Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1931, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1931, Blaðsíða 7
143 rESBOK MORGUTíBLAÐBINS liópsýning „íý. R“. Efst: Flokkarnir koma inn á völlinn. I miðju: Hópsýning karla. Neðst: Hópsýning kvenna. Á sunnudaginn var hafði ,Knatt- spyrnufjelag Keykjavíkur' fim- leikasýningu á íþróttavellinum. — Voru í þeim hóp um 150 manns, karlar og konur og smámeyjar. Er þetta stærsta fimleikasýning, sem sjest hefir hjer á landi. — Kvenflokkasýningunum stjórnaði hinn áhugasami, röggsami og góði íþróttakennari, ungfrú Unnur J ónsdóttir, en piltasýningunum stjórnaði Júlíus Magnússon. Eru þau bæði íþróttakennarar K. R., er með sýningu þessari sýndi á- berandi hvern lífsþrótt það hefir að geyma. Sýningin var einnig fagurt dæmi þess hversu mjög íþróttaáhugi eykst hjer í borginni ár frá ári og að margir menn hafa ódreþandi áhuga fyrir því, að íþróttir megi blómgvast og dafna. Og fimleikar eru undirstaða allra íþrótta. 3 <* - ■ * Þrír af fimleikajnönnunum. inu, er áta þeirra. Það, sem deyr þar sekkur hægt og hægt til botns. Þarna í undirdjiipunum rignir lík- um, sem. hinir lifandi hafa til við- urværis. En eftir því sem neðar dregur, verður meiri hörgull á þessu, því að þessi fæða eyðist og ónýtist á hinni löngu leið til botns. Og þegar komið er niður á 6000 til 8000 metra dýpi, er ekkert líf leng ur að finna, ekki einu sinni hinar allra lægstu lífsverur. í staðinn fyr ir botnleðjuna, sem myndast af ómælilegum grúa smálíka, er botn- inn hjer hreinn, máske rauðleitur af örþunnu slími. Þarna er eyði- mörk, sem nær yfir þúsundir mílna af hafsbotninum. Það verður méske hægt að bæta seinna við þau fáu sýnishom, sem náðust af hinum furðulegu djúp- fiskum. Á 3500 metra dýpi náð- ust aðeins 35 af þeim i dráttarnet, Það eru að eins smámunir, sem sjer höfum náð úr regindjúpum út hafsins enn sem komið er, aðeins örlítið sýnishorn þess hvað í hinum myrku hafhyljum býr. Frægir menn sem ekki gátu lært í æsku. Þess eru dæmi, að þeir, sem gengur vel í skóla, verða ekki meira en meðalmenn þegar í ,skóla lífsins‘ kemur, en þeir sem voru mestir ,,tossar“ í skóla, verða stundum manna frægastir. Skal nú sagt frá nokkurum dæmum þessu til sönnunar. Hinn frægi efnafræðingur, Jus- tus Liebig, var rekinn úr skóla vegna þess að liann „væri skólan- um til skammar“. Liebig sagði seinna frá því, að liann hefði hvorki getað lært tungumál tije neitt annað, sem mest áhersla var lögð á að kenna í skólanum. Ein- liverju sinni kom rektor skólans til þess að hlýða á kenslustund í bekk þeim, sem Justus var í, og hjelt þá langa ræðu yfir honum, ávítti liann fyrir leti og sagði að hann væri bæði kennurum og for- eldrum sínum til skammar. Svo spurði liann Justus hvað hann hugsaði sjer að verða þegar hann væri fullorðinn, og er Justus kvaðst vilja verða efnafræðingur, skellihlógu nemendur, kennarar og rektor. Við þriðjabekkjarpróf fjell Justus tvívegis og var hann þá tekinn lir skóla, og settur til náms hjá lyfsala. Eftir 10 mánuði vissi hann eins mikið og lyfsalinn sjálfur. Linné, hinn heimsfrægi sænski grasafræðingur, var svo illa liðinn af kennara sínum, að faðir hans varð að taka hann úr skóla. Fekk Linné þá það vottorð að hann gæti ekkert lært, og guðfræðingur gæti liann aldrei orðið, (en faðir lians hafði ætlast til þess); ef til vill gæti liann orðið lærlingur lijá trjesmið eða skraddara. Um Alexander von Humboldt sagði kennari hans að „hann gæti trauðla skilið neitt.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.