Helgarpósturinn - 01.06.1995, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 01.06.1995, Blaðsíða 19
 BÍ881 19 leikhús Eilíf della... Kaffileikhúsið, Hlaðvarpanum: Herbergi Veroniku eftir Ira Levin Leikstjóri: Þórunn Sigurðardóttir Þýðandi: Ingunn ásdIsardóhir Kaffileikhúsið lætur ekki deigan síga og siglir nú þöndum seglum á slöttungsgóðum þriller. Þetta er afþreying með léttu sálfræðilegu ívafi og soldið kitlandi óhugnan- leg. Bara að maður væri nú ekki orðinn alveg hundleiður á allri þessari afþreyingu í leikhúsun- um, sjónvarpinu, bíóunum hvur- veithvar og allstaðar. Að vísu er þetta ekkert meiri þriller en til dæmis Framtíðardraugar Þórs Tuliniusar eða Maríusögur Þorvald- ar Þorsteinssonar, og síður en svo betur saminn. En höfundurinn er víst frægari, sumir segja að hann hafi skrifað Rosmary’s Baby, þó að það bjargi nú reyndar fáu. Engu. En þetta er dálítið spenn- andi og skemmtilegt framanaf, já lengst af, en í lokin dettur botn- inn samt úr þessu og maður fer heim ósáttur og með eins og tímasóun á heilanum. Samt er þetta ekki alls kostar rétt, því það er auðvitað aldrei tímasóun að sjá annan eins snilldarleik og Rúrik Haraldsson sýnir þarna. Eg er ekki að segja „Gunnlaugur kann greinilega sitthvað fyrirsér og á örugglega framtíð fyrirsér." „Þórunni tekst að rækta inn í þetta bráðfínan samleik og náð að tíma- setja atburðarásina þann- ig að hún er eðlilega spennandi næstum allan tímann." að það komi neitt á óvart, hann er búinn að gleðja mann svo oft með sínu örugga tilgerðaleysi og fág- aða skópskyni, að maður er löngu farinn að taka við því sem sjálfsögðum hlut. En það er nú sama, svona leikur er ekki hvers- dagsfyrirbæri í leikhúsum borg- arinnar. Því miður. Heldur ekki frammistaða Þóru Friöriksdóttur, sem er kannski ekki alveg á sama plani og þó, þetta er ósvikinn leik- ur og háréttur uppá gamla móð- inn. Það sem gladdi mann þó mest á þessari sýningu var að þarna var komin ný og hæfileika- rík leikkona, Ragnhildur Rúriks- dóttir, sem leikur af mikilli, með- fæddri tilfinningu og kunnáttu sem er ekki á hverju strái. Það má mikið vera ef þarna er ekki komið stórt „lýriskt talent", það er að segja ef leikhúsunum helst þá eitthvað á henni. Gunnlaugur Helgason, sem ég hef ekki séð áð- ur, var kannski ekki alveg jafnaug- Ijós í snilldinni, en hann kann greinilega sitthvað fyrir sér og á örugglega framtíð fyrir sér. Leikstjórn Þórunnar er líka býsna góð, held ég. En það verð- ur að segjast að maður missti af ýmsu vegna staðsetninga, sem eru næstum ómögulegar á köfl- um vegna annmarka leikhússins. Hins vegar hefur Þórunni tekist að rækta inn í þetta bráðfínan samleik og náð að tímasetja at- burðarásina þannig að hún er eðlilega spennandi næstum allan tímann. Ef menn þurfa alltaf að vera að þreyja eitthvað svona voðalega mikið, þá er þetta ekki svo slæm uppákoma að sjá. En ósköp væri nú gaman að fá eitthvað annað á snærið en eilífa dellu, jafnvel þó að aðstæður séu svona slæmar í Kaffileikhúsinu. Já og kannski ein- mitt þess vegna. leifur þórarinsson Brosandi sumartilboö á íþróttagöllum Tvöfaldir bómullarfóðraðir íþróttagallar í sumarlitunum á einstöku tilboðsverði. M § 9 9 O rm nr. 4, 6, 8, 10, 12 og 14 3. £22 , - nr. XS, S, M, L, XL, XXL, XXXL Opið laugardaga til kl. 16.00 5% staðgreiðsluafsláttur Póstsendum SPORTVÖRUVERSLUNIN ■ SPARTA iLaugavegi 49 • Sími 551 2024^ Sumarjakkar á alla fjölskylduna. Verð frá kr. 2.890,- Talaðu við okkur um BÍLARÉTTINGAR BÍLASPRAUTUN Tegund Verð Fj.Iita Figinleikar Varalitir 718 18 Fashion Bazaar eru fyrst. Varablýantar 513 6 flnkks vörur á viðráðan- Naglalökk 513 17 legu verði. Þær fást í mik Litað dagkrem 781 4 úrvali lita og tcgunda, en Fast Make 1.151 3 auk |)eirra sem liér er get Kinnalitir 977 8 Fashion Dazaar eru ofnær Laust púður 1 .-499 2 prólaðar sn^'rtivörur og Fast púður 977 2 tilraunir frainleiðandans Sólarpúður 2.303 3 fara ekki fram á dýrum. Aup;nskuggar 802 H Fashion Bazaar fást Augnblýantar 513 b 6 eingöngu í apótekum m og með hverjum kaupum fylgir upplýsingabæklingi á íslcnsku. Metró-búðirnar Hallarmúla og Skeifunni eru opnar frá kl. 08:00 - 81:00 alla daga vikunnar. Metró - miðstöð heimilanna. mt METRO sund Kópavogslaugin LANG- BESTA SUND- LAUGIN ★★★★ Sundlaug kópavogs er langbesta sundlaug landsins. Sundlaugin sjálf er mjög góö, 50 metra löng með góðu vatni og öldubana. Fimm ágætir pottar eru við laugina og sólbaðsaðstaða mjög góð. Þrátt fyrir stærð og gæði laugarinnar er hún ekki eins yfirhlaðin af fólki og Laugardalslaugin. Stærsti kostur laugarinnar er þó barnaaðstaðan. Heil sundlaug er eingöngu fyrir börn, sérstaklega upphit- uð og grunn með alls kyns leiktækjum fyrir börnin. Góð sólbaðsað- staða og tveir pottar eru við bakkann. Þá má ekki gleyma hraðskreiðustu og bestu rennibrautinni sem er með sérlendingarker og truflar því ekki aðra gesti. Langstærsti gallinn við Kópavogslaugina er bún- ingsaðstaðan sem er allt of lítil, skápar fáir með til- heyrandi þrengslum og sturturnar það fáar að biðraðir myndast. Hins vegar stendur til að byggja nýja búningaað- stöðu, auk þess líkams- ræktarsal og saunu og smiðshöggið verður síðan rekið með yfirbyggingu barnalaugarinnar. Með nýrri búningaaðstöðu bætist fimmta stjarnan við þessa stórgóðu laug. Laugardalslaugin ★★★ Stærst og mest. Fjöl- breytnin í fyrirrúmi en köld barnalaug og slöpp sundaðstaða.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.