Helgarpósturinn - 01.06.1995, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 01.06.1995, Blaðsíða 13
lesendur Rangfærslur um Tryggingastofnun Vegna óvenju rætinnar umfjöllun- ar Mánudags/Helgarpóstsins um Tryggingastofnun ríkisins dagana 22.-29. maí 1995, er rétt að eftirfar- andi komi fram: Lána- og innheimtudeild Trygg- ingastofnunar, sem Guðjón Alberts- son veitti forstöðu, var lögð niður vegna þess að verkefni deildarinnar höfðu dregist mikið saman. Sú út- lánastarfsemi, sem eftir var í deild- inni var sameinuð rekstri lífeyris- sjóða starfsmanna ríkisins. Haukur Hafsteinsson hefur verið deildar- stjóri lífeyrissjóðanna frá árinu 1985. Því var ekki um nýtt starf að ræða og því síður að þáverandi undirmaður Guðjóns hafi verið tekinn fram yfir hann, eins og fuliyrt var í grein Póstsins þann 22. maí. Þá er minnst á pólitískar ráðning- ar hjá stofnuninni. Fullyrðingar um slík vinnubrögð eru gersamlega úr lausu lofti gripnar. Ég hóf störf í okt- óber 1993. Það finnast engin dæmi um pólitískar ráðningar frá þeim tíma. Ég hefi ráðið nokkuð marga til starfa á mínum ferli og hef ekki hug- mynd um stjórnmálaskoðanir þeirra, enda koma mér þær ekkert við. Birt eru nöfn einstaklinga í frétt Póstsins 29. maí, og látið að því liggja að ég hafi ráðið þá eftir pólit- ískum leiðum, án þess að stöður þeirra væru auglýstar. Þar er nefnd- ur Haukur Hafsteinsson. Hann hefur starfað í 12 ár hjá stofnuninni, þar af verið deildarstjóri í 10 ár. Það er reyndar rétt hjá blaðinu að pabbi hans, sem býr suður í Keflavík er harður krati. Liðin eru um 20 ár síð- an Haukur fór úr foreldrahúsum. Vilborg Hauksdóttir er nefnd. Rétt er að hún er frænka mín, því ömmur okkar voru systur. Hún hefur starfað hjá stofnuninni frá árinu 1987. Þann 1. jan. 1992, var stofnuð alþjóðadeild (ekki utanríkismáladeild eins og Pósturinn fór rangt með). Þar var Vil- borg Hauksdóttir deildarstjóri. Þeg- ar heilbrigðisráðuneytið og félags- málaráðuneytið tóku þá ákvörðun að hafa fastafulltrúa í Brussel var Vil- borgu boðið starfið. Var það reynsla hennar og hæfni sem lá til grundvall- ar. Ekkert ráðuneyti hefur auglýst stöður fastafulltrúa í Brussel. Starf Vilborgar í Brussel er tímabundið. Því tók ég þá ákvörðun að ráða Hildi Sverrisdóttur deiidarstjóra þar til Vilborg kemur aftur, enda hafði hún verið nánasti aðstoðarmaður Vil- borgar og þekkir starfsemi alþjóða- deildar betur en nokkur annar. Þá er nefndur Sigþór Ö. Guð- mundsson töivunarfræðingur (ekki Ingólfsson eins og Pósturinn fór rangt með). Hann var valinn úr hópi umsækjenda um stöðu, sem augiýst var í fjölmiðlum. Mikil uppbygging í tölvumálum stofnunarinnar hefur átt sér stað undir hans stjórn. Honum er fundið það til lasts að vera tengda- sonur Sighvats Björgvinssonar. Hvort Sigþór er krati veit ég ekki. Mér finnst reyndar líklegt að hann hafi gifst konunni sinni vegna ástar á henni fremur en Sighvati. Þau Haukur, Sigþór, Vilborg og Hildur hafa öll sannað hæfni sína og stofnuninni er heiður af því að hafa þau í þjónustu sinni. Viðkomandi ráðherrar höfðu ekkert með ráðn- ingu þeirra að gera. Óþarfi er fyrir huldumenn blaðsins að sverta minn- ingu Eggerts G. Þorsteinssonar með dylgjum um pólitískar ráðningar. Mér dettur ekki í hug að Eggert hafi stundað pólitískar ráðningar. Aðrar dylgjur, m.a. um stríðs- ástand í stofnuninni, eru gersamlega út í hött og ekki svaraverðar. Starfs- fólkið í stofnuninni líður fyrir gróu- sögur sem einn einstaklingur af 183 starfsmönnum hvíslar að blaðinu. í áraraðir hefur Tryggingastofnun ver- ið gagnrýnd. Auðvitað er það eðlilegt og forsvarsmenn opinberra stofnana verða að una því. Hinsvegar er það ætíð svo að þegar tiltekt fer fram, ókyrrast þeir sem hafa slæma sam- visku. Það er leitt að slíkt þurfi að kosta óhróður um starfsmenn og stofnunina sjálfa. Leiðaraskrif Pósts- ins um dónaskap og líkingu við kyn- ferðislega áreitni dæma sig sjálf og fara út fyrir öll velsæmismörk. Góð blaðamennska felst í því að leita heimilda og birta aðeins stað- reyndir, sem blaðamaðurinn getur sannreynt. Þessi regla er enn mikil- vægari, þegar um er að ræða nafn- lausa heimildarmenn. í umfjöllun Póstsins um Tryggingastofnun hefur þessi regla verið margbrotin og ber blaðinu að biðja þá einstaklinga af- sökunar, sem ónákvæmni þess hefur bitnað á. KARL STEINAR GUÐNASON Sv, r GEVALIA k.