Vísir - 08.10.1970, Blaðsíða 3

Vísir - 08.10.1970, Blaðsíða 3
VSSIR . Fimmtudagur 8. október 1970. I MORGUN UTLONDI MORGUN UTLOND I MORGUN UTLOND I MORGUN UTLOND Umsjón: Haukur Helgason. Nixon tílbúinn að nefna úkveðinn dag — til heimk’óllunar bandariskra hermanna frá Vietnam — býður vopnahlé — ’óllum f 'óngum verði sleppt — fundin pólitisk lausn Vietnammálsins Richard Nixon. Q> Nixon forseti Banda- ríkjanna bar í gær- kvöldi fram nýjar tillögur til lausnar Víetnamdeil- unni. Nixon leggur til, að báðir aðilar lýsi yfir vopna hléi þegar í stað. Herir beggja verði látnir hörfa frá bardagasvæðum. Allir fangar verði látnir lausir. Bandaríkin séu tilbúin að nefna ákveðinn dag, og muni allir bandarískir her- menn farnir burt úr Víet- nam á þeim degi. Leitað skuli stjórnmálalegrar lausnar á deilunum, sem báðir geti sætt sig við. Margir kunnir þingmenn hafa lýst ánægju sinni meö tiilögur Nix- ons. Þeir leggja áherzlu á, aö nú skipti mestu, aö Noröur-Víetnam svari jákvætt. Blaðið New York Times styður tiliögurnar og segir í forystugrein að kommúnistar verði nú að leggja spilin á borðið og sýna ótvírætt, hvort þeir viija frið eða ekki. Leiðtogi demókrata 1 öldunga- deiidinni Mike Mansfield og Gerard Ford leiðtogi repúblikana í fulitrúa- deiidinni segja þaö von sína, að tiilögur Nixons muni valda þátta- skilum í friðarviðræöunum í París. Mansfield sagði í viðtali við frétta- stofuna Reuter, að hann búist við, að Norður-Víetnamar vísi tillögun- um á bug. Hins vegar hafi þessar tiliögur Nixons og tillögur, sem Yinstri sinnar ofan á Ovando verður Juan Jose Torrez hershöfð- ingi og aðrir vinstri sinnar hafa náð stjórnartaumun- um í Bólivíu. Stjórn hægri sinnaðra herforingja sagði af sér í gær, þegar borg- arastyrjöld blasti við. — Vinstri menn, bændur, kyrr i landinu stúdentar og verkamenn, höfðu þá mikinn viðbúnað til að steypa stjórninni. Ovando forseti Bölivíu leitaði hælis í semdiráöi Argentínu i höfuð- borginmi La Paz, þegar hægri menn tóku völdin fyrr í vikunni. Ovamdo hefur nú yfirgefið sendiráðiö og mun hann verða um kyrrt í land- inu eftir valdatöku Torrez. Mikil ókvrrð er enn í Bólivíu, og LÍF CROSS Á BLÁÞRÆÐI • Ræningjarnir, sem snemma í vikunni rændu Bretanum Jam- es Cross, framlengdu frest sinn til klukkan fjögur í dag. Ef ríkisstjórn Kanada hefur þá ekki gengið að kröfum þeirra, segjast þeir munu taka Cross af lífi. Ræningjamir hafa leyft Cross að hafa sambamd við ful'Itrúa Kanada- stjómar og brezka diplómata. Seg- Cross, að sér 'líði vel og vel sé með sig farið. Hann biður menn að taka vel tillögum ræningjanna og mál- stað þeirra, en þeir berjast fyrir aðskilnaði hinnar frönsku mælandi borgar Quebec frá kanadískh rík- inu. Cross' var beðinn að reyna að fá ræningja til að tilnefna fulltrúa, sem unnt væri að ræða við um frelsi Cross og kröfur þeirra. Ovando hættir við að flýja land. Noröur-Víetnamar báru fram ný- lega báðar saman lagt góöan grund völl fyrir friöarviðræðumar næstu viku. „Það er ekki útilokað, að unnt veröi að semja,“ sagði Mansfield. Ford sagði, að vel mætti vera, að tillögur Nixons kynnu að breyta ástandinu. Hugsanlegt væri, að unnt yrði að semja um eitthvað, eða jafnvel að báðir gætu sætt