Vísir - 09.09.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 09.09.1975, Blaðsíða 9
Vísir. Þriðjudagur 9. september 1975. cTVÍenningarmál FEKK OSKARSVERÐLAUNIN FYRIR ALVARLEGA RULLU HASKÓLABIÓ „Tizkukóngur i klipu” (Save thc Tiger) Leikstjóri: John G. Avildsen. Handrit og framleiðandi: Steve Shagan. Aðalleikendur: Jack Lemmon og Jack Gilford (þekktastur úr ,,Catch-33”) Vitanlega dettur mönnum fyrst gamanmynd i hug, þegar þeir leggja saman nafnið „Tizkukóngur i klipu” og aðal- leikarann Jack Lemmon. Kannski eitthvað i ætt við hina vinsælu Óskarsverðlaunamynd Billy Wilder og Jack Lemmon „The Apartment” frá árinu 1960, ef heppnin er með? „Tizkukóngur i vanda” er mjög ruglandi titill á mynd, sem á frummálinu nefnist „Save the Tiger”. Hér er alls ekki um gamanmynd að ræða heldur ódulda ádeilu á spillt hugarfar nútimamannsins. Gamanleikarinn alkunni Jack Lemmon, er hér i alvarlegri rullu, þótt vitanlega komi hann áhorfendunum til að brosa af og til. Jack Lemmon hlaut Óskars- verðlaun árið 1974 fyrir leik sinn i þessari mynd, enda er frammistaða hans i henni með þvi bezta sem sézt hefur frá hans hendi. A hann þó ýmsar ágætar myndir að baki. Við skemmtum okkur ein- hvem timann yfir sögunni um villimanninn, sem þorði ekki að fljUga i flugvél, þar eð hann óttaðist, að með hraða sinum bæri hún likama hans burt frá sálinni. Myndin „Save the Tig- er” bendir okkur á, að hug- myndir sem þessar eru ekki fjarstæða. Sál nútimamannsins heldur ekki lengur i við likam- ann i öngþveiti hins daglega lifs. Kaupsýslumaðurinn Harry Stoner (Jack Lemmon) vaknar uppaf martröð einn morguninn. Janet kona hans (Patricia Smith) ráðleggur honum að leita til læknis, þvi að auk þessa sé hann farinn að tala upp úr svefni. Harry heyrir þó vart tal hennar, enda er hugur hans viðsfjarri. Minningar frá árum, er harin vann iþrótta- og tónlistarafrek og tók þátt i blóðbaði heims- styrjaldar, sækja á Harry á milli þess sem hann stundar eðlilega þætti viðskiptalifsins eins og það að útvega gleðikon- ur handa stærsta viðskiptavini KVIKMYNDIR Umsjón: Jón Björgvinsson sinum, hagræða bókhaldinu, kveikja iverksmiðju sinni til að fá út tryggingarfé, visa frá glæponum, sem vilja fjárfesta i fyrirtæki hans og flytja ólöglega inn ódýran iðnverkalýð. Hvernig á öðruvisi að vera i þjóðfélagi, sem leggur meiri áherzlu á, að bannað sé að leggja bilum hægra megin göt- unnar en boðorðin tiu saman- lagt? — Sú var tlðin, að ég fékk gæsahúð af hrifningu við að sjá fánann okkar og stóð teinréttur er ég heyrði þjóðsönginn i út- varpinu. Nú sauma þeir pung- bindi úr fánunum, segir Harry. Hinn hreintrúaði maður er eins og tigrisdýr, sem er að deyja út I dýragarði nútimans. Höfundur myndarinnar er ekki að fela harða gagnrýni sina á þjóðfélagið. Gagnrýni hans verður á stundum of augljós til að ná tilgangi sinum og hitta vel i mark. Samt er myndin „Save the Tiger” i alla staði hin áhugaverðasta og verðug til umhugsunar fyrir þá, sem leggja leið sina i Háskólabió. Þess má geta að lokum, að tónlistarhlið myndarinnar er i höndum Marvin Hamlisch (The Sting). Hann byggir tónlist