Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.1928, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.1928, Blaðsíða 4
236 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS tekur mýrin við útfrábökkunumo" er hið hesta haglendi á þeirri leið yfir alla sýsluna. Honum mun, sem hygnum lang- ferð'amanni, ekki hafa fatast í því að veija haga á dvalarstað sínum. Flosa vár nauðsyn að æja sem fyrst eftir hestabindinguna í Vorsabæ og ljósast mjög harða reið þaðan. Hafi morgunreið hans verið um langan veg frá Dal að Vorsabæ, er hún ekki stutt þaðan vestur yfir Þverá, ekki hálftíma munur. Þangað var nægur sprett- ur og einkar hentugur staður, til að bíða eftir Sigfvissonum o. fl. sem Flosi stóð upp á móti, fagnaði vel og gekk með „fram að ánni (117. kap.)“ Lengra mátti Flosi ekki fara, varð að bíða til að fá vissu sína um að Fljótshlíðingar sæktu vel þingið. Án þeirra muiidi hann ekki hafa farið, heldur riðið sjálfur á fund þeirra til að kveðja þá upp. Þar var traUstið hjer nærlendis og í Mörlc. Mátulega langt hjá Ingjaldi á Keldum að ríða heim fyrst., til þess að getandi væri um — smá auka ferð Ingjalds — en ekki nefnandi frá Gúnnarssteini (Árholti). Lík- legt að Flosi hafi ætlað sjer að sækja Ingjald heim, hefði liánn ekki komið eða tregðast. Eftir þessa atburði, og þó í sömu ferð, er þess getíð í sögunni: „Mörður Valgarðsson reið til fund- ar við Flosa og kveðst ríða vilja til ])ings með honum með öllu liði sínu .... Þeir Mörður og Flosi riðu báðir saman til þings og töl- uðu alla. daga“ (117. kap.) Hjer tel jeg að Mörður hafi fundið Flosa við Holtsvað, sem hinir fyrnefndu. Mörður mátti og svo best fylgja Flosa, að hann riði ekki fvrst út að Þjórsá,eða rjett- ara út vfir hana á Holtavaði, áður eu hann kallaði saman lið sitt. Framar öllum öðrum stöðum hjer um þurfti Flosi að koma að Hofi, þangað átti hann erindi mikið, til að treysta sjer hið mikla lið Marð- ar, með vinskap og tengdum. — Sýst mundi hann -hafa farið fram hjá Hofi, án þess að finna Mörð. I Eftirreiðin. þá er að lítft á liðsafnaðinn til eftirreiðar brennumönnum. 'Að' fyr- irlagi Kára safnar Mörður liðinu, að einhverjum fyrstu krossgötum, þar sem öllum aðalflokknum var einna minstur krókur að, en hins- vegar hagi nægur og góður fyrir nokkur himdruð hesta, meðan á liðsaðdrættinum stóð. Langsam- lcgur meiri hluti þess hlaut að vera úr Landeyjum (kring um Bergþórshvol), Þykkvabæ, Holt- um, Rangárvöllum og Hvolhrepp. Fæstum mönnum úr þessum hjer- uðum var unt að hafa minni krók á einn stað, en að vesturenda Fljótshlíðar, þ. e. að Holtsvaði, og þegar á alt er litið, hvergi eins tilvalinn staður. — Af Rangárvöll- um ofanverðum, ekki nefnandi krókur til flokkadráttar í lang- ferð (ékki fremur en hjer nú í bíl frá Garðsvika). Þjórsdælingum, sem kynnu að hafa riðið í Holt Eyjafjalla, var það ])ráðbein lína, en í hinar efri leit-ir að vísu nokkur krókur, tel ]>< líklegt, að þeir riðu fyrst að Hofi, til frjetta við Mörð um næg- an liðsafla, að stofna til eftirleit- ar, var þá um stutta leið að tala úr •því. En hve margt það lið hafi verið er ekki auðvelt að segja. Má vera að Hjalti hafi riðið svo sem við 20. mann, eða fl.l Ekki sjest að hann hafi haft mikil mannafor- ráð, og verður ekki bygt á því, þó Kári riði upp í Þjórsárdal og Ingj- aldur eftir honum, ]>ví nú höfðu vinir hans sett ofan.Ogað vísu hefir Hjalti 'verið höfðingi, hinn merki- legasti maður, drengur hinn besti, fijótur til og nokkuð örgeðja, og Ijósast hefir hann haft vfir nokki o liði að segja, ])ví hann kvaddi upp almenning (132, sbr. 124. kap.), ef til vill í Haga, sem talinn var í miðri sveit og „þingstaður“ þeirra Þjórsdælinga fram á 13.—14. "ld (Safn. 1. 32). Ekki minnist jeg þess að Hjalti ætti mannaforráð í Rangár])ingi þó svo kunni að hafa verið. Ekki þekki jeg heldur særða menn, sem þurfti að spara krók fyrir á Holtsvað, nema Ingjald, sem mun hafa riðið heim, og ekki í eftirleit, og svo til Hjalta sem græddi liann (132. kap.), enda hafði Kári ekkert af sári hans að segja þegar hann ákvað Tloltsvað, móts við Fljótshlíð, til samkomu- staðar. Loks kemur að því að skipa í leitir — segjum alt að 200 manns í hvern stað, til að mæta 100 öllum „harðsnúnum“. Einn flokk- urinn fer austur veginn, í Holt til Þorgeirs, vitandi það að Flosi mundi ekki hika nærlendis á þeirri leið. Annar flokkurinn fer inn Hlíðarveg, um bygðina, til njósna um þangaðkomu þeirra Sigfús- sona tií búa sinna. Þriðja hygg jeg fara upp hjá Velli, fyrir alla um- ferð með' Eystri-Rangá, síðan aust- ur hraun og sanda um ofanverða Þríhyrningshálsa (fyrir sunnan Tindafjöll) „og svo ofan í Goða- iand“ (131. kap.), þegar engar lík- ur fúndust um slóð brennumanna, urðu þannig fyrir utan för þeirra sem sátu í fjallinu. Úr Þríhyrn- ingí, Flosadal, máttu fráneygir menn í skíru veðri, hafa sjeð til allra þessara flokka eftir skilnað- inn: Austur Aurana, um Torfa- staði, hvort sem þeir fóru veginn, rneð bæjum eða ofan bygð (sumir) og þann þriðja upp með Rangá. Um þessa ferð segir Njála: „Þá skiftu þeir leitinni. Riðu sumir hið fremra austur til Seljalands- múla en sumir upp til Fljótshlíð- ar, en sumir hið efra til Þríhyrn- ingshálsa og svo ofan í Goðaland“ Hjer er svo meistaralega frá sagt að betur.getur ekki orðið. En frá Árholti hefði verið rjett orðað: ofan í Fljótshlíð, eða niður til Fljótshlíðar. Öfugmæli upp til. Þaðan hefðu, að minsta kosti þeir sem riðu fyrir Seljalandsmúla, hlotið að ríð’a um Fiská, hjá (Fiskár)-holti, — en þar máttu þeir ekki fara Flosa vegna,1 sem þar hafði farið með um 200 hesta yfir á eyrum og sumstaðar mjúk- um jarðvegi og hættu að verjast í dalnum. Þar hygg jeg engan leitarmann hafa farið um. Frá Dufþaksholti var ekki að óttast um ferð þar. Er það eitt ekki lítið meðmæli um Holtsvað þar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.