Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1931, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1931, Blaðsíða 4
140 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS vinsælan (sbr. Hitler). Hann (Brúning) skifti sjer ekki af þó götulýður gerði óp og óhljóð að sjer. Hann væri rólegur, því hann lifði í því trausti að vera að vinna fyrir föðurlandið. Nú fyrir nokkru kom Bruning fram laga- frumvarpinu um viðreisn fyrr greinda landshluta. Samkvæmt lögum þessum verður land það, er nær frá austurlandamærunum alt til Pommern, Brandenburg og Neðri Sljesíu látið njóta sjerstaks stuðnings af hendi alríkisins. Á næstu 5 árum veitir ríkið' 1200 miljónir marka, til þess að rjetta við atvinnulíf þeirra. V. Tveir atburðir liafa gerst ný- lega í stjórnmálalífinu þýska, sem mesta athygli hafa vakið. Sá er annar, er Nazistar (og þýski þjóð- ernissinna-flokkurinn að dæmi þeirra) gengu úr ríkisdeginum og kváðust ekki mundu vinna saman við hann framvegis, meðan hann er skipaður eins og nú er hann. Hinn er sá, er „Stálhjálmarnir“ kröfðust þess, að þing Prússa yrði rofið og stofnað yrði til nýrra kosninga í Prússlandi. Þykir þeim ríða mikið á, að komið verði á meira jafnvægi í stjórnmálum Þýskalands, er gengið verður til næstu forsetakosninga. Þykir þeim illa farið, ef þjóðin stæði þá tvístr- uð í harsnúinni þingkosningabar- áttu og forsetakosningin yrði dreg- in inn í flokkapólitíkina. Innan- ríkisráðherra Prússa, Severing, ljet sjer þessa kröfu „Stálhjálm- anna“ samt ekki nægja. Hann heimtaði í fyrsta lagi þær 20 þúsundir undirskrifta kjósenda, er nauðsynlegar eru, til þess að eitt- hvert mál verði borið undir þjóð- aratkvæði. Nú hefir Severing fengið þessar 20 þúsundir undir- skrifta og lætur rannsaka, hvort þær sjeu rjettar. Ef svo reynist vera, verður loks gengið til þjóð- aratkvæðis um það, hvort leysa skuli upp þing Prússa (Lands- þingið) eða ekki. Enn þá eru úrslit þessa máls ekki ljós, en margt bendir til, að þjóðaratkvæðagreiðslan muni ganga „Stálhjálmunum“ í vil. Er þá augljóst, hvað verða vill: Naz- istar öðlast meiri hluta í þingi Prússa og hafa þá unnið stærsta áfangann að því marki að ná völdum í Þýskalandi. Hitt þykir mörgum vafasamur búhnykkur hjá þjóðernissinnum, er þeir neituðu fjamvinnu við hina flokkana í rík- isþinginu. Er þess getið til, að mörgum kjósendum þeirra, einkum þeim, sem nýkomnir eru í flokk- inn úr borgaraflokkunum þyki þetta misráðið. Grunar marga, að Dr. Göbbels, einn af atkvæðamestu og um leið ófyrirleitnustu þing- mönnum flokksins, munihjer mestu hafa um ráðið. Að vísu neitar Hitler því harðlega. Hefir hann líka hvað eftir annað lýst yfir því, að flokkur sinn taki sjer ekkert fyrir hendur, án síns vilja og vit- undar. Margur mun leita orsaka til hins. skjóta uppgangs Nazista í Þýska- landi, en ekki verða ljóst, hvað honum hefir valdið. Nefna^menn til ýmislegt, er þykir hafa stuðl- að að honum. Einkum er bent á, að hin svonefnda millistjett hafi orðið harðast úti á krepputímum þeim, sem ófriðurinn hefir haft í för með sjer. Stjett þessi var fjölmenn og velmegandi fyrir styrjöldina miklu, en efnahagur hennar hefir farið forgörðum af eftirköstum ófriðarins. Bilið hefir því mjókk- að enn meir en áður milli stór- eignamanna og öreiga. Skapast þannig frjór jarðvegur fyrir kenningar öfgaflokka. En þó hag hinnar gömlu millistjettar hafi hrakað og liún hafi að því leyti nálgast öreigana, þá lifir hún samt sem áður í heimi sinna fornu hug- sjóna osr lætur ekki draga sig í sama dilk og öreigana, heldur gengur hún sínar eigin götur. Og einmitt þegar þessi millistjett er að glíma við að finna sjálf úrlausn þjóðfjelagsmálanna, án þess að aðhyllast kenningar Marx og Len- ins og önnur slík „theoretísk" kerfi, kemur Hitler fram, maður sem hatar Marxismann og peninga vald G37ðinganna, trúir á sveitim- ar og yfirburði þýska kvnstofns- ins, skjóta endurreisn fornrar frægðar Þýskalands, vill beina hugum manna frá flokkadráttum að einu marki: öflugu samstarfi fyrir ríkið sem heild. Þegar þar við bætist, að Hitler er framúr- skarandi ræðumaður, sem hefir lag á að leika á hina næmu strengi múgssálarinnar — og Hilter bygg- ir ávalt mest á hinu talaða orði, minna á skrifum — þá verða úr- slit septemberkosninganna ekki eins furðuleg og í fyrstu virðist. Engan má undra, þótt jafnöflug- ur þjóðernisssinni og Hitler, eigi marga áhangendur á meðal stú- denta. Hvergi lifa minningar horf- innar frægðar betra lífi en einmitt í háskólunum, og hvergi er sterk- ari vonin eftir nýjum Bismarck, sem hefji þjóðina til vegs og virð- ingar á ný. Jeg hlustaði fyrir nokkru á fyrir- lestur prófessors eins um VI. bók Aeneasarkviðu, þar sem skáldið lætur hetjur Rómverjasögu líða sjer fyrir hugskotssjónir, alt _frá Rómúlusi til Ágústusar keisara. Verður ljómi Ágústusar enn meiri, fyrir samanburðinn við niðurlæg- ingu ríkisins í borgarastyrjöldun- um. Prófessornum fórust orð eitt- hvað á þessa leið: Það kann að vera erfitt fyrir margan okkar að lifa sig inn í anda þessarar kviðu. Margt mun virðast venju- legum hugsunarhætti okkar fjar- lægt. En við skulum hugsa okkur, að eftir niðurlægingu okkar Þjóð- verja á þessum síðustu árum, kæmi fram snillingur, er aftur lyfti þjóðinni upp í sinn forna frægð- arsess og Þýskaland efldist að völdum Og virðingu undir stjórn þessa eina manns. Hugsum okkur, að þá kæmi fram skáld, er yrkti lof um þenna snilling. Mundi skáldið ekki taka svipaða afstöðu til fortíðarinnar og Virgill hjer? Mundi skáldið ekki hyrja á því að draga upp myndir af hinum elstu þjóð- höfðingjum Þýskalands og halda áfram að telja upp og lýsa mestu stjórnskörungum þjóðarinnar? — Mundi skáldið gleyma Bismarck og TTindenburg ? En mundi samt ekki þessi eini óskmögur þjóð- arinnar verða lofsamlegastur í augum skáldsins ? - Þögn var djúp á meðan hinn aldraði og virðu- legi lærdómsmaður talaði þessi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.