Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1936, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1936, Blaðsíða 4
140 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Siglingakort frá íslandi árið 1635. (Kort Joris Carolus í Wereldatias Willem en Joan Blaeuw). hafi hann farist. Lík hans liafi verið dysjað þar sem það kom á land, á mel einum, sem íslending- ar kalli síðan Skollamel. Mjer hef- ir ekki tekist að grafa upp hvar það örnefni muni hafa verið, og sennilega er nú staðurinn glevmd- ur, og grafinn af Skeiðará. live mcirgir björg- uðust? 'C, KKI ber annálum saman um það. hve margir menn hafi verið á skipinu, en þó lætur nær um frásögn þeirra, hve margir hafi af komist. Esphólín segir að á skipinu hafi verið 300 manns og 50 komist af. Fitja-annáll og Kjósarannáll segja, að á skipinu hafi verið 20Ö manns og nær 60 komist af. Magnús sýslumaður segir að á skipinu hafi verið 250 manns, en 50 komist af. Valla- annáll segir að þar hafi týnst fólk flest. Þegar athuguð er frásögn Jóns Ólafssonar Indíafara um mann- fjölda á dönskum Austindíaskip- um, má geta nokkuð í eyðurnar um, hve margir hafi verið á holl- enska skipinu. Það var mikið stærra heldur en dönsku skipin, og hlaut því að hafa stærri skips- höfn. Svo ber þess líka að gæta, að Hollendingar höfðu miklu meiri ítök í Austurindíum heldur en Danir, og má því búast við fleiri farþegum með þeirra skipum heim leiðis he'ldur en þeim dönsku. — Þykir mjer því varla of mikið í lagt að ætla að á skipinu hafi verið um 200 manns, að minsta kosti. Dr. M. Simon Thomas tek- ur sínar tölur um þetta efni eftir íslenskum heimildum og skil jeg það svo, að af skjölum útgerðar- fjelagsins verði ekki ráðið hve margir tóku sjer far með skipinu frá Austindíum. Virðist og svo, sem hún telji íslensku annálana bestu heiinildir um strand þetta og manntjón. Eftir öllum heimiklum að da“ma hafa 50—60 menn b.jargas.t. Dcgar í land var komið. EIR, sem komust á land úr skipinu, voru litlu betur farnir en hinir, sem fórust í brim- garðinum. Þeim skolaði holdvot- um, sjóhröktum og örmagna á land þar sem ekkert athvarf var, en foráttuveður og aftaka kuldi. Voru flestir illa undir það búnir, því að þeir voru klæddir í ljett og skjóllaus silkiföt. Króknuðu þeir margir þe'gar á sandinum. En jiegar skipið tók að brjóta og upp úr því rak ýmislegt, þar á meðal áfengi allskonar, var áfenginu skift á milli skipbro.tsmanna til þess að reyna að halda á þeim hita, og Kjósarannáll segir: „Menn komust margir lífs á land á bátum og skipbrotum. en af því veðrið var kalt, en yfrið langur vegur til bvgða, þeir og einnig drukknir af brennivíni, hvort þeir höfðu drukkið þá á land komu, þá dóu svo margir — — — T7 NGJNN veit nú hve lengi skipbrotsmenn hafa verið að hrekjast þar á söndunum, en sögn er sú, að þeir hafi kynt bál, og að lokum liafi bændur (í Oræfumt) orðið þeirra varir og gert út leið- angur til bjargar. Var þá köld aðkoma, er komið var yfir vö.tnin, því að hingað og þangað lágu lík Hoil- endinga á sandinum, og sumir deyjandi. Þar á meðal var skip- stjórinn. Hafði hann áður fengið skipssögn sinni til farkosts þær gersimar, sem á land hafði rekið. Fundu menn liann liggjandi á sandinum nær dauða en lífi. Var hann í fögrum skartklæðum og dró af hönd sjer gimsteinum sett- an gullbaug, eins og liann vildi með því kaupa niönnum sínum frið og frelsi. Síðan dó hann. Björgan mann- anna. M björgun skipverja verður ekki sagt, nje' hvert þeir voru fluttir fvrst. En um það bet sögnum sarnan, að nokkrir þeirra hafi komist utan þetta sama haust með dönsku skipi, sem sigldi frá Eyrarbakka, en hinir hafi vi§tast um veturinn á Seltjarnarne'si og Kjalarnesi. Er mælt, að næsta vetur hafi 60 er- lendir eftirlegumenn verið í Kjal- arnesþingi. Var þá hart í ári hjet og höfðu allir nóg með að sjá sjálf um sjer farborða. Mun bændum liafa þótt þungt undir að búa að sjá veturgestum þessum farborða, eins og von var. Og á Alþingi 1669 bar Daði Jónsson sýslumaður í Kjalarnesþingi fram kvörtun bú- enda í jieirri sýslu um átroðning útlendinga, og mun þar meðal

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.