Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1931, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1931, Blaðsíða 2
13Ö LESBOK MORöÖKBLADaiJSa þeim víðáttumiklir grasfletir, sem notaðir eru til íþróttaæfinga. Ef við íslendingar ættum háskóla- byggingu, sem jafnaðist á við eitt „Oxford college“ með því, sem því fylgir, myndum við telja háskóla- máli voru vel borgið og telja okk- ur vel setta. Auk þess sem hvert „college“ er þannig sjerstök stofn- un, en um leið hluti af háskól- anum, hefir hann sem heild sam- .eiginlegt bókasafn og önnur söfn af ýmsu tagi, sameiginlega há- skólakirkju og sameiginlega bygg- ingu, þar sem öll opinber próf fara fram og allmargir fyrirlestrar eru fluttir. Hvert „college" er fyrst og fremst stúdentabústaður, þar sem stúdentunum er gert sem best skil- yrði til að stunda nám og lifa reglusömu og heilbrigðu lífi, en auk þess eru þar fluttir fyrirlestr- ar sem allir stúdentar háskólans hafa aðgang að. Þar sem flestar þessar stofn- anir eru æfagamlar, eru þar enn við líði ýmsar gamlar venjur og eru sumar þeirra ærið kynlegar í augum þeirra, sem engu slíku hafa átt að venjast. Á ári hverju dvelja í Oxford ekki færri en 5 þúsund st.údentar og fer tala þeirra sífelt vaxandi, en borgin sjálf telur 58 þúsundir íbúa. Eins og nærri má geta, setur allur þessi stúdentahópur nokk- Urn svip á borgarlífið meðan liá- skólinn starfar, enda virðist há- skólinn og stúdentalífið vera þungamiðjan í lífi borgarbúa í Oxford. Plestir stúdentanna, sem koma til Oxford, koma í því skyni, að búa sig undir eitthvert ákveðið lífsstarf, en aðrir koma þangað í þeim tilgangi að taka þátt í íþróttalífi og skemtanalífi stúdent- anna og hirða minna um bóknám; á það ekki hvað síst við um syni ríkra manna. En flestir stúdentanna sameina þetta tvent, að svo miklu leyti er því verður við komið. Hvergi mun íþróttalíf við há- skóla vera blómlegra en yfirleitt við enska háskóla, en mest kveður að íþróttalífi við háskólana í Ox- ford og Cambridge. Stúdentarnir iðka alls konar íþróttir, einkum úti-íþróttir, margs konar knatt- leika og róður, en þó mun vart sú íþrótt til vera, sem stúdentar iöka ekki að einhverju leyti. Vinsælust mun róðraríþróttin vera, enda er hún iðkuð af miklu kappi, og eru skilyrðin til æf- inga óvíða betri. Kappróðurinn milli háskólanna i Oxford og Cambridge sem fer fram á Thames í marsmánuði ár hvert, er talinn með merkisvið- burðum, enda' kunnur um allan heirn. Stúdentar þeir, sem skara fram úr í íþróttum eru jafnan í hávegum hafðir og vart þykir neitt meiri heiður en að vera „Ox- ford Blue“ (Dark Blue) en svo eru þeir stúdentar kallaðir, sem taka þátt í kappleikum af hálfu Oxford gegn Cambridge. Þótt mest kveði að íþróttalífi meðal stúdentanna, þá blómgast einnig meðal þeirra fjörugt fje- lagslíf, sem fer eftir áhugamálum þeirra. . Merkast allra fjelaga af því tagi er „Oxford Union Society“, sem er fjelag fyrir alla stúdenta há- skólans. Þektast er fjelagið fyrir kappræðurnar (debates), sem það heldur jafnan reglulega. Þar leiða stúdentamir saman hesta sína, og þar liafa margir af stjórnmála- mönnum Englands og ræðuskör- ungum flutt sínar fyrstu kapp- ræður. Aldrei er stúdentalífið í Oxford í meiri blóma en sumarmissirið (Trinity term) síðustu vikuna af maí og byrjun júní „the Eights \veek“, og ,Commemoration week‘. Oxford er aldrei fegurri en þá, ljómandi veður og alt í fullum blóma. „The Eights week“ er kapp- róðravika milli einstakra ,colleges‘ innbyrðis. Fjöldi fólks streymir til Oxford úr nágrenninu og víðs- vegar að, til þess að taka þátt í gleðinni, og ekki eru það síst ungu stúlkurnar, sem fjölmenna til Oxford þá dagana. Alls staðar ,er líf og fjör, gleðí og hamingja. A bökkum Thames, þar sem kappróðrarnir fara fram er alt þakið fólki. Hvert ,college4 hefir sinn skrautbát (barge) bund- inn við árbakkann; þaðan má heyra hróp og háreysti og eggj- anir, þegar kappróðrarbátarnir renna áfram ljettir og spengilegir í lífróðri, hver á eftir öðrum og reyna að snerta hver annan; tak- ist það þá flytst sá bátur, sem snerti, fram fyrir þann, sem snert- ur var, og svo koll af kolli, þang- að til honum tekst að verða fi emstur, og í því er sigurinn fólg- inn. Sá bátur sem fremstur verð- ur í lok vikunnar, hlýtur tign- arnafnið „The head of the river“, og þykir það mikill heiður. í sambandi við kappróðrana eru haldnar margskonar skemtanir, en það á þó fremur við um „Com- memorationweek4 ‘ þegar háskólinn veitir doktorsnafnbætur, og er það um leið síðasta vika háskólaársins. En stúdentalífið í Oxford birtist í fleiri myndum en þeim, sem vita að gleðinni einni. A hverjum degi eru stúdent- arnir kallaðir til bæna í kapellu livers „college“, og þangað geta þeir farið ef þeir vilja ,eiga kyr- láta stund. Þegar menn koma utan úr götu- liávaðanum inn í þessar kapellur, er eins og þeir komi inn í nýjan heim. Djúp kyrð hvílir þar yfir öllu, og birtan er með dularfullum töfrablæ, og djúpsett helgi hvílir yfir öllu. Hvergi er liægt að hugsa sjer betra umhverfi og betra næði til þess að hugsa um alvarleg efni og leita samfjelags við þá, sem ekki fá þrá sinni fullnægt í hring- iðu dægurlífsins. Eins og nærri má geta, þegar tekið er tillit til þess hve Oxford stendur á gömlum merg, og hins marg-háttaða mentalífs og stú- dentalífs, sem þar blómgast, hefir hún liaft, um aldaraðir og hefir enn, mikil áhrif á hið enska þjóð- líf, enda hafa margir af ágætis- mönnum Englands að fornu og nýju verið Oxfordmenn, bæði skáld og listamenn, stjórnmála- menn og vísindamenn á öllum sviðum. Oflugar, andlegar hreyfingar hafa og átt þar upptök sín. Áhrif Oxford hafa náð víðar en Um England og bréska heimsveld- Íð, því þar stunda nám menn frá Öllum álfum heims, og flytja áhrif

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.