Helgarpósturinn - 01.06.1995, Qupperneq 2

Helgarpósturinn - 01.06.1995, Qupperneq 2
2 ,FIMMT0DwA,G0rriT3Ciyfrirgg5l landsbyggð? Eitthvað annað en þessa vit- leysu sem stofnunin hefur bitið í sig. Ólafur Ragnar Grimsson, formaður Al- þýðubandalagsins. Að eyða heilum mið- stjórnarfundi flokksins í að væla yfir því að Framsókn fór með íhaldinu í stjórn — það er eitthvað svo aumt. A IUIÐURLEIÐ . Jón Baldvin Hannibalsson þingmað- ur. Ræðan hans um Pál Pétursson var vörn og sókn manns sem telur sig eiga höfundarrétt á ESS-samningnum. Eysteinn munkur lét aldrei svona. Hann fagnaði því ef einhver vildi hafa Lilju hans kveðið. Pósturínn Útgefandi: Miöill hf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Framkvæmdastjóri: Kristinn Albertsson Markaðsstjóri: Guðmundur Örn Jóhannsson Auglýsingastjóri: Örn Isleifsson Setning og umbrot: Morgunpósturinn Filmuvinnsla og prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. Leidari EIN FIKN OG ÖNNUR I Póstinum í dag er sagt frá fíkn fólks sem ánetjast hefur spilakössum Happ- drættis Háskóla Islands. Það er ekki fögur lesning. Og eftir hana ætti enginn að velkjast í vafa um að þessi fíkn er engu ómerki- legri eða skaðminni en fíkn í áfengi eða önnur fíkniefni. Þetta gefur tilefni til að velta einu fyrir sér. Hvers vegna er heimilt að auglýsa spilakassa en ekki áfengi? Nú ætlar Pósturinn ekki að leggja það til að bannað verði að auglýsa spilakassa. Alveg á sama hátt og fjöld- inn allur getur notað áfengi sér til yndisauka getur fjöld- inn skemmt sér í spilaköss- unum án þess að verða háðir fjárhættuspilum. En þar sem fólk gerir sér ef til vill ekki almennt grein fyrir hættunni er ef til vill ekki óvitlaust að skylda þá sem auglýsa fjárhættuspil að láta fylgja með auglýsing- unni orðsendingar svipaðar þeim og ritaðar eru aftan á sígarettupakka. Og auðvitað á að gera það sama gagnvart áfengi. Það er ekkert að því að það fólk sem ekki er háð áfengi sé bent á nýjar tegundir í auglýsingum eða hvatt til að skipta um tegundir. Það er hins vegar eðlilegt að áfengisinnflytjendum og - framleiðendum sé gert skylt að minna á að óhófsneysla á áfengi getur leitt til drykkjusýki. Pósturinn Vesturgötu 2, Reykjavik sími 552-2211 fax 552-2311 Bein númer: Ritstjórn: 552-4666 simbréf: 552-2243 Tæknideild: 552-4888 Auglýsingadeild: 552-4888 simbréf: 552-2241 Dreifing: 552-4999 Fréttaskotið: 552-1900 Smáauglýsingar: 552-5577 HelgarPósturinn kostar 199 kr. MánudagsPósturinn kostar 99 kr. Áskrift er 999 kr. á mánuði ef greitt er með greiðslukorti en 1.100 kr. annars. Uppleið/mðurleið A UPPLEIÐ Jón Arnar Magnússon tugþrautar- kappi. Hvaðan kemur þessi maður? Er hann ekki úr sveit? Og er allt í einu orðinn númet sjö í heiminum í tugþraut, sem er alvöru íþrótt. Honum hefur tekist það þegjandi og hljóðalaust sem aðrir fráls- íþróttakappar hafa sagst ætla sér, reynt en mistekist. Sigurður Hróars- son leikhússtjóri. Allirþeir sem látast axla ábyrgð á íslandi vaxa. Við erum eins og guð. Ef þú iðrast þá er þér fyrirgefið. Guðmundur G. Þórarins- son verkfræðingur. Allt í einu dunkar hann upp og er nú orðaður sem stjórnar formaður Landsvirkjunar. Ja, hérna hér. Það er nægur heiður í sjálfu sér að einhverjum detti í hug að Guðmundur G. taki við starfi af knilrini im lÁlvinnori Mnrrf-iI Ólafur Tómasson, póst- og símamálastjóri. Það er ekki lengur hægt að brosa af þrá- hyggju stofnunarinnar gagn- vart skiptingu símaskrárinnar. Ef ekki er hægt að hafa hana í einu bindi, hvers vegna má ekki skipta henni um mlH r+nrrnTlA") I nöti lAnnrmrrinnAi nn Hvemig fór þessi Þórarinn því að eyða 200 milljónum á skemmtistöðunum á nokkmm vikum? Ég veit það með mig að þegar ég fer út þá á ég aldrei í strætó heim. Ég býst því við að hann hafi ekki átt meira. Tilefnislaus ákeyrsla fyrir utan Vídeómeistarann viö Engihjalla Gat biargad _______________* þvíað ~ipp á húddið seg/r Julius F. Ajayi. Julius F. Ajayi varð fyrir því á mánudags- kvöld að ungur maður reyndi að keyra hann niður, algjörlega að tilefnislausu, fyrir utan Vídeó- meistarann við Engihjalla. Lalli Jones „Ég tók eftir því að hann var búinn að horfa mjög stíft á mig þar sem hann sat í bílnum. Þegar ég gekk út úr sjoppunni heyrði ég hvernig hann gaf bílnum inn án þess þó að keyra af stað. Ég sneri mér við og leit á hann og þá keyrði hann af stað og beint á mig,“ segir Julius F. Ajayi, sem varð fyrir því um kvöldmat- arleytið á mánudag að ung- ur piltur ók á hann, algjör- lega að tilefnislausu, fyrir utan Vídeómeistarann við Engihjalla, steinsnar frá heimili hans. Julius er 