Vísir - 08.10.1970, Blaðsíða 16

Vísir - 08.10.1970, Blaðsíða 16
VISIR FimHitudagur 8. október 1970. Flugfélagið endurgreiðir ríkisábyrgðar- sjóði 75 millj. á 3 mánuðum Félagfá væntir ágóða á árinu þrátt fyrir 5-6 millj. kr. verkfallstjón og aukinn rekstrarkostnað „Við eJgum ennþá langt í Iand með að ljúka greiðslum þeirra lána, sem tekin voru vegna kaupa á Friendship flugvélunum og þotunni, en það er þó mikið gleðiefni, að félagið er nú skuld- laust við rfkisábyrgðarsjóð eftir að hafa endurgreitt sjóðnum tæpl. 75 millj. króna á undan- förnum bremur mánuðum.“ Þetta sikrifar Öm Ó. Johnson, for stjóri Flugfélags ístends í nýút- komnu starfsmannablaði F.Í., Faxa fréttum. Hann skýrir ?rá því að ýmistegt bendi nú til þess, að bjartara sé framundan í starfsemi félagsins en verið hefur um nokkurt skeið. „Ferðamannasitraumurinn vex og athafnalíf þjóðarinnar virð ist vera að komast úr þeim erfið- ieikum, sem við hefur verið að etja undanfarin tvö ár. Þefcta hvort tveggja boðar aukna flutningaþörf og þar með aukin verkefni fyrir Flugfélagið:“ Verði áframhald á auikningu flutn inga sem e'ftir er ársins, í svipuðu hlutfalli og það sem er af árinu er þess að vænta að nokkur rekstrar hagnaður veröi á árinu. Slíkur hagn aður, ef til kemur, hefði þó orðíð allmiklu meiri ef ekki hefði komiö til mjög veruleg hækikun rekstrar- kostnaðar á árinu og þá einnig ef ekki hefði komið til verkfallsins sl. vor, sem stöðvaði innanlandsflu'g ið og mun hafa valdið félaginu a.m.k. 5—6 milljón króna beinu fjár hagslegu tjóni.“ —VJ Undirbúa útfíutning drykkjarvatns Ölgerðin Egill Skallagríms- son hefur nú í undirbúningi útflutning íslenzks drykkjar- vatns á Bandaríkjamarkað. Er nú unnið að því m. a. að teikna umbúðir fyrir vatnið og hefur Kassagerðin það starf með höndum. Vísir leit- aði til Ölgerðarinnar til að fá nánari upplýsingar um mál ið, en forráðamenn verksmiðj unnar vildu ekkert nánar segja um það. „Maður hleyp- ur ekki með drauma sína í blöðin,“ svaraði Tómas Tóm- asson yngri, fyrirspurnum blaðsins. Ef af þessum útflutningi verö ur munu mhrgir aöilar njóta góðs af, svo sem skipafélög, umbúðafyrirtæki og svo að sjálf sögðu ölgerðin sjálf, en hæpið er að unnt sé að verðleggja vatnið sjálft hér á landi, þó að „Pure Icelandic Water" verði orðið afar dýrt á okk'ar mæli- kvarða, þegar það kemst til neytandans í Bandaríkjunum. — VJ Baldur Gudlaugs- son efstur á lista Vöku VAKA félag iýðræðissinnaðra stúdenta hefur lagt fram Iista sinn við stjómarkjör Stúdentafélags Há- skóla íslands á laugardaginn. Fimm efstu eru þessi: 1. Baldur Guðlaugsson, stud. jur. 2. Haligrímur Guðmundsson, stud. sociol. i Z. Stefán Hreiðarsson. stud. med. i Tryggvi Páisson, stud. oecon ; 5- Davíð Oddsson, stud. jur. Kosið verður í kaffistofu stúd- ! enta í Háskólanum milli 13 og 19 á laugardaginn. — HH Þessi mynd var tekin, þegar lögreglan rannsakaði slysstaðinn í gær Tveggja ára telpa beið bana í bílslysi Tveggja ára telpa beið bana, þeg ar hún verð fyrir sendiferðabíl á Hrísateig f gærdag. Móðir hennar var stödd skammt frá, og reyndi að hrópa viðvörun til ökumannsins sem heyrði ekki til hennar vegna útvarpsins í bílnum og hávaða ! barna í grenndinni. i Bílstjórinn ætlaði að snúa bif-' reiðinni á götunni, og hafði hugað að bömum áður en hann steig inn í bílinn, en hélt allt vera f lagi. Kom hann ekki auga á litlu telp una Margréti Erlingsdóttur, sem j var til heimilis að Hrísateigi 1. Ók hann bílnum aftur á bak nokkra metra, og þá varð slysið. —GP Norðurflug fær nýtt flugskýli Norðurfilug á Akureyri er nú að ceisa verkstæöisbyggingu sunnan við flugs'kýlið á AkureyrarflugveMi j segir í íslendingi—feaifold. f>ama ifær Norðurflug mun hentugri að- I stöðu til viðgeröa og viðhalds á | vélum sínum, en að söign Tryggva Helgasonar, var það ærið kaldsamt verk að vinna að flugvirkjun í skýli flugmálastjórnarinnar yfir vetur- inn. þegar frostið I öupphituðu skýl inu var komið upp í 20 gráður. — ' Nýja skýlið verður fokhelt f haust og verður síðan gerð gangskör aö því að Ijúfca byggingunni. —JBP Gagnfræðaskóli á hrakhólum: Frosttæma bruna- hanana „Það er aö koma vetur og við . erum að fara að frosttæma alla ! ' brunahana í Reykjavík", sagði I skrifstofustjóri Vatnsveitu j | Reykjavfkur er við spurðumst . , fyrir um starfsemina. „Ýmsir að ' ilar, svo sem menn frá gatna- I mátestjóra, og aðrir hafa feng | ið að nota brunahanana ef þörf . , hefur verið á, en auðvitað ekki án leyfis eftirlitsmanns. Það er I I aðeins slökkviiliðið sem má nota i I þá eftir þörfum.