Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1936, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1936, Blaðsíða 3
hollenska Ostindiafari, en maður- inn nú í burt sij;ldur“. Orðin „í hans sýslu“, og að þess munu cngin dæmi að strandmönn- um úr Vestur-Skaftafellssýslu (eða jafnvel Rangárvallasýslu) sje flækt austur í Austur-Skafta- fellssýslu, taka hjer af öll tví- mæli. C KE7ÐARÁRSANDUR er víð- ^ ur, svo að þótt sagt sje, að skip hafi strandað þar, er ekki ncma hálfsögð sagan um lencl ingu skipbrotsmanna. Um ægi- sandana, alt austan frá Hnappa- völlum í Öræfum og vestur úr öllu valdi, kvísla.st jökulvötn til sævar, og engin bygð nærri. Á söndunum var þá ekkert afdrep, því að þar vdru engin skýli fyrir skipbrofsinenn. Og livar sem þá bar að landi í skipreika milli Ingólfs- höfða og Núpsvatna voru þeir á ægisandi, umkringdir beljandi vötnum, sáú hvergi til manna- bygða og vissu ekkert livert átli að halda. Ovíða í heimi, þar sem menningarþjóðir búa, mun hin hamslausa náttúra, er hrekur slcip af hafi í strand, búa þeirn, er af komast, jafn geigvænlegar viðtök- ur eins og á Skeiðarársandi. Því fór hjer svo, að aldrei mun meira manntjón hafa orðið við strand eins skips á íslandi, heldur en í þetta skifti. Má gera ráð fyr- ir því að 150 menn hafi farist þar að minsta kosti, jafnvel alt að 200. ■Keir, sem best. þekkja sagnir *■ um þetta strand og s,tað- háttu, telja að skipið muni liafa sfrandað um 20 km. fyrir vestan Tngólfshöfða. Ætti það þá að hafa verið hjá Veiðiósi, eða milli hans og Melósa, eins og þeir eru nú markaðir á íslandskorti. En fyrir nter 270 árum mun alt hafa verið þarna með öðrum svip en nú er, nema um vötnin, sandana og ó- færurnar. Með mörgum hlaupum á þess- um öldum hefir Skeiðará breytt öllu umhverfi og fært ströndina lengra úf. Má því vera, að staður sá, þar sem hið fagra hollenska - sldp strandaði, sje nú langt frá sjó, og þar liggi það einhvers- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 139 HOLLENSKT KAUPFAR FRÁ 17. ÖLD. (Mynd gerð eftir líkani í Ned. Hist. Scheepv. í Amsterdam). staðar grafið í sandinum, ásamt þeim auðæfum er með því sukku í sjó, og inenn gangi þar nú ár- lega yfir þann blett, án þess að vita hvað sandurinn undir fótum þeirra geymir. Mcnnirnir farast í sjóvolki og krókna d söndunöm. AÐ fara sjaldnast nákvæmar sögur af því hvernig hverjum einum reiðir af þegar skip farasf. Og allra síst eiga menn orð til að lýsa þeirri útlausn skelfingar, því óttamagni, sem brýst út, þegar hundruð manna eru í lífshættu. Þess vegna reyni je'g ekki að draga neina mynd af því livernig um- horfs hafi verið í „Het Waapen van Amsterdam“ þegar það strand aði hjer á suðurströnd íslands. En hitt má hverjum manni vera Ijóst, að fyrir foringja skipsins, sem áttu að bera ábyrgð á góssi og lífi hinna mörgu manna, sem innanborðs voru, var það næg á- stæða til örvílnunar að stranda þarna þar sem engin áreiðanleg kort voru þá til af suðurströnd fslands. T AFTAKAVEÐRI strandað skipið við sandana. Af ann- álum er svo að sjá setn þegar hafi verið reynt að se.tja út báta til þess að koma sltipsfólki á land, en við það hafi margir farist. Dr. M. Simon Thomas getur þess í doktorsritgerð sinni, að sagnir gangi um það, að á skip- inu hafi verið Svertingi nokkur, syndur eins og selur. Hafi hann bjargað mörgum mönnum á sundi til lands, en í seinustu ferðinni i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.