Vísir - 08.10.1970, Blaðsíða 9

Vísir - 08.10.1970, Blaðsíða 9
VISIR . Fimmtudagur 8. október 1970. Tismsm: — Farið þér oft í kvik- myndahús? Guðrún Helgadóttir, skólanemi: — Já, ég held að mér sé óhætt að segja að ég fari oft í kvik myndahús. Og þá bara ef það dettur í mig, en sjialdnast til að sjá einhverja sérstaka mynd. Bjöm Halldórsson, bifreiðarstj.: — Já, ég fer oft, þ.e.a.s. ef þið kallið það að fara oft í bíó, að fara tvisvhr til þrisvar I mán- uði. Það em aðallega gaman- myndir, sem ég sé — nóg er alltaf sýnt af þeim, sem betur fer. Þráinn Þórhallsson, prentsmiðju stjóri: — Nei, mjög sjaldan. Áhugi minn á kvikmyndWist hefur aldrei verið mikill og held ur hefur dregið úr honum frek ar en hitt upp á síðkastið. Gerir það bæði tímaskortur og eins það, aö maður hefur fengið sjón varp inn á heimilið. Þórður Sigurðsson, kaupamaður norður í landi: — Bíóferðum mínum fer stöðugt fækkandi. Kemur það þó ekki til hf til- komu sjónvarpsins. Maður er bara hættur að sendast langar leiðir í bíó til að sjá „takmark aðar“ myndir. Guðmundur Sigurjónsson, hjól- tíarðaviðgerðarmaöur: — Nei, ekki núna í seinni tíð. Maöur er nefnilega kominn með sjónvarp og hættir öllu heldur til að setj- ast í uppáhaldsstólinn sinn og horfa á bíómyndirnar, sem það sýnir. — Það er þó langt frá þvi, að ég horfi á þær ali'ar — þær eru oft ekki það kræsileg- ar. „Ein merkasta réttarbót sem ísfenzku skólafólki hefur boðizt á síðari árum" — To/oð v/á Ólaf H. Óskarsson, yfirkennara framhaldsdeilda gagnfræðaskólanna □ Framhaldsdeildir gagnfræðaskólanna í Reykja vík hafa nú starfað árið. Samt mun ekki öllum vera ljós sú starfsemi, sem þar fer fram og hvaða réttindi próf úr þessum deildum veita. Vísir sneri sér til ÓlafS H. Óskarssonar yfirkennara og spurði hann fyrst: Hvert er markmiðið með framhalds- deildunum? „Tjað er að gefa fólki kost á víðtækri, almennri mennt- un auk þess sem 1. bekkur, eða 5. bekkur eins og hann nefn- ist hér, gefúr því rétt til inn- göngu í aðra skóla. Svo ég held því fram, að þær séu ein merk asta réttarbót, sem íslenzku skólafólki hefur boðizt á siíðari árum. Þarna opnast nýjar leiðir fyrir gagnfræðinga. Það er greinilegt á þeim gagnfræðing- um. sem voru hér við nám í fyrra, að þeir eru vel til skóla- náms fallnir. Þeir hafa bara átt- að sig seint á sjálfum sér og til hvers þeir voru falilnir.“ Hvaða réttindi veita próf úr framhaldsdeildunum? „Að loknum 5. bekk á tækni kjörsviði sleppa nemendur við fyrrihiuita undirbúningsdeildar Tækniskólans. Eftir próf úr 5. bekk, án tillits til kjörsviðs, veitir Iðnskólinn þeim rétt til styttingar iðnskólanáms um 4 mánuði, en próf úr 6. bekk veit ir rétt til styttingar iðnskóla- náms um 8 mánuði. Hjúkrunar skóli íslands veitir umsækjend- um með próf úr hjúikrunarkjör sviöi forgangsrétt til inngöngu umfram umsækjendur með ann að jafniangt undirbúningsr.ám. Loikapróf síðara árs á uppeldis kjörsviði veitir sétt til þesis að hefja svonefnt tveggja ára að- faranám í Kennaraskóla íslands. Fá að fara í mennta- skólana með framhalds- deildarpróf Svo eru það menntaskólamir, sem er stónnerkileg breyting í sjálfu sér. Eftir loikapróf fyrra árs, og þá er nóg að hafa staö- izt prófið, fá nemendur rétt til að hefja nám á fyrsta ári. menntaskóla þ. e. a. s. í 3. bekk. En svo er annað, sem er enn merkilegra, að þeir, sem hafa lokiö prófi fyrra árs og hafa náð 5.5 í aðaleinkunn hið minnsta og engri einkunn und- ir fjórum, og ef skólastjóri mæl ir sérstaklega með umsækjanda og hann stienzt 'inntökupróf í þeim menntaskóla, sem hann setlar í, í þeim greinum, sem ekki eru