Helgarpósturinn - 01.06.1995, Side 21

Helgarpósturinn - 01.06.1995, Side 21
21 Emiliana Torrini kemur í síðasta sinn fram með Spoon í Logalandi um helgina, en heimildir herma að hún standi ísamningaviðræðum við erlent útgáfufyrirtæki. , Síðast sens að siá r— ■ I ■ * i J Fmilioni „Það má segja að ástæðan sé skoðanaágreiningur," sagði Friðrik Júlíusson, trommari hljómsveitar- innar Spoon, sem aðfaranótt næsta mánudags ætlar að koma fram í hinsta sinn í Logalandi eftir að hafa starfað saman í aðeins rúmlega eitt ár. Jafnframt lá fyrir að stjarna hljómsveitarinnar, Emiliana Torr- ini, vildi fara að losna og hefur pósturinn heimildir fyrir því að hún standi í samningaviðræðum við er- lend útgáfufyrirtæki sem sjá í henni efni í stórstjörnu. Að sögn Friðriks hefur það legið í loftinu um töluverðan tíma að leysa hljómsveitina upp og sést það best á því að hann ásamt öðrum meðlimi Spoon, Inga S. Skúlasyni, er þegar búinn að stofna nýja hljómsveit, Kirsuberjatréð. Að auki er Höskuld- ur Lárusson, söngvari og gítarleik- ari Spoon, genginn til liðs við hljóm- sveitina Lemon. Þrátt fyrir fyrirséð slutt og ágrein- ing segir Friðrik Spoon hafa verið í hljóðveri og væntanleg séu tvö lög á safnplötu með hljómsveitinni í sum- ar. ■ m min Kissirtg tc cfever ^ohnny c&ir«$ |a ^ WQft'i . Andlit Bjarkar Guð- mundsdóttur prýðir forsíður flestra tónlist- arblaðanna þessar vik- urnar. Blaðamenn halda ekki vatni yfir álfinum, dansdrottningunni, barn- inu, harðjcixlinum, kynlífs- svelta Ijóðskáldinu Björk. Þeim gengur yfirleitt illa að skilja hana enda flæðir kampavínið í hverju viðtal- inu eftir annað, það er stuð hjá einstæðu móðurinni frá Is- landi. Craig McLean, blaðamað- ur hjá tímaritinu Face, hitti Björk í París þar sem hún var á kynningarferðalagi um Evrópu vegna væntanlegrar plötu henn- ar, Post. Hann fylgist með henni leika sér að blaðamönnum allra helstu tímaritanna. Þeir heillast allir af sögu hennar. Þeir hafa án efa heyrt hana áður en Björk tekst alltaf að krydda frásagnirn- ar með vænum skammti af ögr- andi athugasemdum. „Ég hef ekki átt kærasta síðan í október, ég er í kynferðislegu svelti. Ég fæddist til að vera ást- fangin. Eg er gagntekin af því, en ég er svolítið óstöðug. Mig lang- ar að kynnast einhverjum!" Útgáfu plötu Bjarkar hefur ver- ið frestað vegna athugasemda við Iitgreiningu umslagsins. Stephane Sednaoui tekur ljós- myndina á umslaginu en ljós- myndarinn, Jean Baptiste Mond- ino þáði hins vegar 2,4 milljónir fyrir myndir sem Björk hafnaði. „Ég veit hvað ég vil,“ segir Björk. „Ég get ekki látið neinn annan en sjáifa mig bera ábyrgð á plötuumslögum mínum, ljós- myndum og myndböndum. Lög- eru litlir sérvitringar sem verður riðið í rassgatið ef ég passa þau ekki.“ Þeir blaðamenn sem ræða við Björk meðal annars í Face og Raygun lofa nýju plötuna í hás- tert og finnst mikið til þess koma að söngurinn hafi verið tekinn upp ýmist við ströndina, undir stjörnubjörtum himni, í hellum eða runnum víðs vegar á Ba- hamaeyjum. Tónlistartímaritið Poxhefur þegar birt dóm sinn um plötuna og fær hún þar einkunnina 8. Sá sem skrifar dóminn virðist hins vegar ekkert yfir sig hrifinn og ýmislegt sem fram kemur í dómi hans er ekki í samræmi við ein- kunnina. Plötuna segir hann fjöl- breytilega, kannski einum of, en segir lög eins og Hyperballad vera meðal fallegustu laga Bjark- ar hingað til. ■ „Ég hefekki átt kærasta síðan í október, ég er í kynferðislegu svelti. Ég fæddist til að vera ástfangin. Égergagn- tekin afþví, en ég er svolítið óstöðug. Mig langar að kynnast einhverjum!" ...án þess að reyna Prins Póló í nýju umbúðunum. ...án þess að viður- kenna fyrir þér að Led Zeppelin er i besta hljómsveit J allra tíma. M Fjandinn hirði ýj Rolling Stones og Kiss. ...án þess að bæta aðeins í gallabuxna- já safnið. Þessar \ eru eftir 'yUSr Paul Smith ” og eru fram-|| leiddar í Jap- 8 an. Fyrstu |Í 500 eintökin voru tölu- sett - pæli£ ...án þess að létta að- eins nátt- borðslesn- inguna — til dæmis með sérútgáfu \, ...án þess að láta í ilþér í það minnsta | dreyma um að skella þér út á tónleika með Rolling Stones. i næsta , heimsreisu verða þeir orðnir rétt tæplega sex- 'tugir. ...án þess | að kaupa og lesa Lastafans og lausar y skrúfur hennar Diddu Marvels með teiknimyndasögu um okkar heittelskuðu Kiss. kalt INTERNETIÐ | er bullsjóðandi heitt. Um það þarf svosem ekki að fjölyrða. Það sem er í raun merki- legast við Internetið, með fullri virðingu fyrir öllum hinum hlið- unum, er það að geta spjallað bréflega við einhverja andans manneskju sem í þokkabót er andlits- laus. Það er frábært j fyrir ímyndunaraflið - miklu betra en mjólk. GARÐ-I V1NNA| Þótt það kunni að hljóma fáránlega má fá hreint frábært kikk út úr þvi að reyta arfa og stinga upp garóinn svona alveg burtséð i frá uppskerunni siðar meir. Mesta kikkið út | úr þessu öllu kemur þó ekki fyrr en daginn eftir þegar harðsperr- | urnar springa út. Það er nefnilega ekkert eins gott/vont og að emja af harðsperrum. SPÉSPEGLARl sem fita mann. Menn ættu að leggja það á minnið við opnun nýrra veitingastaða að j hafa spegla á kvenna- klósett- inu sem grenna fremur en hitt, semsagt spegla sem gera ekki gys að j manni. Og vel að j merkja; lýsingin verð- ur að vera rétt. Þetta eru grundvallaratriði og veitingahúseigend- ur eiga að sýna kven- fólki þá virðingu að j hafa það í hávegum. Þetta gefur nefnilega tóninn um hvort veit- ingastaðurinn kemst í j TIU 5AMRVÆMI samakvöldiðI eins og gengu yfir síð- astliðið föstudags- kvöld þegar allir hinir staðirnir kappkostuðu að ná athyglinni frá opnun nýja veitinga- staðarins i Austur- stræti. Manni er spurn: Af hverju tala þessir menn ekki saman, eins og til dæmis sveitaballa- hljómsveit- irnar á vorin sem passa ! vel upp á að ' vera ekki hver ofan í annarri á rúntinum. Það kallast heiðurs- mannasamkomulag.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.