Vísir - 09.09.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 09.09.1975, Blaðsíða 3
Vlsir. Þriðjudagur 9. september 1975. 3 BYGGINGAMCNN |f l# Jgjo| Æ fi# S Tp Jf - vegna almenns # H##1! ff £ ■ Km K samdráttar í húsasmíðum Iðnaðarmenn i bygg- ingariðnaði kviða flest- ir vetrinum. Lána- tregða og litil sem eng- in lóðaúthlutun á höfuðborgarsvæðinu veldur þvi, að sam- dráttur hefur orðið i húsbyggingum. Litil atvinna virðist fram- undan i sumum iðn- greinum. Vfsir ræddi við menn i all- flestum þeim iðngreinum, sem að húsbyggingum snúa, og spurði þá um framtiðarhorfur. Trésmiðir hafa enn næga at- vinnu, og er ekkert lát á eftir- spurn eftir þeim. Benedikt Davíðsson, hjá Trésmiðafélag- inu, sagði Visi, að hins vegar liti skuggalega út, ef ekki rættist úr með lánamarkaðinn og lóða út- hlutun. „Horfurnar eru sem sagt ekki góðar”, sagði Benedikt. Heldur hefur minnkað at- vinna hjá pipulagningamönn- um. Einn talsmanna þeirra, sem blaðið ræddi við, sagði, að kviði væri i stéttinni, sérstak- lega vegna þess, að lóðaút- hlutanir væru i lágmarki. Vinna nú er nokkuð i bylgjum. þótt enn hafi sumir nög að gera. Vinna hjá málurum hefur ekki dregizt saman, að sögn Magnúsar Stephensen, for- manns Málarafélags Reykja- vikur. „En i stéttinni er minna að gera en siðasta sumar. Slæmt veður i sumar hefur lika sett strik i reikninginn”, sagði Magnús. ,,Ég held menn kviði vetrin- um vegna þess, hversu miklu minna er byggt núna,” sagði hann. Múrarar, sem blaðið ræddi við, sögðust ekki búast við skorti á verkefnum á næstunni. „Við önnum alls ekki eftir- spuminni. Þótt stöðvun verði i byggingum, þá liður minnst ár, þangað til stopp verður hjá okk- ur, þvi að svo margt liggur fyr- ir”, sagði einn þeirra. Við spurðum hann, hvort notkun platna i mótauppslætti hefði ekki dregið út vinnu. „Nei, mjög litið”, sagði hann. „Það þarf að holufylla eftir plöturnar, laga kanta og brúnir og fleira. Það er ekki eins mikil vinna og pússn- ingin, en kostnaðurinn verður allt að þrir fjórðu hlutar af pússningu”, sagði viðmælandi blaðsins. Veggfóðrunar- og dúklagn- ingamaður, sem Visir ræddi við, sagði að i sinum vinnuflokki væri ekki augljós samfelld vinna framundan. „Þetta byggist upp á einu og einu eldhúsgólfi núna. Vinna við stærri byggingar hefur dregizt saman. T.d. sé ég ekki fram á vinnu við stóra byggingu fyrr en einhvern tima um áramótin i fyrsta lagi”, sagði dúklagninga- maðurinn. Flestir byggingarmenn, sem Vísir ræddi við, voru sammála um, að i fyrra hefði verið óeðli- leg pressa á iðnaðarmönn- um.Þar hafði sitt að segja, að stórar byggingaáætlanir voru framkvæmdar, og vinna var mikil fyrir Viðlagasjóð. Sam- dráttarstefnan undanfarið virð- ist vera full harkaleg, og i stað- inn fyrir að draga aðeins úr þenslunni, veldur hún þvi að allt dregst saman. — ÓH Frumsýning ó Skjaldhömrum í björgunarbát? „Ætli frumsýningin verði ekki haldin I björgunarbáti”, varö einum ieikaranna I Skjaldhömr- um Jónasar Arnasonar I Iðnó að oröi, þegar við litum inn hjá þeim i gær. Leikararnir höfðu orðið að nota stlgvél I stað venjulegs skó- fatnaðar á æfingu, „þvi að við athuguðum ekki nógu vel gang himintungla”, sagði Helga Bach- mann, sem fer með annað aðal- hlutverkið. Stórstreymi var i gær og þá fyllast margir kjallarar I mið- bænum af vatni. Annars ganga æfingar vel á þessu fyrsta stykki á leikárinu hjá þeim i Iðnó, að sögn Jóns Sigurbjörnssonar leikstjóra. Sagði hann, að þetta væri bráð- skemmtilegt leikrit, og vel það, sem gerðist á útkjálka fyrir norð- an. Það hefst i striðsbyrjun um það leyti, sem Bandarikjamenn eru að taka við af Bretum. Marg- ur fær að heyra „gegnum útvarp- ið” sin uppáhaldslög frá þessum tima. „Annars má ég ekki segja of mikið