Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.1928, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.1928, Blaðsíða 2
234 því að líkindum verið freniur lítið um gripahaga að tala þar að Hdlts- Vaði, því ætla mé að landslag hafi verið svipað beggja megin ár, áður blása tók. Hafi Flosi farið þessa leið dg kdsið hestum sínum beit í Vallar- fanga; tel jeg hann ekki hafa verið sjerlega vandan að vali fyrir þá. Öama hefir lient þá Kára og Mörð, hafi þeir safnað þangað nokkur hundruð hestum til eftirreiðar (ÍSl.kap.) Gerum samt ráð fyrir þeirri leið upp í Krók (sbr. Dipl. Isl. IVT. 546, vantar í registur), og krókur er það, vegurinn talsvert lengri og torsóttari. Frá Vorsabæ gamla — talsvert fyrir vestan núverandi Vorsabæ* hefir alfaravegurinn út á Þingvöll legið frekar til útnorðurs alla leið til Þjórsár. En í þess stað hefir Flosi orðið að stefna til norðlægs landnorðurs alla leið upp að Ár- holti á Rangárvöllum. Á þessari leið hefir hann hlotið að fara fyrir austan Vatnsdalsfjall, og líklega yfir Þríhyrningsháls vestanverðan, eða um „Þröng“ nokkru neðar að honum og þá að eða um Vatns- dal; tel jeg hana þó óvissari, hún liggur fremur í smákrókum, og þar mun vera nóg af fúa mýrum ekki síður en hærra á hálsinum. Þessar leiðir munu vera órannsak- aðar, sém fornmannavegur, en báð- ar eru nokkuð brattkendar og all- hátt yfir sjávarflöt. Látum svo vera að Flosi hafi farið þessa leið, sunnan vert við (Fiskár-)Holt, verður lítt skiljan- iegt, hversvegna hann ekki fór frá Fiská um Keldur, og það þótt liann hefði ekkert erindi átt þang- að. En nú er sagan þar mótvitni. Þaðan mun aðalvegurinn hafa leg- ið um Keldur, og um Þingskála til Alþingis, sá vegur greiðari, fjölfarnari og beinni en norður yfir þveran Hólminn(,Hólnxslönd‘) um mishæðir, hrís og skóga, að Gunnarssteini.Frá vaðinu þar mun leika vafi á, hvort vegurinn hefir fremur legið fyrir vestan Þríhyrn- ing en austan. Stefna vegarins frá * Vorsabær gamli mun vera full- um 2 bæjarleiðum vestar (Bæjar- leið 600 faðm. tólfræð). ÍíESBÓK MORGUNBLAÐSNS Knæfhólum að vaðinu er nær norð- urenda fjallsins —að hálsinum vestur af sleptum — og hefir eins vel mátt liggja bak við Þríhyrn- ing, norðan og austan. Ekki er þess getið að Gunnar hleypti úr Knæfhólum fram að Holtsvaði, og aldrei minst á það í sambandi við bardagann. Holts- vað var þó stutt og staðurinn ákveðinn. Holtavað. Þá kem jeg að því,' einna ólík- legasta, að ætla Holtavað upp við Þjórsá og Flosa að bíða þar Sig- fússona. Við það er að atliuga: Að Flosi mátti þó ekki láta fara eins og verkast vildi um þingsókn Fljóts- hlíðinga. I þessu sambandi verður ekki komist hjá að líta í Njálu, sjest þá að ekki fellur það sein best heim við söguna, þar sem hún seg- ir: „Sigfússynir spurðu að Flosi var við Holtsvað og riðu þangað til móts við hann“ (117. kap.) — Hefði hjer verið um Þjórsá að rteða, mundi sagan hafa orðað það á þessa leið :Sigfxxssynir frjettu að Flosi biði þeirra við Holtsvað, og rið'u þegar eftir honum óg fund- ust þar. Þess utan tekur Njála það skýrt fram, að „Holtsvað11 var vestan ár, því í þessari ferð er þess get- ið, að_ Flosi og Sigfússynir „gengu fram að ánni.“ Þetta, að ganga Iram að, gildir jafnt íþátíðar og nútíðarmáli sunnlendinga. Þess- vegna verður að leita að Holta- vaði vestan ár. Vert er líka að athuga, að í þeim 52 handritum Njálu, sem dr. Jón Þorkelsson yngri þekti 1889, og þó mörg til að auk, finst ekki nema einasta eitt handrit sem nefnir Holtavað, og þetta eina er ekki eldra en frá 18. öld. Að byggja Holtuvað á því, tel jeg hæpið, enda hefir útgefandi Njálu 1894, Valdimar Ásmundsson, ekki sjeð sjer fært að taka það upp í hana. Þegar hjer við bætist, sem áður er sagt, að samkomustaðurinn Holtavað hlaut að vera vestan Þjórsár, verður það ekki sam- boðið hyggnum manni, sem Flosa, að ríða svo undan sínum tryggustu fylgismönnum og inn í óvinahjer- uð'. Eins og það líka var of langt fyrir Ingjald á Keldum, „að ríða heim fyrst“ og svo til þings. Hefði hann vitað Holtavað þar, mundi hann hafa farið' heimanbúinn til þings, því ráða mátti hann í aðal- erindið._ Holtavað þar hefði tæplega átt að týnast þar af umferðarleysi og á ekki ininna vatnsfalli en Þjórsá er, því vafalaust hefir þar verið mikil umferð árlega, og þá sjer- stakt að engin saga, eða neitt annað heimildarrit skyldi minnast á það'.* Ekki er Holtavaðs getið, þó fylsta tilefni gæfist, eftir víg Höskuldar Hvítanesgoða, þegar Njáll með „nær þrír tigir manna og riðu þar til þeir komu til Þjórsár. Þá komu þeir eftir frændur Njáls Þorleifur krákur og Þorgrímur hinn mikli. Þeir voru synir Holta-Þóris og buðu lið sitt Njálssonum og að göngu.... Riðu þá allir saman yfir Þjórsá og þar tii þeir komu á Laxárbakka og æja þar. Þar kom til móts við þá Hjalti Skeggjason“ (lið lians ekki nefnt). Og enn bættist við „allt lið“ Ásgríms Elliða-Gríinssonar. „Síðan riðu þeir allir saman á þing upp“ (118. kap.) Ekki er þess heldur getið, undir þingið mikla, þegar Flosi reið með „tíu tígi manna“ .... um kveldið „vestur yfir Þjórsá og sváfu þar um nóttina“ (136. kap.) — Ekki heldur, þegar þeir Þorgeir skorar- geir ,,með miklu liði“ og Mörður, sem „hafði safnað hverjum itíanni er voptífær var.“ .. „Riðu þeir nú þar til þeir komu vestur yfir ár. * Að Síkisvað liafi verið til frá Njálstíð er hreint ekki líklegt. — Veit ekki til að það sje nefnt fyr en á allra síðustu tímum (þessari öld?) Orðtak manna var: Fórum yfir (Þverá) „hjá Hemlu“, „hjá Dufþekju“, „á Síkinu.“ Holtsvað má því eins hafa týnst þar eins og Holtavað í Þjórsá og Dufþaksholt í Dufþekju-Holtsvað. Líklegt þyk- ir, að eftir að Hemlubót sleit frá heimalandinu, hafi myndast þar smá áll eða síki í fyrstu. Hvort sem það hefir verið af völdum ÞVerár einungis, eða öðrum lengri aðdraganda þar að: Merkjá, eða öðru síki austan af Aurunum (sbr, Árb. f. 1902. 13, 16.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.