myndarinnar einkum upp af gömlum dægurlögum eins og nú er orðið áberandi vinsælt i kvik- myndum (The Great Gatsby, American Graffity, Paper Moon, The Last Picture Show, The Sting o.fl.). Fyrir leik sinn i myndinni „Save The Tiger” var Jack Lemmon valinn bezti leikari ársins við afhendingu Óskars- verðlaunanna árið 1974. Jack Lemmon hefur áður hlotið Óskarinn, það var árið 1955, er hann var kjörinn bezti leikari i aukahlutverki fyrir myndina „Mr. Roherts.” Bora tveir Óskarar STJÓRNUBÍÓ „Nikulás og Alexandra” Leikstjóri: Franklin J. Schaffn- er. Aðalleikendur: Michael Jayston og Janet Suzman. Það er einum of djúpt i árinni tekið að eigna Nikulási og Alex- öndru sex Óskarsverðlaun eins og kvikmyndahúsið gerir i aug- lýsingu sinni. Bezta mynd árs- ins 1971 var valin „The French Connection” en ekki „Nikulás og Alexandra” eins og auglýs- ingin segir. Það er ekki sami hluturinn að koma til greina i sex undanúr- slitunum (norminated) og hljóta i reynd verðlaunin. „Nikulás og Alexandra” hlaut aðeins tvö Óskarsverðlaun, ein fyrir liststjórn og önnur fyrir búninga. Yfirleitt sitja stór- myndirnar einar að þessum verðlaunum. Franklin J. Schaffner er leik- stjóri stórmyndanna. Þær myndir hans, sem hér haf a birzt að undanförnu, „Papillon” og „Nikulás og Alexandra” hafa báðar tekið þrjá tima i sýningu. Með miklum hópsenum, glæsilegum búningum, marm- ara, gulli og landslagi fjallar myndin „Nikulás og Alex- andra” um mestu umbrotatima Evrópu, byltinguna i Rússlandi og fall Rómanoffanna. Eins og i svo fjöldamörgum stórmyndum er efnið það við- feðmt, að það nær hvergi að rista verulega djúpt. Fjallað er um Rasputin og Lenin i svip- myndum einum, svo að dæmi séu nefnd. Keisaraættin er þungamiðja myndarinnar og persóna hins veiklynda Nikulásar stendur skörpust i sögulok. Myndin er þvi fyrst og fremst fjölskyldu- saga keisaraættarinnar en ekki saga byltingarinnar. Með það efst i huga má vel njóta hinnar fáguðu stórmynd- ar. Leikur og öll tæknileg vinnu- brögð eru með sterku atvinnu- mannasniði. Einhver virðist hafa uppgötv- Fæðing sonarins Alexis boðar Alexöndru (Janet Suzman) og Nikulási keisara (Michael Jayston, ótrúlega likur Magnúsi Jóns- syni, kvikmyndagerðarmanni, segja sumir) ekki þá gæfu, sem þau höfðu talið. að það fyrir vestan haf, að stór- myndir um rússneksa umbrota- tima séu góð söluvara. Við erum skemmtilega minnt á það, þegar hér birtast tveir leikarar, sem nýlega hafa leikið i hliðstæðum stórmyndum. Þetta eru John McEnery i hlut- verki Kerensky, sem leikur stórt hlutverk i „One Russian Summer”, sem verið hefur til sýninga i Gamla Biói og Ian Holm i hlutverki Yakoslev, sem lék i myndinni „The Fixer”, sem Gamla Bió sýndi I febrúar. ODULIN EFTIRLIKING NÝJA Bió ** „The Seven-Ups” Leikstjóri og framleiðandi: Philip D’Antoni Aðalhiutverk: Roy Schneider og Tony Lo Bianco. Það hljóta allir að muna eftir myndunum „Bullit” og „The French Connection”. Maðurinn, sem framleiddi þær myndir, hét Philip D’Antoni. Hann fylgdist vel með leikstjórunum Peter Yates og William Friedkin, er þeir skópu þessar vinsælu myndir, Eftir þá reynslu