér er listræn reiði sem rís upp úr íslenska kálgarð- inum, en íslensk reiði er ekki list- ræn heldur taugaveikluð reiði eða eftir- hermureiði." Bubbi: „Mér finnst dapurlegt að menn fái ekki leyfi til að standa gagnvart hvor öðrum og horfastíaugu við hræðsluna í sjálfum sér." Guðbergur: „Ég er litblindur. Ég ersiðblindur. Líka ritblindur og auk þess hálf heyrnarlaus. Þetta eru miklar þjáningar. Já, svo er ég líka náttblindur." „Islensk reiði er taugaveikluð reiði eða eftirhermureiði" SKÁLDJÐ SEM SOUIU KYSSTI Guðbergur: Hverju ertu nú að vinna að, Bubbi? Bubbi: Ég var að búa til lög við ljóð eftir Guðmund Böðvarsson. Mig langar til að gera plötu við ákveðið þema í ljóðum hans og er að hugsa um að láta af því verða núna. Ég hafði lítið velt fyrir mér skáldskap Guðmundar fyrr en ég las yfir handritið að bókinni hennar Silju. Þannig að Silja má eiga það að hún fékk mig til að sjá hversu indæll þessi maður var og fallegur. Guðbergur: Hann er langbestur í fyrstu ljóðunum sínum sem bera með sér sár í sálinni en síðan reynir hann að breiða yfir þessi sár með tilbúnu sólskini. Þetta er mín skoðun á honum. Aðra skoðun hef ég ekki á honum. Ég held að ekkert skáld og enginn söngvari eigi að breiða yfir sárin með sólskini. Bubbi: Ég held að það sé ekki hægt, Guðbergur. Guðbergur: Það er hægt að mála yfir svo afskaplega margt. JARÐVEGUR SEMSKILAR .. HARMOIUIKULOGUM Bubbi: Guðbergur, afstaða þinn- ar kynslóðar til dægurmenning- ar fer oft í taugarnar á mér. Ef þið gæfuð ykkur tíma til að hlusta sæjuð þið að það eru ein- staklega fínir hlutir að gerast í poppveröldinni. Og nú segi ég: Þú átt að fara í Japis og tala við Ásmund og biðja hann að velja handa þér rapptónlist og heyra hvaða makalausu prósar eru þar í gangi. Guðbergur: Já, en sá er munur- inn á tónlistarveröld Bandaríkj- anna og þeirri veröld sem er hér að tónlistin þar rís úr einhverj- um jarðvegi en hér er eiginlega enginn jarðvegur. Bubbi: Mér finnst stjórnvöld hafa verið óskaplega dugleg undan- farin ár að búa til jarðveg, kart- öflugarðurinn þeirra er nærri því alveg tilbúinn og þeir eru búnir að sá í hann. Guðbergur: Það eru bara harm- ónikulög sem koma úr þeim jarðvegi. Bubbi: Eg hef áhyggjur af Jjróun mála í þessu þjóðfélagi. Eg er búinn að ferðast um landið í fimmtán ár og hef líka verið við- varandi neðanjarðarkúltúr í Reykjavík og verð var við það að fíkniefnaheimurinn er orðinn grimmari og götubörnum hefur fjölgað gífurlega. Það eru heilar kynslóðir sem hafa alist upp fyr- ir framan vídeó og sjónvarp. Menntakerfið hefur meira eða minna brugðist. Niðurstaðan er þessi: Það á eftir að ríkja glundroði í þessu þjóðfélagi og það eru ekki nema í mesta lagi fimm eða tíu ár þangað til. Guðbergur: Það sem vantar hér er listræn reiði sem rís upp úr íslenska kálgarðinum, en íslensk reiði er yfirleitt ekki listræn heldur taugaveikluð reiði eða eftirhermureiði. íslensk reiði er varla til. Bubbi: Ég er búinn að bíða ansi lengi eftir ísjenskri reiði í popp- heiminum. Ár hvert stofna hóp- ar unglinga hljómsveitir og mæta síðan á stórhátíðir í Tóna- bæ en það er rétt