kenndar í framhalds- deildunum, þá má hann setjast í 2. bekk eða 4. bekk mennta- skóla, Þannig gildir fyrra árið hér í raun réttri 1. bekk í menntaskóla. Verður spennandi að fylgjast með þessum krökkum Hingað hafa komið landsprófs menn og farið þessa leið. Það verður fróðlegt að fylgjast með þeim nemendum, og það verður gert, sem fóru í menntaskólann héðain. Það fóru um 30 nemend- ur héðan í 1. og 2. beikk mennta skóla, þar af um 20 í 2. bekk. Plestir þessara nemenda voru gagnfræðingar, og það verður mjög spennandi að fylgjast með þassum krökkum.‘‘ Eru það allt unglingar, sem sækja skólann? „Nei, alte ekki. Hér er fólk á öLlum aldri. Ég get nefnt dærni um nemanda í fyrra, 31 árs að aldri. Hann !as utan skóla, stóð sig vel og ætlar aö reyna við menntaskóla í vetur“. Er ekki annar andi ríkjandi hér meðal nemenda heldur en í gagnfræðaskólunum? „Hingað kemur fólk með þvi hugarfari að læra. Hingað hefur komið fólk með lágt gagnfræða próf, staðið sig mjög vel og fengið umbun erfiðis að vori.“ Viö hvað miðast námsefni? „í fyrra var skipuð nefnd til að athuga námsefni. Mið var tek ið af þeim frambaldsskölum, er fyrir eru í landinu. Gildi hinn ar almennu menntunar var fyrst og frernst haft í huga, en mið hlýtur að hafa verið tekið af menntaskólunum, þar sem nám hér veitir inngöngu í menntaskólana." ... nám hér veitir inngöngu í menntaskóla... Skólinn fór seint af stað í fyrra Hver er nemendafjöldi skólans? „I fyrra voru 119 s'kráðir viö skólasetningu, en nú eru það 232, með þessum sjófuglum okk ar, en eftir eru 16 nemendur í sjóvinnudeild sem var starfrækt þegar gagnfræðaskóli var hér.“ Nemendafjöldinn hefur því aukizt — hvaða orsök er fyrir fjölguninni? „Nú kemur hingað það fól'k, sem var of seint á sé-r í fyrra að fara í skólann, en orsökin kann eisnig að vera sú, að Kenn araskólinn hefur ekki opið nema 1 hálfa gátt. Skólinn fór voðalega seint af stað í fyrra. Akvörðunin um hann var ekki tekin fyrr en seint í september. Hvemig er kennsiunni hagað? „Námið skiptist í kjarna og kjörsvið. Á fyrra ára er ekki ýkja mikill munur á kjörsvið- um. Þá eru 28 tímar í svonefnd um kjarna og 6—7 tiírnar á kjör sviði, á viku. Auk þess hefur skólinn 1—3 tíma til ráðstöfun ar. Á sl. ári voru þessir tímar m.a. notaðir til þess að veita nemendum aukaaðstoð í þeim greinum sem þeir stóðu höllum faeti. Einnig var þeim gefinn kostur á bókfærsilu og þýzku. Svo tókum við undir þennan lið skemmtilegan þátt. Það voru fengnir fjórir fyrirlesarar í skól ann. Nemendur tótou virkan þátt í spurningum og umræðu á eftir fyrirlestrunum. Ég ætla aö reyna að halda þessu á'fram í vetur, ef ég get.“ Á tæknikjörsviði einvörðungu piltar Skiptast nemendur I kjör- sviöin eftir kynferði? „I vetur eru tveir piltar á hjúkrunarkjörsviði, á tæknikjör sviði eru einvörðungu piltar, hin kjörsviðin skiptast 1 helminga." Hver varð reynslan af vetr- inum í fyrra? „Hún má teljast nokkuð góð, þegar hafðir eru í huga þeir erf iðleikar, sem fylgja nýju skóla- stigi t.d. hin óljósa réttarstaöa nemenda, sem gerði starfið nokkuö öröugt bæði fyrir nem endur og kennara. Það var ekki fyrr en undir vorpróf, að þeir fengu að vita hvaða réttindi þeir fengju út úr þessu.“ Aö lokum segir Ólafur, aö' Kennaraskóli íslands kenni eft- ir sömu námsskrá í 1. bekk og framhaldsdeildimar á uppeldis- kjörsviði. Kennarar þar hafi kenn'araskólalaun og það sé auð vitað sanngjarnt að kennarar framhaldsdeildanna beri hið sama úr Dytum. — „Kennarar eru að sjálfsögðu ó- ánægðir með aö vera á gagji- fræðaskólataxta." —SB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.