Vísir - 09.09.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 09.09.1975, Blaðsíða 6
6 Vlsir. Þriöjudagur 9. september 1975. VÍSIR Ctgefandi: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson Ritstjóri frétta: Arni Gunnarsson Fréttastjóri erl. frétta: Guömundur Pétursson ./ Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Augiýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösia: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Slöumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 800 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 40 kr. eintakiö. Blaöaprent hf. Viðkvæmu málin Tregða stjórnmálamanna og hagsmunasamtaka við að hefjast handa um endurskoðun og úrbætur á vinnulöggjöfinni hefur vakið athygli manna. Ekki hefur þó skort yfirlýsingar frá stjórnmálaflokkun- um og samtökum launþega og vinnuveitenda um nauðsyn umbóta á þessu sviði. En þegar til kast- anna kemur hlaupa þessir aðilar eins og köttur i kringum heitan graut. Núgildandi vinnulöggjöf var á sinum tima merk lagasetning og nauðsynleg, enda tryggði hún laun- þegum veigamikil réttindi. En nú eru senn liðnir fjórir áratugir siðan þessi löggjöf var mótuð. Á þeim tima hafa orðið verulegar breytingar á þjóð- lifs- og atvinnuháttum. Þessar breytingar kalla á endurmat og breytt vinnubrögð. Eitt af þeim atriðum, sem mjög brýnt er að taka til athugunar, er hin sterka aðstaða einstakra og i i mörgum tilvikum fámennra starfshópa til þess að knýja fram kjarabætur langt umfram það, sem al- mennt gerist á vinnumarkaðnum. Eitt skýrasta dæmið hér um er sú þvinga, sem einstakir starfs- hópar flugfélaganna hafa á félögunum. 1 siðustu viku beittu flugfreyjur þessu valdi, en fyrr á þessu ári höfðu bæði flugmenn og flugvirkjar gert slikt hið sama. Þegar þessi vinnubrögð eru gagnrýnd, er ekki verið að leggja mat á, hvaða laun þessum starfshópum ber að réttu lagi. Það, sem þarf að taka til athugunar, er hin misjafna aðstaða einstakra starfshópa i þjóðfélaginu. Ólikir starfs- hópar innan sama fyrirtækis sitja jafnvel ekki við sama borð i þessum efnum. Einmitt þessi misjafna aðstaða hlýtur að vekja verkalýðshreyfinguna til umhugsunar um úrbætur. Verkalýðsforystan hefur fram til þessa verið treg til að ræða i alvöru um endurskoðun vinnulöggjafar- innar. Ástæðan er m.a. sú, að forystumennirnir hafa óttazt, að slik endurskoðun myndi draga úr þeirra eigin völdum og áhrifum. Spurningin er hins vegar sú, hvort lengur sé unnt að horfa fram hjá þeim fjölmörgu og augljósu annmörkum, sem eru á núverandi skipulagi. Það er ekki sizt hin ójafna að- staða starfshópanna, sem knýr á, um raunhæfar að- gerðir i þessum efnum. Frumkvæðisskyldan hvilir á aðilum vinnu- markaðarins. En að hinu leytinu verður að ætlast til þess af stjórnmálaflokkunum, að þeir hefji umræður um þessi málefni og móti ákveðna af- stöðu. Það hefur enginn stjórnmálaflokkur þorað að gera skýrt og ákveðið af ótta við spennitreyju hags- munasamtakanna. Hræðsla stjórnmálaflokkanna við að kveða skýrt að við stefnumótun og framkvæmd stefnumála er einkar athyglisverð. Þeir hafa i ýmsum efnum látið i minni pokann fyrir hagsmunahópunum og eru þvi ekki eins mótandi afl i þjóðfélaginu og áður var. Nú treysta þeir sér ekki til þess að marka ákveðna stefnu varðandi breytingar á vinnulög- gjöfinni. Ástæðan er sú, að hagsmunasamtökin hafa skotið sér undan þvi að ræða þessi málefni af al- vöru. Við svo búið má ekki standa. Það er full ástæða til þess að hreyfa við þessum málum. Þau eru að sjálf- sögðu viðkvæm, en ekki svo, að hagsmunasamtökin eigi að geta svæft þau. Almenningur óskar eftir opinskáum umræðum um slik efni. Hvorki stjórn- málaflokkarnir né aðilar vinnumarkaðarins eiga að komast upp með að skjóta sér undan þeirri ábyrgð. Umsjón: GP ::::: ■ m m I \ f ■ ■ : ■ ■ ■ ■ 5 : ■ Þeir gceta hons eins og sjóaldur augna sinna m mm Mjótt ó mununum Þessi gæzla kom i góöar þarfir á föstudaginn, þegar hún leiddi til þess að afstýrt var einu forsetamorðinu I Bandarikjun- um til viðbótar. Ein af fylgikonum Charles Mansons, morðingjans, sem vakti viðbjóð um heim allan, þegar hann leiddi svallfjöl- skyldu sina i fikniefnavlmu út i morð á leikkonunni Sharon Tate sem komin var marga mánuði á leið með barn sitt, mundaði skammbyssu að Ford. Einn lif- varða forsetans, Larry