Vísir - 09.09.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 09.09.1975, Blaðsíða 7
Vfsir. Þriðjudagur 9. september 1975. Þú œttir að iesa þetta: Ef þú vilt nú órangri í megrun • Segðu vinum þinum, að þú ætlir i megrun. Þá verður erfiðara að snúa aftur. • Drekktu stórt glas af vatni fyrir aðalmáltið- ina. Það minnkar lystina. • Kauptu mat-sem þér finnst ekki sérlega góð- ur, eða þá það dýran mat, að þú hafir ekki ráð á nema litlu Borðaðu einn, ef þú átt erfitt með að sjá aðra háma i sig. • Farðu fyrr að sofa, ef þú átt vanda til að borða á kvöldin. í rúminu finnurðu minna fyrir hungri. • Kauptu föt, sem eru það þröng, að þú neyðist til að grenna þig vegna þeirra. • Bezta ráðið: Hreyfðu þig meir! A6 grenna sig er erfitt. Þetta er sta&reynd, sem viö blásum ekki svo auðveldlega i burtu. Hvað eftir annað birtast aug- lýsingar i blöðum um alls kyns megrunarleikfimi og viö lesum hverja greinina á fætur annarri, iar sem gefin eru ráð til þess að losna við 5 klló á svo og svo stuttum tima. Þeir eru áreiðanlega margir, sem reynt hafa að fara eftir þessum ráðleggingum. Oft er þó um strembna megrunarkóra aö ræða — og sumir gefast upp fyrr en varir. 1 þessari grein ætlum viö eng- ar slikar ráðleggingar að gefa. Við ætlum hins vegar að segja frá ýmsu, sem Vert er að vita fyrir þann, sem vill losna við kiló. Þegar i æsku leggjum við grundvöllinn aö matarvenjum okkar i gegnum allt lifið. Upp Ur þessum matarvenjum verður matarþörfin til, sem kemur til með að ákveða hina eölilegu þyngd okkar. En þessi eðlilega þyngd samræmist langt þvi' frá alltaf þeim hugmyndum, sem við gerum okkur um, hvensu þung við ættum að vera. SU þyngd er kannski heppilegust.. fyrir heilsu okkar og einnig Ut- lit. Ef hin eðlilega þyngd er of há — og viökomandi ætlar sér að ná hlnni eftirsóttu þyngd, þá krefst það megrunar. Og það er nokkru meira en að segja orðið. Til þess að árangur náist, þarf oftast að leggja mjög hart að sér. Það er eins gott aö vita það, án þess að við séum að hræða nokkurn. Þaö'ersjálfsaginn,sem gildir. Þaö dugar ekki að fara i megrun, eingöngu vegna þess að „bezti vinurinn” eða „bezta vinkonan” gerir það, eða aðeins af þvf, að „allir hinir” gera það. Það er lika þýðingarlaust að ná af sér kílóum, af þvi að maður las nýlega einhverja spennandi aðferö i blaði og vill prófa hana strax. Slikt rennur oftast fljótt Ut f sandinn. Þarf ég nauðsynlega að grenna mig? Kemur mér til með að liða betur? Mun ég lita betur Ut? Spurðu þig þessara spurninga, ef þú ert i' megrunar- hugleiðingum. Það er eins gott, að svörin verði jákvæð. Ef svo er, verður bezt að gera ná- kvæma áætlun um kúrinn. „Hversu mikið á ég aö grenna mig?” „Hversu hratt?” „Hvaðá aðferð á ég aö nota?” Þó að ekki sé um að ræða nema nokkur kfló, er bezt að gera áætlun. E-itthvert hálfkák við aðreyna fyrst þessa aðferð og svo hina, dugir ekki. Sé um að ræða mjög mörg kfló, þar sem hætta væri á, að heilsan yrði fyrir skaða, er ráð- legt að hafa samráð við lækni. Séu taugar i ólagi, getur megr- un verið mjög skaðleg. Sé við- komandi einn af þeim, sem leggur allt sitt traust á matinn og borðar mikið, þegar eitthvað bjátar á, er frekar ástæða til þess að fá andlega hjálp heldur en að leggja á sig megrunarkUr. Það er mjög hyggilegt að grenna sig i samráði við lækni. Einhvers staðar þarf viðkom- andi þá aö sýna árangur, og læknirinn mun sjá um, að megrunin eigi sér staö á réttan og hæfilegan hátt. Að setja markið of hátt — eða of lágt — gerir kUrinn fljótlega að engu. Það er auðveldast að ná burt fyrstu kilóunum. Það er þvi bezt að byrja rólega og halda taktin- um. Hjálp og uppörvun frá fjöl- skyldu og vinum er mjög æski- leg. En hvað svo, þegar markinu er náð? Þegar þeirri þyngd er náö, sem maður vill halda? Get- ur maður þá farið að borða eins og maður vill? Nei, ekki alveg. Enn um sinn verður bezt aö halda i við sig. Einn dag upp- götvar viðkomandi, að það er oröiö honum eðlilegt að borða þetta lttið magn. Þá er matar- þörfin orðin öðruvisi en i upp- hafi, og þá fyrst er hægt að halda þvi fram, að megrunin hafi haft varanleg áhrif. 7 Fyrsta sýningin ú húrkollum hér ÍIIMNÍ L síðan 1 Umsjón: Edda Andrésdóttir Hárgreiðslufólk hefur tekið sig á og haldið sýningar og keppni. Aldrei hafði þó verið haldin sýning á hárkollum, sem þó eru nokkuð notaðar, fyrr en núna fyrst um helgina. Þá var bætt úr þessu öllu, er sýningarstúlkur úr Módel-samtökunum sýndu stórt úrval hárkollna á vöru- sýningunni i Laugar- dalshöll. Það getur sjálfsagt verið þægilegt að eiga „hár” ein- hvers staðar inni i skáp, sem hægt er að skella yfir sitt eigið, ef mikið liggur við og það er raunverulega ekki nógu fint. Við fengum að vita það, að hárkolluna má þvo og greiða, breyta hárgreiðslunni — og reyndar fara með hana eins og venjulegt hár. Nii, svo er það ekki amalegt aö geta verið ljóshærður einn daginn, dökkhærður þann næsta og loks rauðhærður þann þriðia. Meðfylgjandi myndir voru teknar, þegar þessi fyrsta sýning á hárkollum fór fram, og það var ekki annað að sjá og heyra en að áhorfendum félíi „hárið” vel i geð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.