Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1936, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1936, Blaðsíða 2
138 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS að skipin tóku fyrst land við Færeyjar, en heldu svo rakleitt þaðan til Hjaltlands. Þar biðu þeirra hollensk herskip til þess að fylgja þeim heim. Venjulega lögðu Indlandskaup- förin á stað að heiman seint um haust, eða fyrra hluta vetrar, en frá Batavía aftur næsta ár, milli jóla og nýárs, og voru væntanleg til Hjaltlands eftir 8—9 mánuði, ef engin sjerstök óhöpp komu fjTÍr. Seinast í júlí eða fvrst í ágúst voru því herskipin, sem á.ttu að fylgja þeim norðan við Skotland og yfir Norðursjó, kom- in heim með þau. Höfðu Indlands- kaupförin samflot, eftir því sem unt var, svo að hægt væri að fylgja þeim öllum heim í einu lagi. „Skjaldarmerki nmsterdam“. EFTIR skýrslum Kamer Am- sterdam fór ,,Het Wapen van Amsterdam" í fyrstu Indlandsför sína 20. október 1654 og kom heim aftur 16. júlí 1657; í aðra förina fór það 13. október 1657 og kom heim 30. júní 1659; í þriðju förina 17. desember 1659 og kom heim 30. júní 1661; fjórðu förina 27. september 1661 og kom heim 18. júlí 1663; í fimtu ferðina 21. maí 1664 — en úr henni kom það ekki. Það strandaði við ísland 19. september 1667 og þar báru flest- ir skipsverja beinin, og hinn dýr- mæti farmur fór forgörðum að mestu. Hinn dýrmæti farmur. rP ALIÐ er, að þegar skipið lagði ■*■ á stað heimleiðis frá Batavíu á Java í seinasta sinn, hafi farm- ur þess verið metinn á 43 tunnur gulls. Samkvæmt orðabók Sig- fúsar Blöndals hefir hver „tunna gulls“ verið virt til 200.000 króna, og ætti þá farmurinn að hafa verið 8.6 miljóna króna virði. Segir Esphólín svo frá í Árbók- um um það hver farmurinn hafi verið: „Klukkukopar einn liafði vetið barlestin, en áhöfn gull og perl- ur, silki, skarlat, pell og purp- uri, kattún og ljereft ærið og mörg dýrindi, einnig demantar og karbúnkúlar, desmerkettir og margt annað'1. Fitja-annáll segir: „Flutti bæði gull og perlur, silfur og kopar, kattún, silki og ljereft yfirfljótanlegt og margs- kyns dregna dúka og ábreiður“. Kjósarannáll segir: „---------fraktað með ljetefti, silki, kopar, silfur, gull, dýrmætar jurtir og eð^lsteina“. Vatnsf jarðarannáll yngri seg- ir: „Þar var idel klukkukopar fyrir barlest, en góssið var allra handa varitet: silki, skarlat, pell, ljer- eft etc., ýmislegir dýrmætir eðal- steinar og carbuneuli, desmer- kettir og alls kyns þess konar dýr- mætt góss.“ / Frd Java til Islands TJ0LLENSKU skipin munu hafa orðið seinni til heimfarar frá Batavia þetta ár heldur en endra- nær. Lögðu þau ekki á stað þaðan fyr en 26. janúar 1667. Fæ jeg ekki sjeð hve mörg þau voru saman, því að í heimildum er talað aðeins um „nokkur skip“. Þessi floti kom til Góðrarvonar- höfða í maí og dvaldist þar fram í öndveroan júní. Þá var siglt á stað og samkvæmt fyrirskipun átti að lialda rakleiðis norður undir Færeyjar. Gekk ferðin vel, en flotinn lenti nokkuru vestar en gert var ráð fyrir, og var kominn undir Island, á 62 breiddargráðu. Þá var það, aðfaranótt 17. september, að á rauk æðiveður. Leystist þá flotinn sundur, og er sagt að veðrið hafi verið svo voða- lögt, að menn hafi búist við því að skipin myndi sökkva þá og þeg- ar, og hver stund væri sín síðasta. U LEST skipin hleyptu til Fær- eyja upp á líf og dauða. En vegna strauma í sundunum og ó- veðurs var ekki viðlit að leita hafnar þegar þangað var komið. Komust þó öll nema eitt í land- var hjá Kvalbö og lágu þar af sjer mesta garðinn. Komust þau síðan inn til Þórshafnar 1. októ- ber. En eitt skipið fórst við Fær- eyjar. Það hjet „Walcheren“, eign verslunar- og siglingarf jelagsins Kamer Zeeland. Er mjer ekki kunnugt um afdrif þess nema hvað sagt er að 17 menn einir hafi kom- ist af. AÐ er nú frá „Het Waapen van Amsterdam“ að segja, að þessa sömu nótt sem ofviðrið brast á, rak það upp að suðurströnd ís- lands og fórst þar við sandana tveimur nóttum seinna. Hvar fórst skipið? ANNÁLUM ber ekki saman um það hvar skipið hafi strandað. Valla-annáll, FÞja-ann- áll, Kjósarannáll, Hestannáll og íslands ártali telja að skipið hafi strandað við Skeiðarársand. En annáll Magniiss sýslumanns og Vatnsfjarðarannáll yngri og Esp- hólín segja að það hafi strandað á Sólheimasandi. Þrátt fyrir þessar misgreinir e'r engum blöðum um það að fle,tta að skipið hefir strandað á Skeið- arársandi. Það s.tyðja fyrst munnmælí, sem’ herma það, að akkeri skipsins hafi verið flutt upp undir bæinn Skafta fell í Öræfum og verið skilin þar eftir í skriðu nokkurri; en í einu hlaupinu af mörgum hafi Skeiðará sópað burtu skriðu þessari og akkerunum. En það sem mjer finst taka af allan vafa um þetta efni, er Al- þingisbókin 1669. Þar lætur Ein- ar Þorsteinsson,*) sýslumaður í Austur-Skaftafellssýslu lesa upp í lögrjettu skrif og framburð sinn „um þá kvensnift, Ragnhildi Jóns- dóttur í hans sýslu, er barn alið hefir og það kent Pjetri Jacobssyni, sem verið hefir á því * Einar Þorsteinsson, sýslumaður Austur-Skaftfellinga, er meðal annars kunnur fyrir það, að árið 1680 gaf hann Alþingi öxi þá, er lengi siðan var not- uð við aftöku sakamanna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.