Helgarpósturinn - 18.05.1995, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 18.05.1995, Blaðsíða 14
Eins og Bubbi segir er sumarið tíminn Með öðrum orðum; hækkandi og rómantíkin verður jafnvel sýnile pósturinn fékk nokkra álitsgjafa til þf ástina, sambönd, íi fortíðina og jm ekki síður framtíðina Wú styttist í að skyndibita- menning mið- bæjarins taki nokkr- um stakkaskiptum. Subway ætlar að opna nýjan stað í Austurstræti, örfáum metrum frá Hlölla- bátum sem væntan- lega finna helst fyrir þeirri samkeppni. Ráðgert er að opna staðinn síðar í þess- um mánuði. Innar í Austurstrætinu, eða í gamla Hressingar- skálanum, er McDon- ald’s að innrétta nýj- an afgreiðslustað. Pétur Þórir Péturs- SON, rekstrarstjóri hjá Lyst, segir að staðurinn opni í byrj- un júní. Sögur hafa verið uppi um að McDonald’s hafi hætt við þessi áform en Pétur Þórir segir þær sögur algjörlega úr lausu lofti gripn- Jakob: Þessi mynd ber eiginlega ekki með sér svipmót ástarinnar og minnir óþægilega á stöðu okkar karlmanna. Hún er að lesa honum pistilinn og hann er að hugsa með sér: Er þetta „bögg" þess virði? Er hjónabandið ekki úrelt stofnun? En hvað Ólafur Tómasson, það sköllótta glæsimenni kemur þessu við... um það hef ég ekki grænan grun. Kolbrún: Þetta samband á ekki langa framtíð fyrir sér. Hún er nútímakona sem lætur ekki vaða yfir sig. Hann er dæmigerður frústreraður karlmaður sem veit ekki hvernig hann á að haga sér í samskiptum við konur. Steingrímur: Hún er að segja: Ég er búin að fá inni í skólanum úti, en þú verður að bíða hérna heima í að minnsta kosti eitt ár því ég ætla að vera á campus. Heldurðu að þú getir ekki beðið? Við skrifumst bara á. Jakob: Þetta er fyr- irtaks töffari en það verður ekki betur séð en hún skammist sín fyrir hann verandi svol- grandi í sig Malt Extrakt svona á al- manna færi. Hún er að reiða höndina til lofts í því markmiði að henda pylsunni í Ijósmyndarann. Jón: Hann bauð henni út að borða í hádeginu en hún bjóst ekki við því að fá bara pulsu og Svala. Hún veit ekki alveg hvort hún á að vera spæld yfir veitingunum eða ánægð með að hann skyldi bjóða henni út. Kolbrún: í rauninni hefur hann miklu meiri áhuga á íþróttum, veiðum og svona karla- dóti en henni. Hún veit ekki að HM er í gangi en lætur sig hafa það að fara með honum á völlinn þó hún hafi engan áhuga. Það eina sem þau eiga sameig- inlegt er áhuginn á honum. Steingrímur: Þessi eru ör- ugglega ekki frá Reykja- vík. Hann er aðai töffar- inn í plássinu, eins og sést á því hvernig hann heldur á rútumiðunum, og bauð henni í ferð til höfuðborgarinnar. Hún --------b----1 reynir að 1 1 vera f i voða I | þakklát | I en hugs- | I ar: Hve- f I nær er fe | || þetta P, | £ búið? Jakob: Það er erfitt að átta sig á þeim þessum. Hún hallar sér að honum og það er glatt á hjalla. Full glatt og fer eig- inlega yfir strikið og verður gervilegt. Þetta eru týpurnar sem leitast við að skemma stemmningar á börum með því að vera að kjást og kjass- ast fyrir framan almennilegt fólk. Jón: Þau eru örugglega ný- byrjuð saman þessi og ástin blómstrar, að minnsta kosti af hennar hálfu. Það er dálítið skrítið að hann skuli ekki leggja handlegginn utanum hana fyrst hún hallar sér svona blíðlega að honum. Frosinn töffarasvipurinn bendir til þess að hann vilji gefa þau skilaboð að hann sé ekki þessi mjúka kelna týpa, en þetta gæti líka stafað af feimni við Ijósmyndarann. Jakob: Enn virðist allt vera í góðu lagi milli þessara tveggja. Þau standa þétt saman og hún er örugglega ekki með skilnaðarpappírana í hendinni. En hann er full góður með sig og ég myndi ráð- leggja honum að vara sig. SteingrImur: Þetta er gamall strætóbíl- stjóri sem fann ástina sína í strætó. Þau eru á Lækjartorgi að upplifa fyrstu kynnin á nýjan leik; þegar hún kom inn í leið 6 sem hann ók. Kolbrún: Hún er dálítið bitur um munn- inn, eins og hún eigi erfiða reynslu að baki í ástarmálum, en heldur nú að hún sé búin að finna þann eina rétta. Það gæti verið rétt hjá henni. Jakob: Þessi hjón hafa verið lengi saman, svo lengi að þau eru nán- ast samvaxin. Þau eru á leið inn í Álafossinn að ná í sérpantaða lopapeysu sem er þeim eiginleik- um gædd að hún nær um þau bæði og er með tveimur hálsmál- um. Jón: Þessi hjón eru útlendingar, sennilega þýsk. Hún hefur lengi haft ódrepandi áhuga á íslandi og að hennar frumkvæði klipu þau af lífeyrinum til þess að koma hingað. Hann vildi hins vegar miklu frekar fara til Tor- melinos en komst ekki upp með neitt múður. Það sést þó á svipn- um á henni að það eru farnar að renna á hana tvær grímur.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.