Buendorf, fékk á elleftu . stundu þrifið I handlegg stúlk- unnar og neytt hana til að sleppa byssunni. Svo mjótt var á mununum, að bógurinn, sem hleypt hefði af skotinu, hefði hann smollið á hvellhettunni, lenti á fingri mannsins og klemmdi hann illa. Jafnvel á þingpöllunum halda llfverðir forsetans sig nálægt honum, þótt hann sé umkringdur þingmönnum einum. Tilræðið gegn Bandarikjafor- seta fyrir helgina olli miklu uppnámi i Bandarikjunum. Hefur iögreglan I Sacramento I Kaliforniu legið undir ámæli fyrir að hafa ekki tryggt öryggi þjóðhöfðingjans betur en svo, að umkomulaus stúlkukind, hálf- sturluð, var hársbreidd frá þvi að vinna honum mein. Lögreglan i Sacramento hefur visað slikum ásökunum á bug. Segist reyndar hafa haft meiri viðbunað en oft hafi verið áður á ferðum forsetans. Stenzt ekki fram- rétta hönd Eins og böggull Þegar Ford forseti fer á stjá úr Hvlta húsinu, er hann nánast A sllkum andartökum unir stjórnmálamaðurinn sér bezt, en iifvörður hans hins vegar verst. Litil auðkenni Þessi 37 ára gamli lifvörður er dæmigerðúr fulltrúi úr leyni- þjónustunni. Þar hóf hann störf eftir að hafa gegnt þjónustu i flotanum. Hann var settur strax til starfa i þeirri deild, sem annast gæzlu forsetans og fjöl- skyldu hans. Lifverðirnir, sem fylgja Ford, hafa vökul augu á öllum þeim, sem eru i grennd við hann hverju sinni. Þeir bera skamm- byssur innanklæða og örsmá labbrabbtæki. Hljóðneminn er nældur innan á jakkaboðunginn, svo að lítið eða ekkert ber á hon um, en móttakaranum er komið fyrir eins og heyrnarhjálpar- tæki i eyranu. Þetta heyrnartæki og litil vaff-laga gullnæla á jakkanum eru einu ytri merki þess, hverjir þarna eru á ferð. alltaf I fjölmenni. Tilræði likt þessu á föstudaginn er mögu- leiki, sem ávallt er fyrir hendi. Hann hefur verið stjórnmála- maður öll sin fullorðinsár, og fær ekki hrist af sér þann vana að gripa sérhverja framrétta hönd, eða smeygja sér inn i hóp velunnara til að kasta á þá kveðju. En hversu þykkur, sem slikur manngrúi er, hversu margar herðar hann klappar á, eða hendurhannhristir, þá er ávallt til staðar örfáa metra frá hon- um minni hópur sem fylgir hon- um hvert fótmál. Lífvarzlan aukin Venjulegast hafa þeir sig ekkert I frammi. En þessi hálf tylft manna, sem helzt þekkjast á þvi, að þeir eiga það sam- eiginlegt allir að vera stutt- klipptir og skera sig úr síöu hár- tizkunni, eða á ihaldsseminni i klæðaburðinum innan um sund- urgerðarklæðnaðar-fizkuna, eru lifverðir forsetans úr öry ggisþjónustunni. I hvert sinn sem forsetinn leggur land undir fót, fer i hönd mikið annriki hjá leyniþjónust- unni. Tylft manna gengur vaktir við að gæta hans. Sjö eða átta þeirra vikja aldrei nema nokkur skref frá honum. „Það litur ef til vill út fyrir, að enginn sé honum nærstaddur til hjálpar, en I rauninni er hann eins og innpakkaður böggull á milli okkar”, sagði einn starfs- manna leyniþjónustunnar við fréttamann Reuters I umræð- um, sem tilræðið á föstudag vakti. Lifvarzla forsetans hefur verið stóraukin eftir að John F. Kennedy heitinn var ráðinn af dögum i Dallas 1963. Einn liður þessarar öryggisvörzlu er gát, sem höfö er á grunsamlegu fólki, er forsetanum gæti stafað hætta af. Um 50.000 slikir ein- staklingar eru á skrá yfirvalda vegna þess arna. En þótt Lynette Alice Fromme, sem fyrst hefur orðið til þess að sýna Ford tilræði, hafi á siöustu vikum haft i hót- unum við forsetann, og að ná- grönnum hennar og sambýlis- fólki i Sacramento hafi verið kunnugt um það, þá var hún ekki á þessari skrá. Nú er það svo, að leyniþjón- ustan lætur gæta að þessum grunsamlegu einstaklingum nokkru áður en forsetans er að vænta á heimaslóðir þeirra. Þótt hún hafi ekki viljaö viður- kenna slikt opinberlega, þá er það á allra vitorði, að stundum er hafður vörður um sllkt fólk dag og nótt undir þvilikum kringumstæðum. Til eru dæmi þess, að þessir einstaklingar hafi verið, teknir úr umferð, meðan á heimsókn forsetans stendur. En einhvern veginn yfirsást j mönnum Fromme. Það er talið, að alls vinni um ■ 1,300 manns við þetta eftirlit jj með öryggi forsetafjölskyld- ■■ unnar. Kostnaður af þessu starfi ■■ er umtalsverður póstur á fjár- jj lögum. Fyrir 1963 var hann um 5 jj milljónir dollara, er nú tæpar !! 100 milljónir dollara. : ::

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.