Vísir - 09.09.1975, Blaðsíða 8

Vísir - 09.09.1975, Blaðsíða 8
8 Visir. Þriðjudagur 9. september 1975. Við lifum á timum hvers konar „kann- ana”, sem beinast að mörgum þáttum þjóð- lifsins. Margt er kann- að og margvislegar ályktanir dregnar. — Ég héld, að timi sé til þess kominn, að al- menningur gefi þessu fyrirbæri meiri gaum en verið hefur, gleypi niðurstöður ekki hráar og gagnrýnislaust. Flestar þessar „kannanir” eru gerðar af miklum vanefn- um: skorti á mannafla, fjár- magni og aðstöðu til að vinna úr þeim. úttakið er sjaldnast marktækt. Höfundarnir eru oft- ast fölk, sem er að ljúka há- skólanámi, og þarf að finna sér verkefni til prófritgerðar. Stundum velur þetta fólk verk- efni á þeim sviðum atvinnulifs eða félagsmála, sem það hefur aldrei komið nálægt. Og rétt eins og mennirnir eru misjafnir, eru verk þeirra mis- jöfn. Sama gildir um „kannanir” þessa- fólks. Nokkrar eru vel unnar og sannferðugár, margar lélegar og alltof margar einskis virði. w Arni Gunnarsson: HVAÐ ER AÐ GERAST í BREIÐ- HOLTI? annars staðar, eru lúsablesar og letingjar, sem hvorki þrifa eigin skit né hirða um úmhverfi sitt. Slikt fólk hefur ávallt talið að aðrir ættu að gera hlutina fyrir það. Fólk, sem þannig hugsar, er auðvitað óalandi og óferjandi, hvar sem bústaðir þess eru. En að fleiri af þessari manngerð búi i Breiðholti en annars staðar, er auðvitað fjar- stæða, nema aðeins vegna þess, að fjöldinn er meiri. Þetta skyldu Breiðhyltingar hafa i huga, en um leið bregðast hart gegn sliku fólki. Sama skyldu þeir gera gagnvart ummælum sem beinast að þvi að alhæfa umhverfi þeirra og þá sjálfa vegna einhverrar niðurstöðu, sem dregin hefur verið af „könnun”. Einn svartur sauður gerir hvita hjörð mislita, en ekki svarta. Gifurleg útþensla Vegna skorts á lóðum og ibúð- um i Reykjavik hefur Breiðholtshverfið þanist út á ótrúlega skömmum tima. Skipulag þess er að hluta verk misviturra arkitekta, og vart hefur verið i mannlegu valdi, hvað þá borgarsjóðs Reykja- vikur, að reisa allar þær þjónustustofnanir, sem þurft hefðu að koma i hverfið. Ljóst er, að þetta er ágalli. Útivistarsvæði Fyrir margra hluta sakir kvartað, að þegar greint er frá óhappaverkum og óknyttum i Breiðholti sé alltaf sérstaklega getið hvar þau hafa orðið. Breiðhyltingar hafa verið óþarflega viðkvæmir fyrir þess- um fréttum. Þeir skyldu hafa það i huga, að Breiðholt er marg falt stærra en nokkurt annað borgarhverfi, og þar býr marg- falt fleira fólk. Þvi er liklegt, að slikir atburðir verði fleiri þar en annars staðar. En þeir skyldu einnig hafa i huga, að hlutfallslega þarf lögreglan að hafa minni afskipti af þessu hverfi en öðrum borgar- hverfum, þótt miklu minni séu. Áhrif Breiðhyltinga Breiðhyltingar eru margfalt fleiri. Fleira fólki fylgja eðlilega meiri umsvif,en kjarninn ersá, að samtakamátturinn getur lika verið meiri. Hér er komið að mjög mikilvægu atriði. Breiðhyltingar þurfa að nýta samtakamáttinn meira en nú er. Eða hafa þeir til dæmis hug- leitt hve mörgum mönnum þeir kæmu i borgarstjórn Reykja- vikur, ef þeir byðu fram? Þeir gætu einnig átt nokkra þingmenn. A sama hátt eru Breiðhyltingar úr öllum stéttum þjóðfélagsins og manngerðirnar erp margar. Þeir eru yfirleitt ungir. Ef þessar staðreyndir eru skoðaðar, verður ljóst, að það er litill vandi að gera Breiðholt að fyrirmyndarsamfélagi. Hverfið "* '!W Berja bumbur Annar er sá hópur, sem slikar „kannanir” gerir. Það er fólk, sem hefur nýlega lokið skóla- námi og vill berja bumbur, blása á lúðra og hefja störf af krafti. Ekkert er við þvi að segja. Mörgum tekst vel, öðrum afleitlega. Arangurinn er stund- um svo laklegur, að betra hefði verið að stinga „könnuninni” ofan I skúffu og taka hana ekki upp fyrr en betur hefur verið að unnið. Með þessu er ekki verið að rýra notagildi þeirra „kannana”, sem vel eru gerðar: þar sem nægur mannafli er fyrir hendi, nægur timi og auraráð. Og helst þyrftu höfundarnir að athuga svið, sem verið hefðu þeirra starfsvett- vangur, rétt eins og skylda þyrfti arkitekta til að búa ein- hvem tiltekinn tima i þeim hús- um, sem þeir teikna. -■"•á • ý. .