Vísir - 09.09.1975, Blaðsíða 11

Vísir - 09.09.1975, Blaðsíða 11
10 Vísir. Þriðjudagur 9. september 1975. Visir. Þriðjudagur 9. september 1975. 11 Ingunn setti íslandsmet í 400 m hlaupi — hljóp á 57.8 sek. á frjálsíþróttamóti í Gautaborg Ingunn Einarsdóttir hin snjaiia frjáisiþróttakona úr ÍR — setti nýtt glæsilegt tslandsmet i 400 metra hlaupi á sunnudaginn 57.8 sekúndur. Eidra metið 58 sekúndur slétt- ar átti hún sjálf sett i Stokkhólmi fyrir réttu ári. Metið setti Ingunn á mikiu frjálsiþrótta- móti sem fram fór I Gautaborg um helgina. Töluverður vindur var þcgar mótið fór fram og dró hann verulega úr árangri á mótinu. Ef aðstæður hefðu verið betri er ekki að efa að timi Ingunnar hefði orðið mun betri. Auk þess keppti Ingunn i 100 m hlaupi en nokkrum dögum áður hafði hún hiaupið á mjög góðum tima I Norrköping — nú gekk ekki eins vel, þvi að hlaupið var beint á móti vindi. Þá keppti Lilja Guðmundsdóttir á mótinu, en á lengri hlaupunum gætti áhrifa vindsins meira og hún var nokkuð frá sinu bezta. Ingunn er væntanleg hingað til lands fyrir helgina, þvf hún verður meðal keppenda I keppninni i Reykjavik — Landið. —BB V, ýf 0004^ Ingunn Einarsdóttir 1R setti mörg íslands- met i fyrra, en hefur átt viö meiösli aö striða i sumar. Nú virðist hún vera að ná sér á strik, þvi að hún er þegar farin að bæta tslandsmet sin. Björn og Óli dœma í Fœreyjum Nú hefur verið ákveðið, að þeir Björn Kristjánsson og Óli Ólsen dæmi leik færeysku meistaranna Kyndils, og norsku meistaranna Fredriksborg I Evrópukeppni meistaraliða i handknattleik. En leikurinn á að fara fram I Færeyjum. „Viö vitum ekki enn, hvenær leikurinn á að fara fram”, sagöi Björn I morgun, „aðeins það, að honum á að vera lokið fyrir 27. októ- ber” —BB Vestmannaeyingar eru enn ekki búnir aö jafna sig eftir áfallið, sem þeir urðu fyrir á laugardaginn er Þróttarar sendu þá út úr 1. deildinni. Er litið um annað talað i Eyjum þessa dagana og knattspyrnu- mennirnir þar ekki alveg I fyrsta sætiá vinsældarlistanum eins og einn þeirra sagði við okkur i morgun. Þessi mynd er frá leiknum á laugardaginn. órn óskarsson á þarna I höggi við einn varnarmann Þróttar — og tapar þeirri viðureign eins og mörgum öðrum ileiknum. Ljósmynd Einar... „Ég myndi ekki gleypa við því" Stjarna íslenzka landsliðsins í tveim síðustu landsleikjum, Árni Stefánsson, hefur takmarkaðan áhuga á að gerast atvinnumaður Eftir hina glæsilegu frammistöðu Árna Stefánssonar markvarðar islenzka landsliðsins i knattspyrnu i leikjunum i LANDS- LIÐIÐ KL/ETT UPP! Það fer ekki á milli mála, að islenzka landsiiðið i knatt- spyrnu er oröið hátt skrifað i evrópskri knattspyrnu. Hér áður fyrr þótti ekki taka þvi að fylgjast með islenzka landslið- inu, en nú leikur það ekki leik, án þess að hópur landsliðs- þjálfara séu á leikjunum — bæði hér heima og erlendis — klyfjaðir kvikmyndavélum og skrifblokkum. Þannig var það á leikjunum i Belgiu og Frakklandi og þannig má búast við að verði i framtiðinni, ef rétt verður haidið á málum. Þá hefur enska fyrirtækið UMBRO, sem framleiðir Iþróttabúninga, fært landslið- inu að gjöf 22 landsliðsbún- inga. Fimm skozkir landsliðsmenn dœmdir í œvilangt keppnisbann — Eftir að þeir höfðu gert uppsteyt á nœturklúbb í Kaupmannahöfn — þar á meðal er fyrirliði liðsins Billy Bremner „Við ráðum ekkert við ólætin meðal áhorfendanna, en um óiæti meðai leikmannanna gegnir öðru máii, ekki sizt þegar landsiið á i hlut— og við tökum engum vettl- ingatökum á þessum mönnum,” sagði Wiili Ormond einvaldur skozka landsliðsins I gærkvöldi eftir að fimm leikmenn hans höfðu verið dæmdir I ævilangt keppnisbann með