Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.1928, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.1928, Blaðsíða 8
240 LESBÓK MOEGUNBLÁÐSINS sækja þingmenn þá, er særðust í bardaganum, er varð fyrir skemstu í Skupstina (ríkisþinginu). húsbónda sæmdi, gagnvart ráðs- lconu sinni. En svö brá víð', er konan gat fcngið að vera „upp á sitt hopp og hí“, og gat farið hvert sem henni sýndist, og gert það sem henni sýndist tvisvar í viku, þá hafði hún enga ánægju af að fara neitt, heldur sat hún jafnan heima, og ijet sjer leiðast,- í ráðskonustaiid- ihii, Og áður eil langt Íeið, hættu þau við hið nýja og umbreytta samlíf, og hafa ráðið það við sig, að vera hsrðgift til æfiloka. Hvernig reykja stúlkur? Er það satt, sem eigendur kaffihúsa í París fullyrða? Meðal eigenda kaffihúsa í París er mikið um það rætt um þessar mundir, að stúlkur eyðileggi alt, smátt og stórt á kaffihúsum, vegna þess hve ógætilega þær fari að ráði sínu, þegar þær eru að reykja. Áður fyr, ineðan það þektist ekki að stúlkur reyktu, kom það varla íyrir að brunagat fanst á borð- dúk, segja þjónar á kaffihúsum Parísarborgar. En nú er þetta aaglegt brauð. Og ekki nóg með það; borðin, stólarnir og gólftepp- in með ótal brunablettum, eftir sigarettur. Alt er þetta stúlkunum að kenna, segja þjónarnir. Þeir segjast hafa rannsakað þetta ná- kvæmlega, og það sje ekki um neitt að villast, að stúlkurnar eyðileggi mest á kaffhúsunum. — Sjerstökum mönnum var falið að rannsaka ítarlega alla tilburði stúlknanna, og höfðu þeir skrítn- ar sögur að segja. Það kemur mjög oft fyrir, sögðu menn þessir, að stúlkur missa si- garettuna og dettur hún þá ýmist á kjól stúlkunnar, borðdúkinn eða gólfteppið og sviðnar undan. Þá sje það næstum daglegt brauð, að stiilkur leggi sigarettu með eldi í á borðröndina, í stað þess að leggja hana í öskubikar; þar geym ist svo sigarettan og brunagat myndast á borðdúknum og borðið skemmist.Yfirleitt er það álit þess- ara manna, sem gerðir voru út til þess að njósna á kaffihúsunum, að stúlkunum sje meinilla við ösku- bikara; þær setji sigarettuöskuna allsstaðar annarstaðar en í bikar- ana, á diskbarminn, eldspýtna- hylki, í súpuskeiðarnar o. s. frv. Og komi það fyrir, að stúlkur noti öskubikar, sem settur sje fyrir framan þær, þá sjeu þær vissar með að dreifa öskunni vel og ræki- lega út um allan borðdúlcinn. Parísarstúlkurnar eru auðvitað mjög reiðar yfir þessum vitnis- burði, sem þær hafa fengið, og neita afdráttarlaust að hann sje sannur. Þær fullyrða, að karlmenn skemmi elcki síður þegar þeir reyki; þær segja að flestar stúlkur muni lcannast við lcveinstafi karl- manna, þegar þeir þurfi að fá gert við brunagöt á fötum sínum, ým- ist á vesti, buxum eða jakka. Karl- mennirnir neita vitanlega þessum ásökunum, og segja að þessi bruna „sár“ stafi einnig frá stúlkunum. Má vel vera að eitthvað sje til í því. Eigendur kaffihúsanna í París hafa nú myndað með sjer fjelag, þar sem þeir hafa skuldbundið sig til að höfða skaðabótamál út af sjerhverjum brunabletti sem finn- ist, sje tjónið ekki bætt þegar í stað. Þetta tiltælci getur orðið dýrt spaug fyrir karlmennina. Smælki. Gott ráð. Görnul kona kemur inn í lyfjabúð og bið'ur um meðal gegn fló. Afgreiðslumaðurinn fær henni hvítt duft. Hún horfir á það um stund og segir svo: — Hvernig á jeg að' nota þetta? Þá kom einhver galsi í afgreiðslu inann og sagði hann: — Jú, notkunarleiðarvísirinn er þessi: Fyrst takið þjer tveim fingrum í bakið á flónni og lialdið henni þannig. Svo kitlið þjer hana með hinni hendinni á maganum. Þá fer hún að hlæja og opnar munninn upp á gátt. Þá takið þjer milli fingranna dálítið af þessu dufti og látið það hrynja niður í munninn á henni og þá steindrepst hún undir eins. Konan hugsaði sig um stundar- korn og segir svo: — Góði maður, þegar jeg hefi náð flónni milli fingranna þá get jeg drepið hana milli naglanna.. — Það er satt, það getið þjer líka gert, sagði afgreiðslumaður og tók duftið af henni aftur. En þessar sumairmyndir! Ung stúlka kemur inn til mynda- smið's. — Jeg þarf að biðja yður að framkalla allar þessar myndir fyr- iv mig, en jeg skal segja yður að sumar þeirra eru baðmyndir, og þess vegna megið þjer til með að lofa mjer því að framkalla þær í myrkri! ísafoldarprentsraifcja h.f.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.