“ Sikrifstofustjórinn sagði að . annars fengju brunahanar borg . arinnar að mestu að vera í friði. Varla kæmi fyrir að skemmdarverk væru unnin á; þeim. „Þó er ekið á þá stöku . sinnum". í morgun birti Vatns veitan aug'lýsingu í blöðum og er þar bent á að ekki sé leyfi- íegt að hagnýta sér brunahana til eins, 5ða.neins,.án Jeytfif yatns veitunnar. -^-GG Er til húsa í leikfimihúsi og Sjálfstæðishúsi Kópavogs meðan beðið er eftir nýja húsnæðinu 230 nemendur eru í vetur í Digra nesskólanum í Kópavogi. sem er gagnfræðaskóli, annar aif tveimur í Kópavogi. í haust stóð t<l að taka í notkun hluta af nýrri álmu við skólann en vegna . verkfallanna i vor töfðust framkvæmdir þannig aö kennsla í nýju álmunni getur ekki hafizt fyrr en um áramót, eða þar um bil, að því er Karl Guðjóns son, fræðslustjóri Kópavogs segir. Húsnæði Digranesskólans rúmar ekki alla, þá nemendur, sem þar haifa nú skólavist, og þótt tvfsett sé í alten s'kólann hefur orðið að leigja hæð í Sjélfstæöishúsinu, sem er skammt frá siálfum skólanum. und- ir kennslu. Einnig er kenmt í kjall ara íþróttahúss Kópavogs, en það hús er sameiginiegt fyrir alte skól ana I bænum. 1 Það er því brýn þönf að nýja álm an komist sem allra fyrst í gagnið, kennslustofur verði komnar Víghólaskólinn, skölinn 1 Kópavogi er eldri og fjöl mennari. Þar eru í vetur 650 nem í lag. endur og sagði Karl Guðjónsson hinn gagnfræða-1 að húsnæði hans væri fullnægjandi. I —GG Ætlaði að lyfta bát- en velti krananum Kranabíll valt vestur á Granda- garði í gærkvöldi, þegar unnið var að því að lyfta 7 tonna bát af sjónum og upp á bryggju. Lagðist kraninn á hægri hliðina. Ökumaður kranabílsins, sem sat inni f ekilshúsinu, þegar öhappið að bifreiðin hafði Iyfzt vinstra meg- in, og sá hann, hvað verða vildi. Tókst honum að stökkva úL En kranastjórinn var staddur inni í krananum, og komst ekki út, áður en kranabíl'líinn Skall á hlið- ina. Hann slapp þó án alvarlegra meiðsla. Fkemindir urðu ekki miklar, en um áramótin er búizt viö að 4 I vildi til, varð þess allt í einu var, hvorki á krananum ná bátnum. -GP Bandaríski fáninn - á hvolfi • Líklega er það fyTÍr handvömm eina saman, að bandaríski fáninn sneri öfugt á stöng sinni, eins og sést á myndinni, sem ljósmjmdari biaðsins tók í gær. Þetta var vií þekktan veitingastað, sem skipti! taisverit við útlendinga, og þá ekk. sízt Bandarík'jamenn, svo varla he! ur staöurinn viljað mötmæla neint með þessu. 60 vildu I verða sjón- varpsþulur ÍVinsældir sjónvarpsins, sem vinnustaðar, virðast fara vax- andi, ef marka má eitthvað af því, að er umsóknarfrest- ur um þulustarf rann þar út fyrir nokkrum dögum, höfðu um 60 stúlkur sent inn um- sóknir. Hins vegar sóttu að- eins 14 stúlkur um þulustörf við sjónvarpið, þegar það var dð byrja. í fyrra bárust um 40 umsóknir um þetta starf. Svo sem kunnugt er, hafa nú þrjár sjónvarpsþulur látið af störfum og aðeins eitt nýtt andlit komið í stað þeirra, Ing- unn Ingólfsdóttir. Hefur hún starfað við lista- og skemmti- deild sjónvarpsins um nokkurt skeið, og hefur því að öllum líkindum gert sér fulla grein fyrir því, út í hvað hún var að gangh, er hún hóf þulustarfið s.l. föstudagskvöld, en það kvöld gekk vetrardagskrá sjón- varpsins í gildi. Unnið hefur verið við að gera prufumyndatökur af þeim um- sækjendum, sem koma til greina að verða valcfar í hin störfin tvö. Allt bendir til þess, að þvi verði lokið á morgun og sjónvarpsáhorfendur megi jafnl vel búast viö því, að sjá andlitj nýrrar þulu birtast á skerm-| inum hjá sér um helgina. — ÞJM|

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.