um leikritið. Höfundur- inn hann Jónas er svo viðkvæm- ur”, sagði Jón og benti okkur að ræða við hann, en i hann náðist ekki. Þorsteinn Gunnarsson fer með hitt aðalhlutverkið á móti Helgu. Aörir leikarar eru: Kjartan Ragnarsson, Karl Guðmundsson, Hjalti Rögnvaldsson og Lára Jónsdóttir. Frumsýning verður á fimmtu- daginn. — EVI „Það er nú allt ööru vlsi að hnýta bindi á öðrum þó maður geti gert það á sjáifum sér”, varð Jóni Sigur- björnssyni leikstjóra að orði, þegar Helga Backmann leikkona bað hann um hjálp. — Ljósm. JIM Fagnaðar erindið sungið ó líflegan hátt af sœnskum poppurum Fagnaðarerindið veröur sungið á liflegan hátt dagana 10- 14. september af sænsku hljóm- sveitinni SAMUELSONS. Hljómsveit þessa skipa fjórir bræður, auk tveggja hljóðfæra- leikara. SAMUELSONS flytja einkum „gospel” tónlist. Nýtur hljóm- sveitin mikilla vinsælda, en þeir hafa komið fram viða um lönd og gert reglulega þætti fyrir sænska hljóðvarpið og sjón- varpið. Þá hafa þeir gert sjón- varpsþætti I Þýzkalandi og Sænska hljómsveitin SAMUEL- SONS leikur fyrir tslendinga „gospel” tónlist. Bandarikjunum. Auk þess hafa þeir gert 6 stórar hljóm- plötur. Fyrstu hljómleikarnir verða 10. sept. i Stapa, Y-Njarðvlk kl. 21. Siöar i Filadelfiu I Reykja- vik, Austurbæjarbiói og i Nor- ræna húsinu. Aðgangur er ókeypis, en á miðnæturtónleika Austurbæjar- biós á laugard. fást ókeypis miðar i Austurbæjarbiói, Rakarastofunni við Veltusund, Virkni, Ármúla 38 og Filadelfiu, Hátúni 2. — EVI. Myndlistarþroska almennings óbótavant? ,,Myndirnar, sem ég sýni hérna i Bogasaln- um eru eins konar úr- tak úr oliupastelmynd- um, sem ég hef gert á timabilinu 1961 til 1975”, sagði Hringur Jóhannesson, listmál- ari. „Ég var reyndar búinn að panta Kjarvalsstaði með eins og hálfs árs fyrirvara og ætlaði að sýna þar haustið 1976, en vegna deilnanna, sem risu út af þessu ágæta húsi, þá hætti ég við að hafa sýningu þar. Það er mitt álit, að ef stjóm- málamenn eiga að ráða yfir húsi eins og Kjarvalsstöðum, þá hefur það sýnt sig, að það gefst illa, þvi að stjórnmálamenn eru með fáum undantekningum listblindir. Mér finnst, að okkar bezta sýningarhús eigi að hafa lág- markskröfur um gæði þ.e. að hafa einhverja sjálfsvirðingu. Myndlistarþroska al- mennings ábótavant Að minum dómi er myndlist- Hringur Jóhannesson sýnir I Bogasalnum, en ætlaði að sýna að Kjarvalsstöðum áður en deil- urnarum það fræga hús upphóf- ust. arþroska almennings ábóta- vant. Það kemur af þvi, að myndlistaruppeldi þjóðarinnar er mjög slæmt. Það ætti strax i barnaskóla að byrja að upp- fræða börn um myndlist, fara oftar með þau á myndlistarsýn- ingar og þess háttar. Siðan á að fylgja þessari fræðslu eftir al- veg upp i háskóla. Þaö er mjög nauðsynlegt, að þessi fræðsla sé góð, þvi að það er hægt að leiðbeina fólki að njóta myndlistar til. dæmis með þvi að sýna þvi hvað er aðal gildi verkanna eins og fólki er kennt að njóta tónlistar á sama hátt. Uppfræðslan stendur til bóta, þvi að alltaf eru að útskrifast stórir hópar vel menntaðra myndlistarkennara frá Hand- iöa- og myndlistarskólanum. En það er spurningin, hvort skóla- kerfið nýtir þessa krafta sem skyldi. Góð aðstaða fyrir myndlistarmenn á ís- landi Hér á Islandi er að minu áliti góö aðstaða fyrir myndlistar- menn. Hér er geysimikið keypt af myndlist. Það er reyndar ekki stór hóp- ur, sem lifir af myndlist ein- göngu, en þó eru það margir, sem geta helgaðsig listinni nær óskiptir og held ég, að ástandið sé sizt verra i' þessum málum hér á landi en viða erlendis. Sýningin verður opin frá 2-10 fram til 14. september og er verðið á myndunum frá 20 þús- undum og upp i 40 þúsund krón- ur. — HE.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.