sina taldi D’Antoni sig vera tilbúinn til að leikstýra jafngóðum kvik- myndum. Hann tók sig til og framleiddi og leikstýrði myndinni „The Seven-Ups”. D’Antoni sækir fyrirmyndir sinar óspart i „The French Connection” og „The Bullit” og er ekkert að leyna þvi. Hann velur jafnvel Roy Schneider, annan aðalleikarann úr „The French Connection” i aöalhlutverkið. Hann leyfir honum meira að segja að heita Buddy, þvi sama nafni og hann hét i fyrrgreindri mynd. Hljóðsetningin i byrjunar- atriðinu er nákvæm eftirliking af „The French Connection”. Skerandi suð, sem minnir á jap- anska hirðtónlist, vekur ónot og spennu. Hér er þessi hljóð- notkun þó grófgerðari og ofnot- aðri en i hinni myndinni. Nú, sögusviðið er Manhattan i New York að vetri til i „The French Connection” og loka- senan, þar sem lögreglu- maðurinn eltir skúrkinn á milli drullupolla og skúrræfla, er klippt út úr sömu mynd. Þá er það kappaksturinn, sem er byggður upp eins og i „Bullit”. Hann berst um götur stórborgarinnar og bilarnir hoppa yfir stallana á gatna- mótunum. I „The French Connection” óku þeir utan i konu með barnavagn, en hér verður barnahópur að leik fyrir barðinu á ökuföntunum. Leikur berst út fyrir borgina (Bullit) og að lokum endar allt i einum hasarárekstri. Lögreglu- maðurinn er kvaddur til viðtals við yfirmenn sina og honum tjáð, að verkefnið sé tekið af honum (eins og i „Bullit”) Myndin er jafn formföst i upp- byggingunni. I upphafi myndar- innar eru söguhetjurnar fjórar að leiða afbrotamál giftusam- lega til lykta. Atriðið á ekkert skylt við það, sem á eftir fer, en er dæmigerð kynning á sögu- persónum. (Nákvæm hliðstæða er jólasveínaatriðið i upphafi The French Connection”). Næsti hluti myndarinnar er langdreginn og virðist jafnvel vera óklipptur með öllu. Þar er deilt um, hvort störf hinna harð- snúnu lögreglumanna eigi rétt á sér — og þeir sleppa vitanlega með óskertan hlut. Þeir ákveða að hittast næsta dag klukkan eitt til að taka til við næsta verk- efni. — Er ekki nóg, að við komum saman klukkan tvö? segir Ansel, einn fjórmenninganna. — Ég þarf að fara með strákinn minn til tannlæknis, bætir hann við og er þar með feigur. Feigur? Já, feigur. Ef þið hafið ekki tekið eftir þvi fyrr', þá er svona kjaftæði dæmigerð aðferð ódýrra kvikmynda til að byggja upp i einum hvelli samúð með ágætum fjölskyldu- manni, til þess að réttlæta öll tárin, sem falla siðar i myndinni, þegar sami maður er skotinn i tætlur. Þegar Ansel fer að tala um elsku litla strákinn sinn, er greinilegt, að dauði hans er á næsta leiti. „The Seven-Ups” er mynd fyrir þá, sem hafa gaman af hörkulegum eltingaleikjum á bilnum, gúmiskri og sæmilega spennandi lögreglumynd. Þetta er mynd fyrir þá, sem þreytast aldrei á að horfa á sama hlutinn aftur og aftur. Kvikmynda- húsin í dag: **** Laugarásbió: „Dagur Sjakalans” *** Háskólabió: „Tizkukóngur i klipu” *** Stjörnubió: „Nikolás og Alexandra” *** Gamla bió: „Dagar reiðinnar” •K-K Nýja bió: „The Seven-Ups” ** Tónabíó: „Sjúkrahúslif” * Hafnarfjarðarbió: „Allt i lagi vinur.”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.