landsliðinu. Astða var sú að fimm menningarnir höfðu eftir lands- leik Skotlands og Danmerkur sem leikinn var i Kaupmannahöfn i siðustu viku, farið á skemmti- staðinn Bonaparte, en hann er eign Islendingsins Þorsteins Viggóssonar. Þar munu þeir hafa dvalið i góðu yfirlæti, en þegar kom að þvi að borga brúsann — neituðu þeir félagar, enda óvanir að greiða jafnmikið fyrir einn „litinn” og heila flöksu heima i Skotlandi. Varð þetta til þess að lögregla var kölluð til, og þeir félagar fjar- lægðir af staðnum. Eftir að Bremner hafði verið tilkynnt bannið i gær sagði hann aðeins: „Ég hef ekkert með þetta mál að segja.” Hinir fjórir eru: Harper, Hiberninan, en hann skoraði fyrsta mark leiksins i Danmörku og er dýrasti leikmað- urinn i Skotlandi — keyptur frá Everton fyrir 120 þúsund pund, varnarmennirnir Yong og Gra- ham frá Aberdeen og MCcluskey, Celtic. Þeir þrir siðastnefndu eru allir ungir að árum og leika enn i landsliðinu 23 ára og yngri, og höfðu daginn áður leikið með þvi liöi gegn liöi Dana og unniö 1:0. Þá var og tilkynnt að þjálfari liðsins, Ronnie McKenzie, sem var með þeim félögum hefði sagt starfi sinu lausu. Þetta er mikið áfall fyrir skozka knattspyrnu og persónu- legur hnekkir fyrir Bremner sem hefur verið mjög litrikur knatt- spyrnumaður fyrirliði Leeds og skozka landsliðsins I mörg ár. Bremner sem er 32 ára hefur klæðst skozka landsliðsbúningn- um 54 sinnum og vantaði hann aðeins einn landsleik til að jafna landsleikjamet Denis Law — en nú er útséð með að hann nái þvi. —BB. Frakklandi og Belgíu I siðustu viku, vaknaði sú spurning meðal hinna mörgu íslendinga, hvort honum yrði ekki boöinn samning- ur hjá einhverju atvinnumanna- liði I þessum löndum, eða I næsta nágrenni við þau. Sjónvarpsmyndir frá báðum leikjunum voru sendar viða, og þar margendursýnd stórkostleg markvarzla hans — bæði á eðli- legum hraða og einnig hægt. Vit- um við fyrir vist að i Hollandi var sýndur sérstakur þáttur i Iþrótta- þætti sjónvarpsins, þar sem allt annað en markvarzla hans i leiknum við Frakka var klippt frá, og vakti hann mikla athygli. Við spurðum þvi Arna að þvi eftir leikinn i Belgiu, hvort hann myndi taka atvinnutilboði frá ein- hverju félagi ef hann fengi það. „Ég myndi ekki gleypa við þvi á stundinni,” sagði hann. ,,í fyrsta lagi á ég eftir eitt ár I Iþróttakennaraskólanum á Laugarvatni, og tel það vera númer eitt að ljúka þvi áður en ég fer að hugsa um eitthvað annað. Það væri svo sem nógu gaman að fá að reyna sig i atvinnu- mennskunni, en ég myndi hugsa mig lengi um, áður en ég léti verða af þvi að fara. Ef ég fengi tilboð sem væri eitt- hvað sérlega glæsilegt má vera að ég myndi slá til — en ég tel það heldur óllklegt að ég fái sllkt tilboð, og það má vera anzi gott, ef ég hætti námi til að taka því” -klp- Þessi mynd af Arna Stefánssyni var tekin i landsleiknum I Frakklandi I siðustu viku, en þar stóð hann sig frábærlega vel — ■ m.a. sýndi hollenzka sjón- varpið sérstaka „seriu” af hon- um frá þeim leik. „ísland sýndi frábœran leik' — segja belgísku blöðin um landsleikinn „Það var töluvert skrifað um landsleikinn i blöðunum hérna I Július R. Júliusson varð „meistari meistaranna” er hann sigraði I Af- rekskeppni F1 á Nesvellinum á laugardag. Ljósmynd Einar. gær,” sagði Asgeir Sigurvinsson þegar við höfðum samband við hann I Belgiu I morgun. „Það kveður við sama tóninn I þeim öll- um — leikur tsiands var frábær. Þau eru hinsvegar ekki eins ánægð með sina menn, þvi að bú- ist var viö miklu af liðinu og að það skoraði mörg mörk i leiknum. En þau sætta sig þó við úrslitin og segja að mestu máli hafi skipt að fá bæði