Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1936, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1936, Blaðsíða 8
144 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS skininu. Kjafturinn á honum, sem í efSli sínu er $tór, varð breiður eins og á stjórnmálamanni. Kýr bauluðu o" heilsuðu vorinu. Yndis- lepa' anjmn af mykju oj; rúggresi bar með golunni. — Plógmaður spenti herfið fyrir hestana og klappaði J>eim á sveitt brjóstin. Djúp alvara starfsins batt menn og dýr fjelagsböndum. Alt vitn- aði um vorið — uppruna lífsins og vöxt. * Alsey er einstök perla. Og þó saknaði jeg þar einbvers. — Ein- hvers? — Máske var það yfir- gripsmikil víðátta hinnar nótt- lausu voraldar, var það heiðríkja jöklanna og fjöllin? Máske var það ögrandi geigþrunginn mikil- leikinn, J)ar sem harðneskjan stæl- ir hverja taug. flvöð hcitir bærinn? í hvítu ferhyrningana á mynd- inni á að rita íslensk orð, fjög- urra stafa (frá 1—1, 2—2 o. s. frv.). Þau orð eiga að merk.ja: 1. að fara í vatn, 2. prettir, 3. tappi, sem heldur opnum skurð- um, 4. væta, 5. fótaklæðnaður, 6. fall, 7. skjótar, 8. fugl, 9. jafn- ingi. I’egar menn hafa fundið þessi orð, á að rita hæjarnafn í dökku ferhymingana (lesið upp og nið- ur) og myndast þá 5 stafa orð í hverri þverlínu. Hvað heitir bærinn? Ferþrautarbikar í. S. í. Ferþrautarkepnin lögð niður. Perþrautarbikarinn gaf Sclieving Thorsteinsson lyfsali og reglur um liann voru samþyktar af í. S. í„ 10. mars 1921. • Um bikarinn hefir verið kep,t sjö sinnum og hafa J)essir metin sigrað: 1926 Jóhann Þorlákss. 40 m 05 s. 1927 Sig. H. Matthíass. 36 m 07 s. 1929 Haukur Einarss. 41 m. 19 s. 1930 sami 35 m. 50 s. 1931 sami 37 m. 00 s. 1932 sami 35 m. 12 s. 1933 sami 36 m. 40 s. Síðan hefir ekki verið kep1 um bikarinn. Hjer skulu tekin upp nokkur at- riði úr reglum í. S. 1. um hann: „Um bikar þennan skal keppa í júlí eða ágústmánuði ár livert. — Keppa skal í þessum fjórum íþrótt um og í þeirri röð sem hjer segir: 1000 st. lilaup, 1000 sL iijólreið- um, 1000 st. róðri og 1000 st. sundi. Keppendur skulu sjálfir sjá sjer fyrir reiðhjóli og báti, en kapp- róðrabát má ekki nota.------Bik- arinn afhendist því aðeins að kepp andi hafi leýst þrautirnar af hendi á 60 mín. eða skemri tíma Haukur Einarsson. og þar í taldar allar tafir á milli Jirautanna. Bikarinn verður aldrei unninn fil fullrar eignar, en skal þó jafnan vera í höndum J)ess, sem levst hefir Jirautirnar á skemstum tíma — —“. Sundráð Reykjavíkur (S. R. R.) hafði samþykt að beita sjer fyrir því, að ferþrautin yrði lögð nið- ur, þar sem hún yrði að teljast hættuleg lífi og heilsu manna. Hinn kunni íþróftakappi, Hauk- ur Einarsson, hafði unnið bikar- inn 5 sinnum í röð og þótti því S. R. R. rjett að gangast fyrir því að Haukur fengi bikarinn til fullrar eignar. Gefandi bikarsins tók þessu mjög vel, og gaf S. R, R, skriflega heimild ,til að af- htlida hann. Var svo Hauk afhentur bikarinn á fundi S. R. R„ 14. febr. síðast- liðinn. Mun óhætt að segja að fáir hafi unnið betur fyrir ve'rðlaun- um. Smcelfci. Selveiðaskip hefir farist í ísn- um og tveir menn komist af. — Nei, sjáðu, segir annar, nú bl'asir gæfan við okkur. Ef við náum í ísbjörninn þarna og getum kent honum nokkrar listir, þá verðum við stórríkir þegar við komum heim. * Stína ætlaði að gleðja litla bróður á afmælinu hans og senda honum heillaósk á brjefspjaldi. Hún kunni ekki að skrifa, svo að hún krotaði eitthvað á brjef- spjaldið og fór svo með það á pósthúsið. — Þetta getur enginn lesið, sagði póstþjónninn. — Það gerir ekkert td, sagði Stína, því að hann litli bróðir kann ekki að lesa.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.