Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1931, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1931, Blaðsíða 8
144 LESBÓK M0HGTTNBLAÐ8IN8 Hún: Og þess vegna verð jeg að segja þjer það, að mig langar alveg óskaplega í bláu treyjuna, sem er í glugga kaupmannsins. lsafoldarprentsmiSja h.f. Pdskosiðir. í Spreewald í Þýskalandi bvílir mjög mikill hátíðleiki yfir pásk- unum, því að þá er um leið haldin vorhátíð. 1 marglitum og fögrum þjóðbúningum, ganga íbúarnir til kirkju, hver með sálmabók í hendi, eins og forfeður þeirra og mæður hafa gert um mörg hundruð ár. Síamskeisari liggur alvarlega veikur, nú sem stendur. Hún: Maður og kona mega ekki hafa nein leyndarmál hvort fyrir öðru. Hann: Nei, auðvitað ekki, vina mín. Páskarnir í Hollandi. Hjer á myn-dinni sjást nokkrar bænda- konur frá Norður-Fríslandi á leið til páskamessunnar. Eru þær í há- tíðabúningum sínum, sem eru mjög einkennilegir. Verðlaunagátan í 15. tölublaði Lesbókar. Eins og áður er sagt, kom urm- ull af ráðningum. Voru þær á svo margan veg, að um varð að dæma. Flestum hafði skeikað í því, að hafa ekki tvo stafi breytta í hverri lóðrjettri línu. Margir flöskuðu á því að hafa fágæt orð og sum dauð úr málinu o. s. frv. Eftir nákvæma yfirvegun reynd- ust tvær ráðningar bestar. Var önnur frá ungfrú Rannveigu Kol- beinsdóttur, St. Jósefsspítala í Hafnarfirði og hin frá Þórarni Guðnasyni, Vesturvallagötu 6 í Reykjavík. Var varpað hlutkesti um það hvort þeirra skyldi verð- launin hljóta, og kom upp hlutur Þórarins. Ráðning hans var þessi: F E L nl F Æ L n\ T Æ L n \ T Æ L T T Æ T T t|æ R T K Æ R T K o R T K o R N Getur hann vitjað verðlaunanna, 10 kr. á afgreiðslu Morgunblaðsins

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.