•■•-' - Barn sins tima Nýlega birtust einhvers konar niðurstöður könnunar, sem gerð var á Breiðholtshverfi. Ekki hvarflar að mér að nefna neitt af þvi sem þar kom fram. Það væri bara leiðinlegt. Þótt ekki taki ég verulegt mark á þessari „könnun”, hafa margir asnast til að gera það. Klókir menn hafa gefið út heilt blað i þeim tilgangi, meðal annars, að and- mæla. Slikt er ofrausn, nema hinir klóku hafi aura upp úr krafsinu. f öllu skrafi sinu og umtali um Breiðholt gleyma menn þvi, að Breiðholt er barn" sins tima. öll hverfi borgar- innar hafa orðið að þoia vaxtar- verki, og önnur eins beina- sleggja og Breiðholt hefur aldrei vaxið úr grasi á tslandi. I Breiðholti, eins og alls staðar standa húsin i Breiðholti á ein- hverjum fegursta stað Reykja- vikur. Óviða er útsýnið meira, og hvergi eru opin svæði fleiri. í þvi sambandi má minna á, að ekki er nema nokkurra minútna gangur I fagurt umhverfi Elliöaánna, i áttina að Rauðhól- um, Elliðavatni, Vatnsendahæð og á óbyggðu svæðin suð-vestur af hverfinu. Ihverfinu sjálfu eru opin svæði og viða ágætar gönguleiðir. Hver einasta gata er malbikuð, mikið hefur verið unnið að ræktun og mikið hefur verið gert til að lagfæra allt um- hverfið. Fólkið er margt og barnafjöldinn gifurlegur. Þrátt fyrir barnafjöldann er ég sannfærður um, að ibúar Breiðholts greiða að jafnaði og hlutfallslega hærri skatta en margir þeir, sem reisa sér stærri hús i „finni” hverfum. Ibúar Breiðholts hafa fæstir aðstöðu til að greiða lága skatta. Skólar i Breiðholti eru yfirfullir, svo og dagheimili og aörar svipaðar stofnanir. Allt veldur þetta ringulreið og erfið- leikum. En var þetta ekki einmitt svona i hinum borgar- hverfunum á meðan þau voru að byggjast? Breiðholtsbúar skyldu vera þolinmóðir á meðan vaxtarverkirnir eru mestir. Beinasleggjur og longintesar hafa oft orðið hinir nýtustu menn. Óknytti meiri eða minni? Mikið hefur verið undan þvi þarf ekki að reka af sér neitt slyðruorð. Ungu óknytta- strákamir em ekkert verri en þeir, sem vom i Tigrisklónni i gamla daga og ekkert verri en þeir, sem við slógumst við i Vesturbænum. Þeir eru ekkert verri en pjakkarnir i Garða- hreppnum eða Kópavoginum. Hins vegar er hægt með aðhaldi að draga úr umsvifum þeirra. Aukið starf Það sem Breiðhyltingar þyrftu að gera, er að stuðla að auknu starfi framfarafélags þeirra og taka saman höndum um að láta ekki örfáa „slúbberta” draga upp þá mynd af hverfinu, sem við öðrum blasir. Menn verða að lita á hverfið sem eina heild — og enginn hefur heimild til að láta afskiptalaus verk þeirra, sem geta valdið skemmdum og hneisu. Afskiptaleysi er ömur- legur hlutur. Það er afleiðing kjarkleysis og sjnnuleysis. Enginn hefur leyfi til að láta skemmdarverk barna eða fullorðinna afskiptalaus. Sama gildir um óþrifnað, ósæmilega framkomu og önnur miður sæmanleg mannanna verk. — En umfram allt mega Breið- hyltingar ekki láta niðurstöður einhverrar könnunar, þar sem hið neiðkvæðasta verður mest áberandi, hafa áhrif á sig. Breiðhyltingar þurfa að vera harðir i þeirri viðleitni sinni að gera gott hverfi betra.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.