íffi sou g r J KÓLÓMBÍUKAFFI Afbur a lj ffengt hreint K lonib ukaffi me kr ftugu og fr skandi brag i. Kaffi er me albrennt sem la ar fram hin f nu bl brig i brag i ess. K lomb ukaffi var ur hv tum umb uin. MEÐALBRENNT Einst k blanda sex 1 kra kaffitegunda. Milt Santos kaffi fr Brasil u er megin uppista an. K lomb ukaffi gefur ilminn og fr sklegt, kr ftugt brag . Blandan er loks fullkomnu ine kostakaffi fr Mi -Amer ku og kjarnmiklu Ken akaffi. mm m m f.-srvog Hérbiandíi tfrir sjáif'irkar kaíMiöunur. E-BRYGG sérblanda Kaffi sem laga er sj lfvirkum kaffik nnum arf a b a yfir s rst kum eiginleikuin til a tkoman ver i eins og best ver ur kosi . Gevalia E-brygg er blanda me sj lfvirkar kaffik nnur huga. A eins gr fara, brag miki og ilmandi. MAXWELL HOUSE F d ma gott kaffi fr eyjunni Java Ind nes u. Brag i er inj kt, hefur inikla fyllingu og s rstaklega g an eftirkeim sem einkennir Old Java. Kaffi sem ber af. - a er kaffi ! ODYRASTI HAPPDRÆTTISMIÐINN A LANDINU Ef heppnin er með þér vinnur þú flug til Parísar fyrir tvo með Heimsferðum í Spurningin í dag er: Hvað heitir forseti Frakklands? Klippið miðann út og sendið okkur | | Nafnið þitt: ____________________________________ I Heimilisfang:----------- 1 I Póstnúmer: _____________ d Setjið í umslag og skrifið utan á: I I I Rétt svar: Símanúmer:________________ Ferðahappdrætti Helgarpósturinn Vesturgötu 2-101 Reykjavík 1 ^ ........ .iiSlfiliiStilií® Léttur leikur í júnímánuði birtast spurningar um París í Mánudags- og Helgarpóstinum. Með því að svara einni spurningu fer nafnið þitt í pott sem dregið verður ur í byrjun júlí. Með því að svara öllum níu spurningunum átt þú nífaldan möguleika á að fljúga til Parísar í sumar. ölmidlar GÚRKA Ef marka má fréttir Ijósvakamiðlanna um síð- ustu helgi þá er gúrkan komin. Ég vildi glaður geta stutt þetta með dæmum úr fréttatímum útvarps og sjónvarps en því miður man ég ekki eftir einni einustu frétt. Allar voru þær það ófrétt- næmar að maður gleymdi þeim í raun áðuren mað- ur heyrði þær. Gúrkan er margs kon- ar. Sumt af henni er inn- anbúðavandamál hjá fjöl- miðlunum. Á sumrin kemur mikið af nýju og óreyndu fólki til starfa og ef að þeir eldri eru með hugann við sín eigin leyfi, veiðar og útivist, þá slappast oft fréttaöflunin. Og þegar síst skyldi. Ef doði leggst yfir fjölmiðl- ana á sumrin þá gerist það sama alls staðar ann- ars staðar í þjóðfélaginu. Það verður ómögulegt að ná í menn eftir hádegi á föstudögum, allan júlí- mánuð og í hvert sinn sem sólin lætur sjá sig. Og um helgar verður það ómögulegt. Fyrir nokkrum árum, þegar gjaldþrota- hrinan reið yfir fyrirtækin, var þessi doði sérstaklega áberandi. Þá fóru forstjór- arnir í golf og lax um sumarið og til Florida og Thailands. Þegar þeir sneru sérsíðan af ein- hverjum dug að vinnu sinni aftur um haustið vöknuðu þeir upp við að fyrirtækin þeirra voru fyrir löngu komin í þrot. Enn er ekki komið al- mennilegt sumar og það skýrirþví varla gúrkuna sem skall á um síðustu helgi. Þing situr enn og bílstjórar, bakarar og sjó- menn fara í og úr verk- föllum. Einhverju sinni hefði þetta þótt efni í langar fréttir. En líkast til hafa fjölmiðlarnir áttað sig á að lang flestu fólki er hjartanlega sama um hvað þingmenn ræða eða hvort þessi eða hinn þyk- ist vansæll af launum sín- um. Það skein sól hér fyrir sunnan um síðustu helgi. Og það dugði til þess að fólk missti áhugann á því hefðbundna fréttaum- hverfi sem lang flestir fjölmiðlar hrærast í. Meira að segja fjölmiðla- fólkið sjálft. Það segir allt um hversu raunverulegur sá heimur er sem þessir miðlar halda að fólki. Gunnar Smári Egilsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.