Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1936, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1936, Blaðsíða 6
142 LESBÓK MORGUNBíjaÐSINS ESjarni ÍT>. fííslason; RL5EV „Perlan í Eystrasalti.“ burt til þein-a, er engin rjettmæt ítök áttu þar í, að guðs og nátt- úrunnar lögum. Annálar minnast að eins á þetta mjög varúðlega. Pitjaanyáll seg- ih: „Haldið var að margur yrði þá fingralangur fvrir austan“. Og Valla-annáll, sem ritaður er um aldamótin 1700, segir: „Margt náðist af góssi þessa skips all- vænt; hafa sjest rök til þess í nokkrum stöðum syðra og suð- eystra alt til þessa“. Þær sagnir ganga og. að hús- mæður eystra hafi um þe*ta leyti skift um sængurföt í rúmum sín- um, og hafi heimilisfólk alt sofið við silkirefla og rúmklæði úr silki lengi á eftir. AÐ getur vel verið, að enda þótt mest af hinum dýra farmi sykki með skipinu, og I)an- ir hafi komist yfir margt af því, sem bjargað var, þá sje til enn á landi hjer gripir úr því. Ungfrú M. Simon Thomas segist liafa talað við mann austur í Ör- æfum. sem sjeð hafi tvær tóbaks- dósir úr látúni, látúnshjömr og skráarumbúnað af kistu, sem hann taldi kominn úr þessu skipi. Hvar þeir gripir eni nú niður komnir veit víst enginn. En í Þjóðminja- safninu er einn gripur, sem Matt- hías Þórðarson þjóðminjavörður hvggur að sje frá skipinu kominn í öndverðu. Er það hurðarspjald með upphlevptu flúri. Spjaldið. ()11 lönd liafa sín einkenni feg- urðar og mikilleika, en fá munu svo frábrugðin hvort öðru að náttúrufari sem ísland og Dan- mörk. í Norðursjó og Eystrasalti eru alt að 500 smáeyjar, sem teljast til liins danska ríkis. Að því leyti viraðs* þær vera afkvæini Jótlands, að þær eru allar fjallalausar og gróðursælar. Af þessum eyjaurmul eru þó ekki nema 112 bygðar. Ein af þeim er Alsey eða „Eystra.salts- perlan“ (Die Perle in der Os*see) eins og hún alment er kiilluð af Þjóðverjum. Alt það fe'gursta, sem Danmörk getur gestauganu boðið. finst á þessari litlu eyju, sem mikið er dáð og elskuð af eyjaskeggjum og nábúum þeirra. Alsey er 114 ferkm. að stærð með álíka marga íbúa og Reykja- vík. Þar af eru 12 þúsundir í höf- uðborg eyjarinnar, Sönderborg,sem bygð er við Alseyjarsund, kring- um veglegan kastala með sama nafni. Sönderborg-kastali er mjög forn bygging; var reistur af Valdimar konungi I. til varnar gegn Vindum. Nú er þessi kas*ali notaður sem fomminjasafn og er það eitt hið merkilegasta í Suð- urjótlandi. M t ber ]>ar á stríðs- minjum frá Sljesvíkurstriðunum 1848 og 1864. í þeim styrjöldum kemur Alsey mikið við sögu. Öll eyjan er einn óslitinn grafreitur þúsund ára ættliða. Þar liafa fundist 2200 fornaldargrafir, Niunar kringum 4000 ára gamlar. Upprunalega var Alsey sjálfstætt víkingahöfuðból, sem ekki taldist til konungsríldsins danska. Árið 1229 var Albert frá Orlamunde höfuðsmaður á eynni. Síðar var þar hertogadæmi, og um eitt skeið er eyjan undir yfirráðum hertoganna af ætt Abels konungs, bróðurmorðingjans, sem mörgum mun kunnur frá leikriti Öhlens- chlægers „Erik og Abel“. * Þegar maður ferðast um Alsey dcttur manni ósjálfrátt í hug ís- lensk útröst. Alt landið er öldu- myndað og líkist hafi, þar sem einn bpðinn rís eftir annan og á stöku stað skýtur upp háum brimhnútum. Hvert fótmál af jörð er ræktað. Þar sem ekki eru akrar eru ávaxtagarðar eða skógur. — Skógarnir eru oftast í toppi bylgj- unnar og milli þeirra í lægðunum eru gulir akrar og hálmþaktir bóndabæir, til að sjá milli trjánna eins og falle'ga innrömmuð mál- verk. Á stökum stað ber græna hóla yfir lauffald trjánna; þeir eru sjerstaklega afgirtir, ræktaðir til beitar fyrir kýi\ á sumrin. íslendinginn, se'm vanur er voldugu og hrjóstugu náttúru- umhverfi — þögulum svipum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.