Vísir - 08.10.1970, Blaðsíða 2

Vísir - 08.10.1970, Blaðsíða 2
Peninga- j falsarar I Kona ein í Watford, Englandi.J bók dag einn upp símtól sitt og* valdi númer fyrirtækis eins í Wat J ford. En í staö þess aö fá svar? við hringingunni, heyröi hún á» tal tveggja manna í sím'anum, og J sögðu þeir m. a. eftirfarandi: • „Gott. Ég hitti þig þá þegar þúj kemur með vélinni klukkan 8.55* frá Amsterdam í fyrramálið. Og* þú hefur meö þér fölsuðu seðlanh J ... nei, nei, ég býst ekki við • neinutn vandræðum. Gott. Ég séj þig þá á flugvellinum hér íj London. J Konan hringdi þegar í stað íj lögnegluna í Waitford. Hún aðvar® aði Iögregluna á flugvellinum. % Morguninn eftir horfðu tveirj leynilögreglumenn á farþega einn» úr vélinni frá Amsterd'am réttaj öðrum manni skjalatösku, en sé» var kominn á flugvöllinn að takaj á móti þeim fyrmefnda. BáðirJ mennirnir voru þegar í stað hand • teknir. J En þeir voru reyncfar ekki með* limir neins glæpahrings. J Maðurinn sem tók við tösk-J unni heitir Barry Parker frá» Ascot og hann gat auðveldlegaj útskýrt að hann væri fram-J kvæmcfastjóri fyrirtækis í Wat-e ford sem framleiddi vélar semj þaf-uðu uppi falsaða peningaseðla. • Forstjóri fyrirtækisins, VictorJ Parson sagði svo lögreglunni aðj einn viðskipfavina Watford-fyrir-• tækisins væri banki í Amsterdam. J „Við þurftum að fá hingað* nokkra falsaöa peningaseðla tilj þess að fullviss'a okkur um aðj vélin starfaði rétt. Þess vegnae ákvað Parker að taka við tösk-J unni á Lundúnaflugvelli. • Það tók mig tvær klukkustundj ir !a0 fá lögregluna til að sleppa* honum“. • □□□□□□ Krabba- mein „Öll dýr geta fengið krabba- mein, þótt það sé ekki mjög al- gengt hjá dýrum merkurinnar", segir Gunnar Holt, norskur dýra- læknir. Um daginn skutu norskir veiöi menn elg, sem hhldinn var krabbameini i lifur. Sagði Gunn ar Holt eftir að hafa rannsakað elginn, að því miður borgaði þaö sig ekki að ránnsaka villidýr í þeim tilgangi að athuga hve krabbamein meðal þeirra væri al- gengt, en taldi þó að elgsdýr fengju þaö frekar en önnur villt dýr. Húsdýr eru hins veghr öllu verr sett en villidýr. Þau fá hlutfalls lega jafnoft krabbamein og mað urinn. Donovan kvæntur Skozki pop-söngvarinn Don- o\‘an kvæntist á föstudaginn var. Sú hin hamingjusama heitir Linda Lawrence og er 23 ára að aldri. Donovan Leitch er 24 ára. Þau Donovan og Linda híafa þekkzt í 4 ár og eiga bæði börn fyrir. Donovan á 4 ára son og Linda er móðir Julians, sonar Brians sáluga Jones, sem lék með Rolling Stones. Segja fréttir áö hjónavígslan hafi komið flestum á óvart. Eng- inn hafi a. m. k. getaö merkt það á Donovan að hann væri á biðils- buxum. Hann mun i framtíðinni búa á bónd'abæ þeim er hann hef ur búið á að undanförnu, en jörð in sú er í Skotlandi. I vor er búizt við að hann leggi upp í langa reisu á bát sín- um og mun hann hafa i hyggju að flakk'a á bátnum borg úr borg og hafa meðferðis konu sína, börn þeirra, vini sína og auk þess hljómsveit. Donovan er hátt skrifaður í pop-heiminum sem stendur. LP plata hans, „Open Ro!ad“ er á lista yfir metsöluplötur og lag hans „Riki Tiki Tarvi“ verður stöðugt vinsælla, ef marka á vin- sældalista. Dr. Marius Barnard. „Læknavísindin ráða ekki við hjartaígræðslu — gervihjörtu eru framtiöarlausnin (» Q Það ætti ekki að fremja svo margar hjartaígræðslur sem raun er á. Allt of margir læknar vita ekki hvað þeir eru að gera og auk þess er læknisfræðin komin á það stig, að oftlega er hægt að lækna viðkomandi sjúkling með öðru móti. Þetta eru orð dr. Mariusar Bamards, en hann er yngri bróðir Cristians Bamard, hjartalæknis frá Höfðaborg, en Marius, sem er 42 ára að aldri, er einnig læknir. „Hinn“ Barnardinn, sem hefur aðstoðað bróður sinn við fimm hjartaflutninga sagöi um daginn í viðtali: „Margir læknar hþfa flutt hjörtu milli manna án þess aö hafa hinn minnsta rétt til að gera slíkar aðgeröir. Vissulegh lifðu einstaka hjartaþegar nokkr- um dögum, jafnvel vikum lengur en ella hefði verið, en í flestum tilvikum dó sjúklingurinn þrátt fyrir nýja hjartað. M'argir starfs- hópar lækna sem í sameiningu hafa framkvæmt hjartaígræöslu, eru auk þess svo til kunnáttu- lausir á þessum vettviangi, eöa þá að aðstæður hafa verið slíkar, að ekki hefur verið hægt að veita hjartaþeganum nauðsynlega að búö eftir aðgerðina....“ Og svo virðist sem fleiri séu sömu skoðunar og „hinn“ Barn- ardinn, því árið 1968 voru hjarta- flutningar í heiminum 101 en 1969 var talan komin niður í 47 og í ár hafa aöeins 15 ígræöslur enn farið fr*am. Barnard segir að fækkun hjarta' flutninga stafi mestan part af þvi, að fólk sé ekki eins viljugt að ghngast undir slíkar aðgerðir né heldur aö gefa hjörtu sín veiku fól'ki, þar eð því finnisit læknar ekki vera nægilega vissir um árangur. Hjartaflutningar hafa gengiö svo bröaótt upp á síðk'astið, að margir vísindamenn eru hættir að trúa því að hjartaskipti verði nokkum tíma algeng. Þess vegna eru margir farnir að hhllast að því fremur, að heppilegra verði að beina kröftunum að gerð gervi hjarta. Dr. Marius Barnard segist verú viss um að gervihjarta verði lausnin og að það muni ekki líða á löngu áður en það verði tiltölu- lega algengt. „Við fundum upp gervinýru. Fjölmargir ganga um stálhraustir með sín gervinýru. Hvers vegna þá ekki gervi- hjörtu?“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.