Vísir - 06.10.1970, Blaðsíða 3

Vísir - 06.10.1970, Blaðsíða 3
VlSIR . Þriðjudagur 6. október 1970. í MORGUN UTLÖNDÍ MORGUN UTLÖND I MORGUN UTLÖND I MORGUN UTLÖND Umsjón: Haukur Helgason. SADAT er eftir- maður Nassers er vinstra megin i stjórnmálum — en ekki hændur að Rússum • Stjórn arabíska sósíal- istaflokksins tilnefndi í gærkvöldi Anwar Sadat til að taka við forsetatign eftir Nasser. Er talið, að með því sé kosning hans tryggð. Forseti verður kjör inn í þjóðaratkvæði hinn 15. október, og er talið víst, að Sadat fái mikinn meiri- hluta eftir samþykki mið- stjómar flokksins. Félagar í sósfalistaflokknum eru átta milljónir. Þingiö á á morgun að greiöa atkvæði um framboð Sadats í almennu kosningunum. Þarf Sadat tvo þriðju atkvæöa á þingi, en þingmenn eru 360. Ekki er að vænta íleiri frambjóðenda i forsetakosningunum. Aðeins einn flokkur er levfður í Egyptalandi. Sadat, sem er mikiM „andstæð- ingur heimsvaldastefnu“ hefur því tryggt sér forsetatign, aðeins fjór- um dögum etftir útför Nassers. Það var forseti þjóðþingsins Labib Shukair, sem bar fram tillöguna Láta ekki undan mannræningjum • Kanadísk yfirvöld segjast alls ekki munu láta undan ræningjun- ud, sem f gær rændu brezkum verzlimarfulltrúa í MontreaL Ræn- ingjamir krefjast hás lausnargjalds og þess, að pólitískum föngum verði sleppt. • Mikil leit er gerö að ræningj- unum, og strangt eftirlit á landa- mærum Kanada og Bandaríkjanna. Lindsay lofar fangelsisumbótum SÍÐUSTU 42 fangamir, sem gert höfðu uppreisn í New York, gáfust upp í morgun. Hafði þeim þá verið heitið, að þeir mundu ekki verða að þola illt af hendi fangavarða fyrir tiltækið. Meðal þessara f jörutíu og tveggja voru níu félagar £ félagsskap svörtu hlébarðanna. Þetta var í hinu nærri 100 ára Queens County-fangelsi, en húsin eru komin að hruni. Hinir 30 fangar í uppreisninni í því fang- elsi gáfust upp í gær. Einnig gáfust fangamir upp fyrir dögun í gær í þremur öðrum fang- elsum, þar sem uppreisn var gerð. John Lindsay borgarstjóri hefur lýst yfir fylgi við margs konar um- bætur í fangelsismálum. en kröfur fanganna um þær voru helzta or- sök uppreisnarinnar. Segist Linds- ay munu hefjast handa, jafnskjótt og kyrrð er komin á. um kjör Sadats. Kvað hann Egypta þurfa að forðast tómarúm í stjórn- málum og nauðsynlegt væri því að útnefna forsetann strax. Hann skor aði á þjóðina, „að varðveita sósíal- istíska einingu". Þetta væru erfiðir tímar. Öll þjóðin syrgði lát Nass- ers og snúast yrði gegn ísraels- mönnum út á við og afturhalds- mönnum. Miðstjórn sósíalistaflokksins seg- ir f yfirlýsingu, að „afturha'Idsöfl- in í Egyptalandl séu fáhðuð". ísra- elsmenn og heimsvaldasinnar, sem styðja þá, geti ekki fært sér í nyt ástandið til að sundra þjóðinni. Þessir aðilar, einkum Bandarikin, vilja notfæra sér glundroðann eft- ir fráfall Nassers. — Sadat kallaði Bandarfkin fyrir nokkrum mánuð- um „óvin númer eitt". Sadat er annars talinn vinstra megin við miöju stjómmálanna. Þó hefur hann aldrei verið sérstaklega hændur að Rússum. Sadat barðist með Nasser til valda f Egyptalandi í byltingunni gegn Farúk konungi, en þó bar lítið á Sadat, þar til Nasser skipaði hann varaforseta sinn í fyrra. Kjósendur mega aðeins skrifa „já“ eða ,,nei“á atkvæðaseöla sína í forsetakosningum. Nasser fékk ár- ið 1968 99,99 af hundraði at'kvæða, þegar kosið var um umbótaáætlun, er hann lagði fram. Manson réðist á dómarann — vopnaður hvössum blýanti — og „fjölskyldan' söng um morð CHARLES MANSON réðst í gær á dómarann Charles Older og hót- aði að drepa hann. Tveir veröir stöðvuðu Manson rétt framan viö sæti dómara og yfirbuguöu hann eftir hörð átök. — Manson og fé- Manson. lagar hans eru fyrir rétti i Los Angeles, og eni þau sökuö um morðið á Sharon Tate, eins og kunn ugt er. Older dómari hafði hótað að láta fjarlægja Manson úr réttarsalnum, því að hann tefði málið. Manson hrópaði, að hann mundi fjarlægja dómarann úr salnum, ef hann þegði ekki, og með það hljóp hann til sætis dómara. Hafði Manson hvass- an blýant f hendi. Verjendur Mansons segja, að hann hafi oftsinnis hótað að stinga lðgfræðing sinn Irving Kanarek með þessum hvassa blýanti, þegar lögfræðingurinn vildi ekki hlýða Manson í einu og öllu. Áður en þetta atvik varð f gær, hafði Manson sagt við dómarann: „Þegar þú dæmir mig sekan, þá máttu vita, hvað ég ætla að gera.“ „Hvað ætlar þú að gera?“ spurði dómarinn. Manson strauk aöeins skegg sitt og 'sagði: „Þú veizt það.“ Manson hrópaði til dómarans, meðan hann slóst við veröina: „Ég skal skera af þér höfuðið í nafni réttlætisins." Líka var farið út með stúlkurnar þrjár, sem eru ákærðar með Man- son fyrir morðin. Sungu þær þá vísu, þar sem orðiö „drep“ var í hverri línu. 15 ÁR FYRIR FLUGVÉLARRÁN • 56 ára Bandaríkjamaður, Ray- mond Anthony, var f gær dæmdur til 15 ára fangelsis fyrir flugvélarrán. Hann hafði rænt far- þegaflugvél frá flugfélaginu East Airlines í júnf i fyrra og neytt flugmann tii að fljúga til Kúbu. Við réttarhöldin lýsti dómarinn undrun sinni yfir þvf, að enginn af áhöfninni hafði reynt að yfirbuga Anthany, en hann var undir áhrif- um áfengis og hafði aðeins vasahnff að vopni. I>ómarinn kvað Anthony vera á- fengissjúkling og væri lff hans mis- heppnað. Castro lét senda ræningj- ann burt skömmu eftir að hann kom til Kúbu. Hann var handtek- inn, þegar hann reyndi aö laumast inn í Bandarikin frá Kanada. Fjölbreytt úrval af ódýrum skólaskrifborðum, skattholum, og mörgu fleiru. kommóðum, snyrtiborðum, svefnbekkjum Verðið einkar hagstætt. Greiðsluskilmálar mjög þægi legir aðeins 1.000.— krónur út og 750.— á mánuði. Gjörið svo vel og lítið inn í stærstu húsgagnaverzlun landsins og skoðið stærsta húsgagnaúrval sem völ er á, á einum stað. Húsgagnaverzlun Guðm. Guðmundssonar Skeifunni 15 — Sími 82898

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.