26 ára Nígeríu- maður sem hefur verið búsettur hér í fjögur ár og á íslenska konu og tveggja ára dóttur. Hann segir að það hafi verið mesta mildi að hann tók eftir því að bíllinn stefndi á hann því hann gat bjargað sér frá meiðslum með því að stökkva upp á húdd bílsins um leið og hann lenti á honum. Juli- us hafði aldrei séð piltinn áður og segist ekki hafa hugmynd hvað honum hafi gengið til með þessu háttarlagi. Að sögn Julius- ar brá honum mjög við þetta at- vik en hann hafði þó hraðar hendur þegar bíllinn stöðvaðist, svipti upp hurðinni, dró öku- manninn út og inn í Vídeómeist- arann þar sem var hringt á lög- regluna. Ung stúlka sem var far- þegi í bílnum forðaði sér hins vegar af vettvangi á hlaupum. Hrafn Pálsson, eigandi Vídeó- meistarans, var á staðnum þegar þetta gerðist. „Julius var búinn að vera hér um stund og fékk að kíkja í blöð- in hjá mér. Hann fór síðan og ég veit ekki fyrr en hann kemur aft- ur inn skömmu síðar með pilt- inn. Sá var eins og fis í höndun- um á Juliusi enda er hann mikið heljarmenni,“ segir Hrafn. Lögreglan var fljót á vettvang og tók piltinn í sínar hendur. Fjölmörg vitni voru að atvikinu og voru þau að sögn Hrafns á einu máli um að ákeyrslan hafi verið að tilefnislausu. Hrafn og Julius eru gamlir vinnufélagar af Hótel Sögu, en að sögn Hrafns er Julius einstakt Ijúfmenni sem hann hafi aldrei séð skipta skapi fyrr en þetta mánudagskvöld þegar hann kom með piltinn í eftirdragi inn í sjoppuna. Þegar Julius er spurður hvort hann hafi orðið fyrir ónæði þau ár sem hann hefur verið búsett- ur á íslandi, vill hann sem minnst úr því gera og segir að hann eigi þvert á móti marga, góða vini hér á landi. Julius býst ekki við því að þetta atvik hafi nein eftirmál og segist frekar vilja einbeita sér að vinnu sinni og námi en að hugsa um hluti sem þessa, en hann er á línubát og er auk þess að læra flug. ■ Baráttan um tölur á blaði Það sagði mér kunningi minn sem kom frá New York um dag- inn að hann hefði sest fyrir utan Leifsstöð í góða veðrinu og tekið upp bók að lesa í á meðan hann beið eftir rútunni. Þar sem hann sat þarna streymdu hinir farþeg- arnir út og allir upp í leigubíl. Kunningi minn hugsaði; „mikið djöfull eru íslendingar allir orðn- ir ríkir“, enda búinn að vera í burtu um tíma. En þegar hann hafði setið þarna drjúga stund og engin kom rútan, fór hann aft- ur inn í stöðina að grennslast fyrir um hverju sætti. Þar var honum sagt að rútubílstjórar væru í verkfalli. Þá áttaði hann sig á því sem við hin erum búin að vita lengi, að íslendingar eru ekki ríkir. Og einnig því að öll þessi endalausu verkföll hafa ekki orðið til þess að hjálpa þeim í átt að ríkidæm- inu. Það má vel vera að einhverju sinni hafa verkföll snúist um skiptingu auðæfanna. Svo er ekki lengur. Verkföll eru orðin að eins konar sporti forystumanna í verkalýðsfélögum og sannaðist það ágætlega í stuttu en snörpu verkfalli bakarasveina. Bakarasveinar voru ekki að biðja um meiri launahækkun en hverjir aðrir og þeir hefðu getað fengið án mikilla átaka. Það sem þeir lögðu á oddinn var að taxt- arnir þeirra sem geymdir eru niðrí skúffu í bakarasveinafélag- inu væru hækkaðir til samræmis við þau laun sem bakarasveinar eru fyrir löngu búnir að krækja sér í. Með öðrum orðum: Bak- arasveinar hafa hingað til sótt sínar launahækkanir til yfir- manna sinna án afskipta verka- lýðsfélaga. Nú var svo komið að laun þeirra voru miklum mun hærri en þeir taxtar sem félagið þeirra hafði sótt um. Þessu gátu forystumenn félagsins ekki un- að. Þeir vildu jafn háar tölur á blaðið sitt og bakarasveinar fengu í umslagið. Og þrátt fyrir að ekki væri um nein raunveru- leg verðmæti að ræða þá var for- ystan tilbúin í verkfall til að fá sínu fram. Og af sömu ástæðu, þar sem um engin verðmæti var að ræða, gáfust bakarameistar- arnir fljótlega upp og létu verka- lýðshetjurnar fá tölurnar sem þeir báðu um. Og einhvern veginn svona eru flest verkföll. Annað hvort eru menn að bítast um eitthvað sem þegar er fengið eða þá menn eru að bítast um eitthvað sem alls ekki er til. í seinna tilfellinu leiða launahækkanir oftast til fækkun- ar starfsfólks eða þá aukinnar verðbólgu og minni kaupmáttar ef um víðtæka samninga er að ræða. Án þess að verkalýðsforkólf- arnir hafi áttað sig á því hafa samningamál að mestu verið flutt inn í fyrirtækin. Ef til vill má skýra aukna hörku þeirra og verkfallsgleði til þess að þeir átta sig á að völdin eru að renna frá þeim. Þessi hrina undanfarna daga er svanasöngur. LALU JONES

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.