stigin — vinningur sé allt- af vinningur. Þau tala um marktækifæri Is- lands i fyrri hálfleik og segja að ef að þeim Teiti og Matthiasi hefði tekist að nýta þau — hefðu úrslit leiksins örugglega orðið önnur.” Þá sagði Ásgeir að ekki gæfist timi hjá sér til að slaka á, þvi að á morgun ætti hann að Ieika i deiid- arkeppninni. En þeim hjá Stand- ard hefði ekki gengið sem bezt það sem af er keppninni — þeir hefðu aðeins fengið 3 stig I fjórum leikjum. Þá á Chariiroi, félag Guðgeirs Leifssonar lika að leika á morgun en það hefur aðeins fengið eitt stig I fjórum leikjum. —BB Heldur lítill meistarabragur ó meisturunum! Það var heldur litill meistara- bragur á meisturunum, sem kepptu i Afrekskeppni Fí i golfi á Nesveliinum á laugardaginn. Að- eins einn þeirra lék 18 holurnar undir 80 höggum — Júiius R. Júliusson GK — sem kom inn á samtais 77 höggum eða 7 höggum yfir pari vaiiarsins. I Afrekskeppninni taka þeir þátt, sem sigra i ákveðnum stór- mótum á hverju sumri — m.a. Is- landsmótinu, svo og öðrum 72 holu mótum viðs vegar um land. Fimm af sex, sem rétt höfðu til að keppa I ár, mættú i þetta sinn. Hannes Þorsteinsson, meistari Golfklúbbs Ness, var sá eini, sem ekki gat komið. • Július haföi forustu eftir fyrstu 9 holurnar — var á 38 höggum, þar næst komu þeir Hallgrimur Júliusson GV og Þórhallur Hólm- geirsson GS á 40 höggum, en siðan Akureyringarnir Björgvin Þorsteinsson og Arni Jónsson á 43 og 46 höggum. Július hélt forustunni i siðari hringnum og varð þrem höggum á undan Þórhalli. Úrslitin urðu annars þessi: Július R. Júliusson, GK 38:39 = 77 Þórhallur Hólmgeirsson, GS 40:40 = 80 Hallgrimur Júliusson, GV, 40:41 = 81 Björgvin Þorsteinsson GA 43:38 = 81 Arni Jónsson GA 46:45 = 91 -klp- Svíþjóð sigraði England Það er ekki oft, sem Eng- land tapar landsleik i knatt- spyrnu fyrir einu Norðurland- anna. Þetta gerðist þó i Lond- on um helgina, þegar England tapaði fyrir Sviþjóð með 3 mörkum gegn 1. Þvi miður — eins og Sviarn- ir sögðu — var þetta ekki hið fræga karlalið Englands, heldur kvennalandsliðið, og lék það að sjáifsögðu við kyn- systur sinar frá Sviþjóð. Þær ensku skoruöu fyrsta mark leiksins, sem 1500 manns horfðu á, en þær sænsku skoruðu þrjú næstu og höfðu mikla yfirburöi i siðari hálfleik. —klp— Sigur hjá Real og Barcelona Barcelona og Real Madrid sigruðu bæði í fyrstu umferð i 1. deildarkeppninni i knatt- spyrnu á Spáni, sem hófst á laugardaginn. Rcal Madrid lék á heima- velli við Racing og sigraði 2:0 en Barcelona mætti Elech á útivelli og sigraði 3:2. Atletico Madrid tapaði fyrir Real Zaragoza 2:1 og At- letico Bilbao tapaöi einnig með sömu markatöiu fyrir Salamanca. Sovétríkin sigruðu í tugþrout Sovétrikin báru sigur úr býtum i Evrópukeppni lands- liða i tugþraut sem fram fór i Póliandi um helgina, hlutu 23.631 stig. 1 öðru sæti urðu gestgjafarnir og fyrrverandi bikarhafar, Pólverjar, með 22.824 stig, og Svíar sem stóðu sig mjög vel i keppninni — urðu þriðju með 22.763 stig. Beztum árangri náði Leonid Litvinenko, Sovétrikjunum, hlaut 8.030 stig, annar varð fyrrverandi heimsmethafi, Nikolai Avilov, Sovétrikjun- um, með 7.973 stig, þriðji Ryszard Katus, Póllandi, 7.950 stig, fjórði Lennart Hedmark, Sviþjóð, 7.867 stig og fimmti Pekka Suvitte, Finnlandi, 7.760 stig. Tiundi maður var með 7.520 stig, fimmtándi 7.415 stig, tutt ugasti 7.129 stig og tuttugasti og fimmti maður hlaut 6.718 stig. Til gamans má geta þess, að Stefán Hallgrimsson hefði hafnað i sjötta sæti, miðað við árangur sinn I tugþrautar- keppninni um helgina — þar sem hann hlaut 7.740 stig. -BB.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.