sig við aðaltillögurnar. John C. Stennis formaður I her málanefnd öldungadeildarinnar gagnrýnir hins vegar tillögur Nix- ons. Segir demókratinn Stennis, að hann komi ekki auga á neitt nýtt í tillögunum, sem ekki 'hafi áður ver- ið boöið Hanoimönnum. William Fulbright öidungadeildarmaður, for maður utanríkisnefndar segist telja sem fyrr, að stærsta hindrunin sé stuðningur Bandaríkjtstjórnar viö ríkisstjórn Van Thieus í Saigon. Fulbright leggur til, að ný ríkis- stjóm taki við í Saigon, og í henni verði fulltrúar, sem ailir aðilar geti við unað. Sú stjóm sitji til bráða- birgða, unz unnt verður að láta kosningar fara fram. Hins vegar segist demókratinn Frank Church, sem alltaf hefur gagnrýnt harðlega stefnu Banda- ríkjanna í Víetnam, vera mjög á- nægður með tillögur Nixons. — Church telur þær vera góöan grund völl fyrir frið. Hugh Scott leiðtogi repúblikana í öJdungadeildinni segir ræðu Nix- ons byggjast á mikilli áætlun. „Við stöndum á þröskuldi friðar í 'heim- inum. Ef andstæðingamir hafna til- Iögum Nixons forseta, verða þeir einir að bera alla ábyrgö á því, að stríðið haldi áfram.“ Ráðherrar í ríkisstjórninni í Was hington eru varkárari í ummælum sínum. Þeir bíöa eftir viðbrögðum kommúnista og gera sér vonir um, aö kommúnistar muni kynna sér tillögurnar gaumgæfilega, áður en þeir svara. Bent er á, hversu erfitt mundi reynast aö framfylgja vopnahléi, þar sem víglínan í Suður-Víetnam sé svo óljós. Þó ætti það að tak- ast með góðum vilja beggja, ef vopnahlé yrði samþvkkt. Hugmynd Nixons meö þessum tillögum mun vera, að vopnahlé verði gert á sama hátt og nú er í Mið-Austurlöndum. Vopnahlé í Ví- etnam ætti eins og tilgangurinn er með vopnahlénu við Súezskurö að skapa grundvöll fyrir friðarsamn- inga. Algert vopnahlé muni bæta andrúmsloftið í viðræðunum í Par- ís, en auk þess leggur forsetinn til, að grundvöllur friðarviöræðnanna verði breikkaður með þátttöku ann- arra. Ekki var í morgun vitað um við- brögö Norður-Víetnama og Víet- kong. Líklegt var taliö, að komm- únistar mundu hafna tillögunum í fyrstu lotu. Vonir voru þó bundn- ar við þær, þegar til lengdar léti. Margir stjómmálaforingjar í Banda ríkjunum voru mjög ánægðir meö tillögurnar, og sumir sögðu, „að friður væri á næsta leiti," ef komm únistar létu skynsamina ráða. ekki víst, hvort Torrez er traustur í sessi. Jlfsláttarfarajöld innanlands ~ *** Samkvæmt ákveðnum reglum er fjöl- skyldum, sem hefja ferð sína saman, veittur afsláttur þannig að fjölskyldu- faðir greiðir fullt fargjald, en aðrir í fjöl- skyldunni hálft fargjald. ' Skrifstofur tlugfélagsins og umboðsmenn um land allt veita fLJt nánari upplýsingar og fyrirgreiðslu. FLUGFÉLAC /SLAJVDS Heilbrigðiseftirlitsstarf Staða eftirlitsmanns viö heilbrigðiseftirlitið í Reykja- vík er laus til umsóknar. Umsækjandi skal vera á aldrinum 21—35 ára og hafa stúdentspróf eða sambærilega menntun, vegna sémáms erlendis. Laun samkvæmt kjarasamningi borgarinnar. Frekari upplýsingar um starfið veitir framkvæmdastjóri heil- brigðiseftirlitsins. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist borgarlækni, Heilsuverndarstöðinni, fyrir 24. október næstkomandi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.