hjá þér, 98 prósent af þessu eru einhvers konar eftirhermur. Guðbergur: Já, þau geta alltaf leitað til einhverrar stofnunar ef þau vilja. Þetta samfélag er ekki reiðisamfélag. Bubbi: Það virðist til dæmis eng- in reiði ríkja í bókmenntaheimin- um. Guðbergur: í bókmenntaheimin- um má finna reiði sem stafar af því að viðkomandi hefur ekki hlotið úthlutun úr sjóði. Það er hin eina heilaga reiði sem finnst á akri bókmenntanna. Bubbi: Svo má segja að það verði einhver andhverfa eins og hjá Hallgrími Helgasyni í þessari dýr- legu bók, Þetta er allt að koma, þar sem hann gerir úttekt á okk- ur hinum. Hún kemst næst því að vera reiði í íslenskum bók- menntum en er samt hinum megin við bakkann. Guðbergur: Það er reiði sem er á hægri Signu-bakkanum, en ég held að það sé ekki mjög þjáð reiði. EiniAR, HALL- GRIMUR OG VIGDIS A LTTLA-HRAUIUI Bubbi: Kannski fæ ég þig til að koma með mér á Litla- Hraun á aðfangadag, þangað fer ég ár- lega til að spila. Eg hef alltaf tek- ið með mér ljóðskáld og rithöf- unda. í fyrra komu Einar Kára, Hallgrímur Helga og Vigdís Gríms. Fyrst las Vigdís, heillaði fangana og þeir hlógu. Svo kom Einar og las um forstjórann sem lenti á Litla-Hrauni og þeir hlógu ennþá meira. Síðastur kom Hall- grímur og las þennan stórkost- lega glímukafla þar sem forstjór- inn í Útferð er að kenna ungri stúlku nýjar samfarastellingar. Þá sá ég líf kvikna í augum fanga sem ég get grínlaust sagt um að svart ský hangi yfir. í fjórar eða fimm mínútur hurfu fangelsisveggirnir. Ég er búinn að koma þarna í tólf ár og hef aldrei séð þetta áður. Aldrei. Venjulega er allt fullt af gífurlegri reiði og það getur verið skelfilega erfitt að koma þarna. En það var alveg makalaust að sjá hvað gerðist, sér- staklega þegar Hallgrím- ur las. Guðbergur: Vigdís Grímsdóttir er það sem Spánverjar kalla titt- lingavermir. Hún vermir tittling- ana og hitar þá upp en hún hleypir þeim aldrei inn. Og mér finnst þetta vera ljótt af henni og illa gert á Litla-Hrauni. Bubbi: Vigdís, heyrirðu þetta!? Já, bara hvernig hún var klædd var tittlingavermir því hún var svo sexí og flott. Og svöl. Þegar tveir fangar byrjuðu að tala nokkuð hátt þá hætti hún að lesa, leit ógurlega hvasst á þá og sagði höst: Viljið þið halda kjafti! Guðbergur: Já, hún hefur líka komið þarna sem fangavörður. yiÐVAIUiniGAR I AFBROTUM Guðbergur: Ég held að fanginn sé svo flókinn manngerð að maður þurfi lengri tíma en aðfangadags- kvöld til að komast inn í heim hans. Ég held að afbrotið sé eitt af því flóknasta sem til er í mannssálinni. Afbrotið heillar alla menn og ég held að flestir menn vilji vera einhvers konar afbrotamenn. Bubbi: Ég held að það sé í eðlinu og þú sérð þetta koma fram í tveggja eða þriggja ára börnum; löngunin til að gera eitthvað sem má ekki. Það eldist ekki af þeim, þau læra bara að fara betur með það. Guðbergur: Það leiðinlegasta við íslensk afbrot er að íslendingar láta bera svo mikið á sér þegar þeir fremja glæpinn. Þeir eru ekki raunverulegir afbrotamenn. Þeir eru viðvaningar í því Iíka því hinn sanni afbrotamaður ber sig þannig að enginn