Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.1928, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.1928, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 235 Þar biðu þeir Hjalta Skeggrjason- ar“ (lið hans ekki nefnt). Þá riðu þeir til Reykja í Biskupstungum „og biðu þar Ásgríms Elliða- Grímssonar“ (lið ekki nefnt hjer). Hann hafði áður sent það með Kára til að tjalda búðir sínar. (135,-137. kap.) Eins og aðrar sögur vfirleitt, ber Njála með sjer, að hver maður og flokkur hafi sameinast sem fyrst og síðan fylgst að. Þannig beið Þorgeir skorargeir eftir Merði á Hofi, eins og Gissur hvíti lagði ráð til. Og Mörður tekur fram: „Vil jeg biðja þig Þorgeir .... að þú komir til mín, er þú ríður til þings og ríðum við þá báðir saman með hvorutveggja flokkinn og höldum okkur sem best saman.“ (135, 137. kap). Sbr ráð Síðu-Halls: „Ríðið allir saman og dreifið ekki flokki yðrum“ (134. kap.) Þann veg mun Flosi hafa að farið. Biðið eftir Sigfússonum og öðrum vinum sínum sem allra næst bústað þeirra (116. kap.) Holtsvað eitt. Að síðustu kem jeg að þeim stað, sem jeg hefi talið Holtsvað, og gildir bæði fyrir Holtsvað og Holtavað. Þessi staður er vestan við Fljóts- hlíð, fyrir austan bæinn í Holti, stytt úr Dufþaksholts- í Holtsvað. Nafnið Holtsvað, ef til vill ekki týnst fyr en bæjarnafnið breyttist í Dufþekju. Fvrir bið Flosa við hinar c. efstu krossgötur á Rangárvöllum, tel jeg hana við alfaraveginn, einhverjar hinar syðstu krossgötur. Þaðan þurfti hann ekki að senda langt, því hver vina hans mátti flytja orðin inn með bæjum(sbr. „Sigfús- synir spurðu“,...). En Ingjaldi varð hann að „senda orð“, eins og sagan segir. Sje nú þessi leið, frá Vorsabæ til Þingvalla athuguð, sjest fljótt að hún er hin beinasta og að mun greiðasta. Farin nál. Hemlu yfir Þverá, líklega um Giljur (,gæilum‘ Geilum* Dipl. ísl. 111, 26í)), fyrir austan Hvolsfjall og vestan Völl, yfir Rangá nál. Hestaþings- hól, yfir Tungunes fyrir vestan Arnarnef, yfir Minna Hofsvöll, vestur í Nónhól, um Spámanns- staði, nál. St. Reyðarvatni, Vals- hól, Heiði elstu, til Þingskála. Vafalaust tel jeg að hjer hafi verið aðal ferðamannavegurinn austan að til Þingvalla. Þetta sanna víða hinar fornu götur og troðningar. Þessi leið er hin beinasta sem unt er að fara, svo að kalla renni- sljett og þur, alla leið út að Þjórs- a nál. Árnesi. Sem næst þessari leíð', virðist því að leita beri að Holtsvaði og að sjálfsögðu í miðhreppum sýsl- unnar. •Teg geri ráð fyrir að Flosi hafi ráðið ferðinni frá Vorsabæ. Allir mega vita hvernig honiim leið þar. — Að Gunnarssteinn eða dysin ]>ar hafi dregið hann til sín, skil jeg varla, og hafi hann farið þangað til að brýna flokkinn undir hreysti lega sókn eða vörn, þykir mjer ólíkara, því að honum mun hafa legið hendi nær að sættast, I þeirri ferð hygg jeg hann síst hafa farið skemti eða forvitnisferð þangað. Flosi mun, eftir að hafa bundið liesta sína í Vorsabæ og nokkura dvöl þar að dagverði, riðið ]>aðan vel-ljettann — í æstu skapi og tal- fár — hinn ljettasta veg, alfara- veginn, til Holtavaðs, þ. e. Duf- þaksholts- eða Moshvolsbakka. Þar * Bærinn mun draga nafn af um- ferð þar; tröðum = geilum, niður- skornum af umferð, Kirkjustaðir eru allir merktir með krossi,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.