Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1936, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1936, Blaðsíða 7
LE3BÓK MORGUNBLAÐSINS 143 nóttlausrar fjallaveraldar, dreym- ir sína fegurstu drauma um ekrur og gróðurlendi með sóldýrð yfir syngjandi skógi. Einn fagran vor- dag þegar maður siglir inn Eyrar- sund, þar sem einstakir hallartum ar gnæfa yfir trjátoppana, sem spegla sig í bláum sænum, verður draumur þessi að veruleika — en tapar um leið mætti sínum. Það gera allir draumar sem rætast. Þótt fegurðareinkennum danskr ar náttúru við Eyrarsund sje við- brugðið, er skógurinn og ströndin þar sviplítil í samanburði við náttúrufegurðina á Alseyjar- strönd. Á Alsey er alt hreinna og frið- sælla. Þar er skógurinn hærri, ströndin fegurri, og fuglarnir glað ari. Þar er nátfúrulífið nær sínum uppruna, ótruflað af ys og glaumi stórborganna. Hæst er eyjan að austanverðu, en fer lækkandi mót suðri. Alstað- ar sjást á landinu verksummerki strauma og skriðjökla, sem á ís- öldinni hafa ráðið mestu um lög- un þess. Á vesturströnd eyjarinn- ar skýtur inn smáfjörðum og vog- um og umhverfis þá eru einstök bændasetur eða smá kauptún í fögru og frjósömu umhverfi. — Ekkert heimili er hjer svo fátækt að það eigi ekki kál- og ávaxta- garð, með óteljandi tegundum af jarðarinnar ljúffengustu ávöxt- um og fegurstu jurtum. Austurströndin er hærri og mik- ið skógi vaxin, með furu, greni, eða beykiskóga. Eik er þar aðeins á stangli; mest ber á beykiskógun- um, sem víða eru margir ferkm. — Fegursti og lengsti beykiskógur Danmerkur (Nörreskov) er á Alsey. Trjen í honum eru flest jöfn að hæð, frá 35—38 m. Allmörg eru þó hærri, tða alt að 50 m. há. Að sjá beykiskóginn blómstra að vor- degi er á við fallegt æfintýr. Næst konunni og íslensku sólsetri er ekkert fegurra en nýiitsprung- ið beykitrje. Fátækt þekkist ekki á Alsey, sem neinu nemur. Það sem sjer- staklega dregur til sín athygli manns er hið einstaka hreinlæti kringum húsin, og fallegir hlaðar af höggnu brenni, sem standa við hvert hús og heimili, eins og óum- flýjanlegur þáttur í tilveru eyja- skeggja. Danir eru mjög lireinleg þjóð að eðlisfari, en óvíða ber svo inikið á þeirri lyndiseinkunn þeirra sem hjá Alseyjar-búum. Það er sagt um þá, að þeir jafnvel kalký hvern stein í landareign sinni, og er það ekki mjög fjarri sanni, því víða sjást hvítkalkaðir steinar meðfram vegum á Alsey. Leifa eldri menningar yerður talsvert vart í eynni. Við hHð- ina á nýum húsum sjest allmikið af svonefndum „Alsinger-stofum“, gömlum þjóðlegum byggingum, sem >að mörgu le'yti líkjast falleg- um torfþöktum íslenskum bónda- bæum. Þessi hris eru víða í skjóli skógar, eða þá að kringum þau standa gamlar eikur og beykitrje', sem teygja verndararma út yfir þakið eins of trúfasf.ir vættir. Fólkið á Alsey er eklti laust við hjátrú, einkum hið eldra, það hefir tröllatrii á þessum gömlu trjám, sem fylgja hverju óðals- setri. Ef eitt slíkt trje brennur eða skemmist á einhvern hátt, álíta menn að ættin, sem átti það, sje heillum horfin. Eldra fólk trúir jafnvel að hægt sje að lækna sjiik dóma með þessum trjám, m. a. tannpínu. Það gerist á þann hátt: Einhver, sem býr í sama húsi og hinn sjiiki, læðist lit að trjenu eft- ir sólarlag. Hann losar trjábörkinn frá uns hann nær í flís úr sjálfum viðnum; þessari flís á svo að nudda um hina sjúku tönn uns hún litast af blóði; þá á að láta flísina á samn stað aftur og fella börkinn yfir eins og hann var. Alt þetta verður að gerast í þögn og án þess að sól eða máni fái skinið á flísina, ella tapar hún lækning- armætti sínum. Prestsetrið Asser- balle.'. Hjer fæddist skáldið Herman Bang. Gamall heyannasiður, sem livei'gi þekkist nú annarsstaðar í Danmörku, er enn þá við líði á Alsey. Þegar síðasta heybandið er hirt og e'kið í hlöðu, eru hestarnir og vagninn, sem því er ekið á, skreytt blómum. Hópur af syngj- andi börnum er látinn sitja ofan á vagnhlassinu og skal því ekið einn hring kringum landareign bóndans áður en það kemur í hlöðu. Sje þetta gert nákvæm- le'ga, gefur túnið tvöfaldan ávöxt næsta ár, segja gamlir Alseyjar- búar. Þessi siður og aðrir líkir, eru þó ekki ákveðins trúarlegs eðlis, en mc'st haldnir sem hver annar leikur. Skólar eru margir á eynni, eink- nm í höfuðborg eyjarinnar, Sönderborg. Aðal lýðskólinn er Danebod Höjskole. Hann er í skjóli fagurs skógar við sendna baðströnd, þar sem ljettstígar bárur Litla Beltis lauga sandinn þjetý við rætur trjánna. * Það var vor þegar jeg gisti Alsey. „Eystrasaltsperlan" glóði í öll- um regnbogans litum. Eplatrjen höfðu fengið hvítar rósir og beyki laufið breiddist eins og fínt rósa- lín yfir hálfa eyna. Býflugurnar voru vaknaðar í púpum sínum. Öll eyjan angaði af hunangi og sól. Eitt spor eftir barnsfót var í sandinum, þar sem jeg laugaði inig við ströndina. Það var inn- sigli vorsins, fyrsta kveðja bað- gestanna, sem þyrptust að úr öll- um áttum til að velta sjer í ljett- stígum öldunum. Sólin speglaði sig í tjörnum og pollum og af og til heyrðist smella í pollunum, þegar froskurinn var að fá sjer bað. Hann var bókstaflega að rifna í sundur af ánægju í sól-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.