tekur eftir því að hann hafi brotið af sér. Sjáðu til dæmis frægan afbrotamann í Bretlandi. Hann drap fjölda kvenna, þar á meðal dætur sínar, en enginn varð var við neitt at- hugavert. Ef íslendingur stelur öl- flösku þá gerir hann það með svo miklum látum að maður sér eins og skot að hann hefur stolið ölflösku enda vill hann helst að það fari ekki framhjá nokkrum manni. Það er eins til dæmis með þá íslendinga sem voru í Austur- Þýskalandi, þeir voru svo miklir ræflar að þeir þorðu ekki einu sinni að njósna. Það vantar refinn í íslendinga. Refurinn er venjulega talinn slunginn. Breski refurinn er það vissulega, en ég held að íslenski refurinn sé það ekki. Ég sá íslenska refamynd í sjónvarpinu um daginn og þá var refurinn að éta klaka. Ég varð stórhneykslaður á honum, fannst að honum væri nær að leggjast á lömbin. Breskur refur mundi aldrei éta klaka. Bubbi: Hann er of snobbaður til þess. ÞJQDini SEM MA EKKI BOXA Bubbi: Guðbergur, ertu ekki sam- mála því að við eigum að leyfa box á íslandi? Guðbergur: Jú, íslendingar eru nógu sterkir til að geta boxað en hins vegar vantar í þá reiðina. í boxi þarf maður að vera vits- munalega reiður og ferðast eftir leyndum vegum reiðinnar á frumstæðan hátt eins og negr- arnir gera. Þetta vantar í okkur á öllum sviðum, ekki bara í boxinu. Bubbi: Mér finnst dapurlegt að menn fái ekki leyfi til standa gagnvart hvor öðrum og horfast í augu við hræðsluna í sjálfum sér. Guðbergur: Er það ekki bara vegna þess að það er svo mikil hætta á því að einhver verði barinn í hausinn? Það má aldrei hrista upp í hausnum á íslending- um. Bubbi: Mikið þykir mér vænt um að heyra þig taka málstað boxins. Ég hafði ekki átt von á því. Ég er afskaplega glaður. RAUIMIR LISTAMAIUIUA Guðbergur: Hvað myndu sálfræðingar segja um þig? Að þú værir sadó-masókisti? Bubbi: Ég var sendur til margra þeirra sem krakki og unglingur. Ég er skrifblindur. Eg var fluglæs fimm ára gamall og fyrstu þrjú ár mín í skóla gengu nokkurn veg- inn eðlilega. Þegar fór að reyna meira á skrift lokaðist veröldin og í stað þess að reynt væri að finna ástæðuna var ég sendur í greindarpróf hjá misvitrum sér- fræðingum og sálfræðingum og þeir fundu út að ég væri truflað- ur og í þokkabót, að ekki mætti hjálpa mér því þetta stafaði einn- ig af þrjósku í mér. Ég var utan- garðs í íslenska skólakerfinu. Fimmtán ára fór ég í skóla í Dan- mörku og ég var búinn að vera þar í viku þegar búið var að finna hvað var að mér. Úff, íslendingar! Guðbergur: Þetta er ekkert miðað við það sem ég hef þurft að ganga í gegnum. Ég er litblindur. Eg er siðblindur. Líka ritblindur og auk þess hálf heyrnarlaus. Þetta eru miklar þjáningar. Já, svo er ég líka náttblindur. Bubbi: Náttblindur? Ekki á sumrin þó? Nei, það er ekki hægt. Guðbergur: Nei, þá er ég dægra- villtur. En eigum við ekki að láta þessum þjáningum lokið? -kb Bubbi Morthens og Guðbergur Bergsson ræða skort á listrænni reiði, viðvaningshátt í afbrotum, hnefaleika og sauðshátt íslenska refsins, ásamt ýmsu fleiru og fara vitanlega á kostum.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.